Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 39
DV LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 heilsurækt» Sigurður P. Sigmundsson fertugur: Hefur hlaupið 85.000 km á aldarfjórðungi - bíður eftir ungum arftökum til að slá Islandsmetin í hálfu og heilu maraþonhlaupi „Ég vona að sem Qestir hlauparar og skokkarar mæti á sunnudaginn kl. 11 við Suðurbæjarlaugina í Hafn- arfírði og skokki með mér þessa síð- ustu kílómetra sem ég á eftir til að ná 85 þúsund kQómetrunum," sagði Sigurður P. Sigmundsson hlaupari sem varð fertugur í gær. Frá 15 ára aldri hefur hann hald- ið dagbók yfir hlaup sín, bæði æf- ingar og keppni, og samkvæmt henni vantar nú aðeins nokkra kíló- metra upp á 85 þúsund kílómetra en það samsvarar því að hann sé búinn að hlaupa vel á þriðja hringinn um- hverfis jörðina. Sigurður P. Sigmundsson er met- hafi bæði i maraþoni og hálfu mara- þoni og ekki virðast neinar horfur á því að þau met verði slegin á næst- unni, þótt orðin séu ellefu og tólf ára. Sigurður hefur unnið mikið starf við uppbyggingu götu- og al- menningshlaupa hér á landi. Hann var meðal annars einn þeirra sem UTIViST Útivistarræktin - meira þrek og þor Ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 1997 er komin út og þar eru að venju kynntar allar ferðir sem áæQaðar eru fram tU næstu áramóta. Auk lengri og skemmri gönguferða eru famar skíðaferðir og bakpokaf- erðir. Einnig er jeppadeild í Útivist. Útivistarræktin - ókeypis heQsurækt - er nýjung sem Útivist tók upp á síðasta ári. Farnar eru gönguferðir þar sem fólk getur aukið þrek sitt og bætt heilsu og líðan. Gengið er frá gömlu Fákshúsunum við Elliðaár á mánudögum, klukk- an 18, og á fimmtudögum á sama tíma frá bílastæðinu hjá Rauðavatni. Til viðbótar mun Útivistar- ræktin bjóða upp á æfingaferð- ir fyrir erfiðari gönguferðir. Gengið verður á fell og fjöll í nágrenni Reykjavíkur og þannig geta þeir sem áhuga hafa á að fara t.d. Fimmvörðu- háls eða á Hvannadalshnjúk byggt rólega upp gönguþrek. Þessar ferðir verða í tengslum við mánudags- og Qmmtudags- hópana. komu Reykjavíkurmaraþoninu af stað árið 1984 og sigraði reyndar líka þá í heilu maraþoni. Þótt Sigurður telji hlaupaferilinn ekki hafa byrjað fyrir al- vöru hjá sér fyrr en hann var orðinn 15 ára var hann byrjað- ur bæði i íþróttum og keppni fyrr. „Ég var náttúrlega í boltanum eins og 'I Qestir strákar í HafnarQrði og 14 ára gamall tók ég þátt í 600 m hlaupi pilta á meistaramótinu og varð f? fyrstur. Atján ára gamall komst ég fyrst í landsliðshópinn og keppti í 5000 m í Evrópubikarkeppni i Portúgal. Fyrstu árin keppti ég mest í brautarhlaupum en hafði alltaf áhuga á víða- vangs- og götuhlaupum,“ sagði Sigurður. „Fyrsta maraþonhlaup- ið var síðan árið 1980 og metið í heilu maraþoni, 2.19.46, setti ég í Berlín árið 1985 og í hálfu mara- þoni, 1.07.09, í Haag árið eft- ir. Segja má að ég haQ hætt á toppnum því QjóQega eftir að ég hafði sett metin hætti ég að æfa eins mikið og áður. Til að halda sér í fuUu keppnisformi þarf að æfa 10 tU 12 sinnum í viku og það er nánast ókleift með fuUri vinnu og því að sjá fyrir fjöl- skyldu. Ég hef hins vegar aldrei leyft mér að hætta alveg Sigurður P. með nokkrar dag- bókanna þar sem bókfærðir eru allir 85 þúsund kílómetr- arnir sem hann hefur hlaupið síð- asta aldarfjórð- unginn. dv- mynd PÖK Þarna kemur Sigurður P. Sigmundsson Reykjavikurmaraþoninu árið 1984. mark sem sigurvegari í fyrsta DV-mynd KAE að hlaupa og finnst raunar alltaf gaman að þvi að keppa og hef fram til þessa haldið mér í góðu formi. Umsjón Ólafur Geirsson Með því að fá hlaupara og skokkara til þess að fara með mér nokkra kílómetra á sunnudaginn vU ég hvetja hina yngri tU að æfa betur. Árangur í íþróttum, langhlaupum sem öðrum, næst aðeins með mikUli vinnu og æQngu. Engin met verða slegin nema með harðri æQngu.