Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 34
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 UV 34 ^enning : Gyrðir Elíasson hlaut Menningarverðlaun DV í bdkmenntum: Verðlaun breyta ekki miklu „Ég held að verðlaun breyti yfir- leitt heldur litlu og allra síst fyrir þann sem fær þau,“ segir Gyrðir El- iasson rithöfundur sem hlaut Menn- ingarverðlaun DV í bókmenntum fyrir ljóðabókina Indíánasumar. Að sögn Silju Aðalsteinsdóttur hjá DV er Indíánasumar óvenju- heildstæð og áhrifarík ljóðabók sem knýr lesandann til að leita uppi þau himnesku lögmál sem liggja jarð- neskum ævintýrum hans til grund- vallar. Gyrðir hefur fest sig í sessi sem eitt af bestu ljóðskáldum lands- ins og hefur oft verið tilnefndur til verðlauna fyrir ljóð sín. Hann hlaut Þórbergsverðlaunin og viðurkenn- ingu Ríkisútvarpsins auk Menning- arverðlauna DV. „Hitt er annað mál að flestir lista- menn, er hafa lág laun, geta vel not- að peningana sem þeir fá stöku sinnum ásamt viðurkenningum. En skáldskapur er auðvitað köllun og ég held að enginn maður sé i þessu vegna peninganna, enda væri það að fara í geitarhús að leita ullar,“ segir Gyrðir. Ljóðlistinni ýtt út í horn Gyrðir byrjaði að yrkja ljóð þegar hann var í fjölbrautaskóla og gaf út sína fyrstu ljóðabók 22 ára gamall. Síðan hefur komið út eftir hann flöldi ljóðabóka, nokkur smásagna- söfn og tvær stuttar skáldsögur. „Ætli staða ljóðlistar sé ekki svip- uð því sem hún hefur verið. Það eru alltaf nokkrir sem yrkja vel og margir sem yrkja kannski ekki sér- lega vel. Ljóðlistinni er dálitið ýtt út í horn. Það er eins og menn haldi að skáldsagan nái yflr allt en það gerir hún reyndar ekki. Við þurfum á öO- um bókmenntaformum að halda til að hafa skýrari sýn á tilveruna. Þetta er eins og með hlekkina í lífskeðjunni,“ segir Gyrðir. Einvera skálda Gyrðir var um tíma búsettur á Akranesi og þar gekk honum mjög vel að yrkja. Hann er nú fluttur aft- ur í ys og þys stórborgarinnar og segist ekkert ósáttur við það. „Það er svo sem alls staðar hægt að vera,“ segir hann. „Það getur verið að þörf fyrir einveru sé kannski stærri þáttur í persónuleika svokall- aðra skálda heldur en annars fólks. En auðvitað fylgir löngun til ein- sviðsljós Gyrðir Elíasson, menningarverðlaunahafi DV í bókmenntum. DV-mynd Brynjar Gauti veru að einhverju leyti öllu fólki. Það eru þó ef til vill önnur hlutfoll í þessu fólki sem fæst við að koma hugsunum sínum á pappír. Hins vegar er einvera að mörgu leyti hugarástand sem maður getur alveg eins skapað sér í borg og annars staðar," segir Gyrðir. Að sögn Gyrðis er vinnutíminn misjafn hjá honum. „Stundum er eins og þetta mótist allt saman á nóttunni á meðan maður sefur. Eins konar óbein vinna er stærri hluti en margir höfundar vilja vera láta. Þetta þýðir ekki endilega að menn séu latir. Blessaður sjálfsaginn er auðvitað ómissandi nú sem fyrr. En vinnan við skrifborðið er oft og tíð- um ofmetin. Það segir sig sjálft að hún er nauðsynleg en samt sem áður er hún ekki nema einn hluti af því sem er kallað sköprmarferli. Án þess að ég sé að gera þetta óhóflega dularfullt þá lýtur svona lagað ekki lögmálum vinnusamfélagsins," seg- ir Gyrðir að lokum. -em Svipmyndir frá Menningarverðlaunum DV Menningarverðlaun DV voru afhent á fimmtudag í nítjánda sinn við hátíðlega at- höfn á Hótel Holti. Margt manna var viðstatt afhending- una. Verðlaunagripina hann- aði Páll Guðmundsson, mynd- listarmaður á Húsafelli, og voru það einstaklega frumleg- ar og fallegar steinstyttur. -em Bókmenntadómnefndin, Jón Karl Helgason og Eiríkur Guðmundsson, ræöa viö Gyröi Elíasson sem hlaut menningarverölaunin fyrir bókmenntir. Lára Halla Maack og Sigfríður Björnsdóttir sátu í dómnefnd fyrir tónlistina. A milli þeirra sést Jónas Haraldsson, fréttastjóri DV, þungt hugsi. Dómnefndin i byggingarlist, Auöur Ólafsdóttir listfræöingur og dr. Maggi Jónsson, ræða viö vinningshafana Margréti Haröardóttur og Steve Christer arkitekta. DV-myndir BG Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri DV, lengst til vinstri, er greinilega ánægöur með menningarhátiöina. Meö honum eru Reynir Traustason, fréttastjóri DV, Gunnar Helgason leikari og Auöur Eydal, leiklistargagnrýnandi DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.