Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 33 "V , félk Þorbjörg Guðjónsdóttir stundar tilfinningaheilun: Hjálpa fólki að skoða lífið út frá rödd hjartans Þorbjörg Guðjónsdóttir hefur stundað tilfmningaheilun í nokkur ár. Til hennar leitar fólk á öllum aldri með alls kyns vandamál, jafnt karlmenn sem konur. DV fór á stúf- ana og spurði Þorbjörgu út á hvað tilfinningaheilun gengi. „Heilun aðstoðar fólk við að skoða líf og lífsraunir i stærra samhengi og áhrif þess á hver við erum í dag, út frá rödd hjartans. Líkaminn er uppfullur af orkuflæði við alls kyns tilfinningaleg áfoll í lífi okkar sem við náum ekki að vinna úr. Heftist þetta orkuflæði hér-og þar um lfk- amann og hægt og rólega myndast tappar eða svokallaðar tilfinninga- stiflur. Við þetta fjarlægjumst við okkur sjálf, okkar sanna sjálf. Afneitun og gleymska Þegar við verðum fyrir slíkum til- finningalegum áföllum reynum við að glíma við þau á margvíslegan máta. Það er svo algengt að við af- neitum því sem raunverulega er að gerast og reynum að leiða það hjá okkur eða að gleyma því sem fyrst, látum sem ekkert sé, hörkum það af okkur og svo framvegis. Þegar við náum ekki að vinna úr viðkomandi áfalli á „eðlilegan" máta myndast þessir tilfinningalegu tappar sem allt að því stjórna lífi okkar og ein- kenna vanfæmi okkar á ýmsum sviðum,“ segir Þorbjörg. Að sögn Þorbjargar getur mynd- ast mikið öryggisleysi við það eitt að hafa farið á mis við föðurást og ekki verið samþykktur eins og mað- ur raunverulega er. „Þetta getur leitt til þess að viðkomandi eigi erfitt með að koma sér áfram í líf- inu þótt hann hafi alla burði til þess. Eða það að hafa verið svikinn af kærustu/kærasta sem unglingur getur leitt til vantrausts á kven- fólki/karlmönnum um ókomna tíð. Þetta verður til þess að öll sambönd stjómast af viðkomandi upplifun,“ segir Þorbjörg. Gengið í gegnum sárs- aukann Að sögn Þorbjargar em þessir til- fmningatappar, sem myndast á lífs- leiðinni, skoðaðir í heiluninni og reynt að greiða úr þeim og mynda eðlilegt flæði. Þar geta dulist sárs- aukafullar upplifanir sem viðkom- andi á erfitt með að losa um. Þetta era minningar fullar sársauka og þjáninga sem t.d. geta starfað frá bemsku einstaklingsins og einnig frá fyrri jarövistum. Öll þessi neikvæðu tilfinngatengsl fela í sér margvísleg einkenni sem hafa mikil áhrif á lífs- munstur viðkomandi. Eins og t.d. reiði, sárindi, sorg, vonbrigði, minni- máttarkennd, tilfinningakuldi, og þannig mætti lengi telja. Þessar erf- iðu tilfinningar þurfa að komast upp á yfirborð vitundarinnar. Kafað í minningar „Tilfinningaheilun er fólgin í því að kafa niður í fylgsni minninganna og viðkomandi m.a. látinn skoða minningamar og vinna þannig úr vandamálinu. Við þetta opnast leið fyrir einstaklinginn að skilja hina sársaukafullu minningu og um leið tækifæri til að losna við fyrri bæl- ingu. Hann getur þar með tjáð til- finningar sínar og hugsanir eðlilega og opinskátt sem annars var honum hið erfíðasta mál. Heilunarorkan hjálpar fólki með kærleika og umburðarlyndi til þess að vinna úr erfiðum tilfinningum, bæði úr fortíð og nútíð. Fólk þarf að vera opið og tilbúið að taka á móti kærleiks- og heilunarorkunni frá sjálfum sér og æðri máttarvöldum til að umbreyting geti átt sér stað. Heilun er samspil allra þessara ofangreindra þátta,“ segir Þorbjörg. Hún segir að við þurfum að leyfa okkur að vera meiri tilfinningaver- ur og leyfa okkur að flæða áfram í lifinu í stað þess að stjórnast af hugsunum sem hafa sín takmörk. að ráða en síðan breytist það með árunum þar sem umhverfi og áföll eiga þátt í að skapa og móta per- sónuleika okkar. Ef barn fær ekki Heimkoma, endurheimtu og stattu með barninu sem býr í þér, eftir John Bradshaw, sem hún segir að sé kærkomin lesning á hverju heimili. Fólki kennt að meta sjálft sig Að sögn Þorbjargar heimsækja álíka margir karlmenn og konur hana. Bæði kynin virðast vera að kljást við sömu málefnin. „Flestir sem koma til mín koma með já- kvæðu hugarfari, margir eru hræddir og vita ekki út í hvað þeir eru að fara. Mikilvægast er að kenna fólki að meta sjálft sig.“ Þorbjörg hefur verið í bænahring og sjálfsskoðunarhópi og þar skoð- aði hún sínar eigin tilfinningar og það sem í henni sjálfri býr. Sjálfs- vinna er nauðsynleg öllum og sér- staklega þeim sem ætla að fara að vinna við andleg mál. Þorbjörgu finnst það vera grundvallaratriði áður en farið er út í að hjálpa öðr- um og það tekur alla ævi að kynn- ast sjálfum sér. Allir geta gefið heilun „Allir geta gefið heilun því Guð hefur gefið hverjum og einum kær- leika í fæðingargjöf og við getum öll nýtt okkur hann og verið farvegur fyrir heilunarljósið. Því meira sem við hreinsum til í okkur sjáifum því meira fáum við frá þeim að ofan og getum þvi verið betri farvegir fyrir þá sem aðstoða okkur að handan. Það er staðreynd að þeir að handan eru hér að hjálpa okkur og án þeirra verður heilunin ekki eins djúp. Með mér starfa aðallega nunna og Kín- verji ásamt fleirum. Oft koma látnir aðstandendur þeirra sem hjá mér eru í heilun tO að aðstoða við heil- unina,“ segir Þorbjörg. Heilun er eitthvað sem Þorbjörgu finnst að læknastéttin ætti að skoða „Með mér starfa aöallega nunna og Kínverji ásamt fleirum. Oft koma látnir aöstandendur þeirra sem hjá mér eru í heiiun til að aðstoða við heilunina," segir Þorbjörg. DV-myndir BG Hjartað ræður hjá börnum „Sem börn leyfum við hjartanu Þorbjórg Guðjónsdóttir stundar tilfinningaheilun i notalegu og afslöppuðu umhverfi. eðlilegum þörfum sinum fullnægt og það er ekki elskað eins og það er skaðast „ég er vitundin“. Barnið er svo þurfandi að sjálfshyggjan tekur sér bólfestu og sanna sjálfið fær aldrei að verða til. Skortur á skilyrðislausri ást og at- hygli veldur djúpstæðum missi og eykur þar með þjáninguna. Þetta segir okkur margt um hvernig lífs- munstur okkar íslendinga er. Það sem hrjáir okkur einna mest er hve vinnuálagið er mikið og við náum því ekki að gefa sjálfum okkur og bömum okkar nægilega mikinn kærleika. Þorbjörg vitnar í bókina betur með opnum huga. Þegar fólk t.d. kemur til læknis mættu þeir gjarnan skoða hvaða tilfinningar séu að baki sjúkdómnum, þ.e. finna orsök sjúkdómsins en ekki bara af- leiðingu. Sjúkdóma má oft rekja til bældra tilfinninga. Það þurfa að verða hugarfarsbreytingar í þjóðfé- laginu, sérstaklega í heilbrigðisgeir- anum, þannig að hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar geti tengst meira saman og að í framtíðinni geti spítalar verið opnari fyrir heil- urum. Einn af stærstu draumum Þorbjargar er að fá viðurkennt starfsleyfi fyrir heilara. -em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.