“ Sigurður P. Sigmundsson hefur ávallt verið mikið í félagsstarQ í íþróttahreyfingunni. Hann hefur auk þess geQð út tímaritið Hlauparann. Með því segist hann hafa reynt að miðla af reynslu sinni við uppbyggingu, æfingar og keppni. Afmælishlaupið á sunnu- daginn hefst eins og áður sagði við Suðurbæjarlaugina í HafnarOrði klukkan 11. r Arni Sigurðsson: Maður verður líka að verðlauna sig - heildarmarkmiðinu verður að skipta í mörg smærri og nær í tíma Ámi Sigurðsson, okkar maður í lífsháttabreytingunni, er stöðugt að og lætur ekki deigan síga. Hann æQ- ar líka að ná því að komast úr 157 kg, eins og hann var hinn 10. ágúst sl., og niður í 99 kg hinn 1. júlí nk. Þetta er meira en lítið og þessu hyggst Árni ná með líkamsrækt og breyttu og bættu mataræði. Daglega stundar hann líkamsræktina í World Class og með matnum drekk- ur hann næringarduftið Nupo let tU að tryggja að hann fái öU nægUeg bætiefni og vítamín. - En er ekki erOtt að sjá stöðugt Q-am á margra mánaða erfiði og puð án þess að geta nokkurn tíma slak- að á? „Maður verður að finna sér ein- hverja hvatningu og skipta heUdar- verkefninu niður í smærri," sagði Ámi Sigurðsson. „TU þess að gera árangurinn sýnilegri og nær í tíma þá bý ég til nokkurs konar verð- launaáæQun. Til dæmis má taka þegar ég er á stigvélinni í World Class og æQa að stiga hana í eina klukkustund og ná af mér 1000 hita- einingum. Þá skipti ég þessu mark- miði niður í 250 hitaeiningar á um það bil 15 mínútum. Síðan eru verð- launin þau að fá sér vatnssopa eftir hverjar 30 mínútur ef markmiðiö hefur náðst eða þá að leyfa sér að líta í DV í nokkrar minútur. Þannig getur maður gert liQa hversdagslega hluti eftirsóknar- verða og notað þá sem verðlaun. Eins getur maður hreinlega „endur- forritað" hugann og gert hversdags- Erla Friðgeirsdóttir: Svo glöð yfir að vera byrjuð lega hluti að eft- irsóknarverðum markmiðum sem maður leyf- ir sér ekki að njóta fyrr en tU- teknum áföng- um er náð. Sigurður Nor- dal sagði að laun dyggðar- innar væm syndin og jafn- vel venjuleg at- höfn eins og að fara í bíó verður að eftirsóknar- verðum verð- launum sem maður leyQr sér þegar tilteknu markmiði hefur verið náð,“ sagði Ámi að lokum. „Nauösynlegt er aö skipta meginmarkmiöinu niöur í mörg smærri markmiö," segir Árni Sigurösson. Dv-mynd Hiimar pór „Ég er svo glöð yQr því að vera loksins byrjuð að gera eitthvað til að bæta þrekið,“ sagði Erla Frið- geirsdóttir, dagskrárkona á Bylgj- unni, þegar við ræddum við hana á dögunum. Við munum fylgjast með henni áfram en markið sem hún stefnir að er að ná af sér 20 kg á ár- inu. Þetta ætlar Erla að gera án þess að fara í hefðbundna megrun. í stað þess æQar hún að byggja sig rólega en markvisst upp í líkamsrækt og bæta mataræðið. „Þetta er reyndar aUs ekki auð- velt,“ sagði Erla. „Ég má hafa mig aUa viö enda eðlUegt þegar maður er að byrja. En góðu fréttirnar eru þær að ég er öU að verða miklu betri i bakinu en ég hef verið lengi. Ég lét mæla á mér fæturna hjá Gísla Ferdinandssyni ehf. og fékk síðan sérsniðið innlegg í skóna. í ljós kom aö annar fóturinn var 0,6 cm styttri en hinn en það var lagað með inn- leggjunum. Þetta lagaði bakverkinn nær því strax og það er sannarlega mikiU munur að vera að losna við hann,“ sagði Erla. Menntamálaráðuneytið Laus embætti Embætti skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla er laust til umsóknar. Skipað verður í embættið til Qmm ára frá 1. júní 1997 að telja. Um laun og starfskjör fer eftir ákvörðun kjaranefndar, sbr. lög 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd, með síðari breytingum. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. mars. 1997. Menntamálaráðuneytið, 27.febrúar 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.