Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 0n//sf Halda til írlands um páskana: Papar heitna t fyrir Hljómsveitin Papar, sem notið hefur verulegra vinsælda fyrir að spila þjóð- lagatónlist að hætti íra, heldur áleiðis til írlands á skírdag og munu dvelja þar um páskana. Á fóstudaginn langa mun hún spila fyrir farþega Samvinnuferða- Landsýnar á Burlingtonhótelinu en hina dagana hyggjast þeir sýna sig og sjá aðra, hlusta á írska listamenn, spila sjálflr og afla sér sambanda. Páll Eyjólfsson, sem spilar á hljómborð og harmoníku, segir að þeir fé- lagar hlakki til fararinnar. Papar fóru einnig til írlands um síðustu páska en spiluðu þá eingöngu fyrir íslendinga þar. Reyndar fóru þeir með gítara reidda um öxl og spiluð órafmagnaðir á Bracinhead, elsta pöbb írlands, og hlutu góðar undirtektir. „írarnir fíluðu okkur í botn og okkur tókst að gera allt vitlaust. 1 þessari ferð munum við heimsækja smáþorp á suðurströnd írlands sem heitir Watterford og spila þar. Það er mjög áhugavert að komast að því markaður er fyrir oklcur á ír- landi sem er eins og fyrirheitna landið í okkar augum. Þar liggja rætur þess sem við erum að fást við í dag.“ Páll segir að þeir muni viða að sér ýmsum upplýsingum, skoða sig um og hitta aðra tónlistarmenn. „Við gerum okkur vonir um að afla góðra sambanda en hugs- um eingöngu um eitt skref í einu. Það borgar sig ekki að vera með of miklar vænt- ingar.“ Papar eru á dúndrandi siglingu hér heima og hafa vinsældimar ekki verið meiri. Þeir eru bókaðir um hverja helgi ijórar vikur fram í tímann. Þegar tek- ur að vora hefja þeir flakk um landið en láta sér nægja að spila á pöbbunum í bænum þangað til. En þeir stefna hátt. „Draumur okkar er að starfa erlendis með- fram spilamennskunni hér heima.“ Papar urðu 10 ára gamlir í nóvember síðastliðnum en héldu upp á þau tímamót í janúar. Papar eru á mikilli siglingu hér heima og munu láta á það reyna um páskana hvort áhugi er fyrir þeim á ír- landi, fyrirheitna landinu. Hljómsveitina skipa þeir Ingvar Jónsson, Vignir Ólafsson, Georg Ólafsson, Eysteinn Eysteinsson, Páll Eyjólfsson og Dan Cassidy. á leiðinni landsins erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Catherine Cookson: The Upstart. 2. Nick Hornby: High Fldellty. 3. Marlan Keyes: Lucy Sulllvan is Getting Marrled. 4. Mlchael Klmball: Undone. 5. Nicholas Evans: The Horse Whlsperer. 6. James Patterson: Hide and Seek. 7. Terry Pratchett: Johnny and the Bomb. 8. Helen Forrester: Mournlng Doves. 9. Colin Forbes: Preclpice. 10. Dlck Francis: Come to Grief. Rit almenns eðlis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Sebastlan Faulks: The Fatal Engllshman. 3. Paul Wllson: A Little Book of Calm. 4. John Gray: Men Are From Mars, Women Are From Venus. 5. Griff Rhys Jones rltstjóri: The Nation's Favourlte Poems. 6. Fergal Keane: Letter to Danlel. 7. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (kvlkmyndaútgáfa) 8. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 9. R. Bauval & G. Hancock: Keeper of Genesis. 10. Bill Bryson: The Lost Contlnent. Innbundnar skáldsögur: 1. Catherine Cookson: Bondage of Love. 2. Mary Wesley: Part of the Furnlture. 3. Ken Follett: The Thlrd Twln. 4. Patricla D. Cornwell: Cause of Death. 5. Penny Vincenzi: The Dilemma. Innbundin rit almenns eðlis: 1. Dava Sobel: Longltude. 2. Anne Frank: Dlary of a Young Glrl. 3. Scott Adams: The Dllbert Prlnciple. 4. Nlcholas Falth: Black Box. 5. Benedlct Allen: The Skeleton Coast. (Byggt á The Sunday Tlmes) Fyrir rúmum þrjátíu árum voru nöfnin Sinjavskí og Daniel á margra vörum á Vesturlöndum. Þeir voru rithöfundar sem sovésk stjórnvöld handtóku, drógu fyrir rétt og dæmdu til langrar fangavistar í þrælkunarbúðum fyrir að birta „róg“ um Sovétríkin erlendis. Málaferlin vöktu mikla athygli vestan járntjaldsins og þóttu boða aukna hörku stjórnvalda gegn rit- höfundum sem vildu ekki fylgja flokkslínunni og þar með endalok þeirrar „þíðu“ sem kennd var við nýfallinn aðalritara kommúnista- flokks Sovétríkjanna, Nikita Kru- stjoff. Annar þessara rithöfunda, And- rei Sinjavskí, lést síðastliðinn þriðjudag á heimili sínu í París, Frakklandi, en þangað hafði hann flúið eftir fangavistina í Sovétrfkj- unum. Hann var 71 árs að aldri. Faðirinn handtekinn Andrei Sinjavskí fæddist í Moskvu 8. október árið 1925. Faðir hans var einlægur byltingarmaður. Á unga aldri gekk Andrei í samtök ungkommúnista, gegndi herþjón- ustu í síðari heimsstyrjöldinni en hélt svo áfram námi og lauk því með ritgerð um skáldsagnahöfund- inn Maxím Gorký árið 1952. Að námi loknu fékk hann starf sem að- stoðarprófessor hjá bókmennta- stofnun sovésku vísindaakademi- unnar. Tímamót urðu I lífi hans árið 1951. Þá var faðir hans handtekinn í einni af siðustu hreinsunum Stalíns, sem þá fór enn með öll völd í Sovétríkjunum. Eftir lát ein- ræðisherrans fór Sinjavski í vax- andi mæli eigin leiðir í skrifum sínum og vék frá formúlu ríkisins um svokallað félagslegt raunsæi í Andrei Sinjavskí ásamt Marie, konu sinni, nokkrum árum eftir aö hann slapp úr fangelsi. skáldskap. Fyrsta skáldsagan nefh- ist á ensku „The Circus“ og kom út árið 1955. Sinjavskí lenti fljótlega upp á kant við sovésk stjórnvöld. Hann snerist til varnar fyrir Boris Pasternak, sem fékk bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1958 fyrir skáldsöguna „Dr. Sivagó" sem hafði verið hafnað af sovéskum stjórn- völdum en var gefin út á Vestur- Umsjón Elías Snæland Jónsson löndum. Stjórnvöld í Moskvu neyddu Pasternak til að afþakka verðlaunin. Stuðningur Sinjavskís við nóbelsskáldið nýja varð til þess að hann missti vinnuna. Á næstu árum samdi hann nokk- ur ádeiluverk og fékk þau útgefin á Vesturlöndum undir höfundarheit- inu Abram Tertz. Þar á meðal voru skáldsögumar „The Renters" (1959) og „Lyubimov" (1962) og ritgerða- safnið „Unguarded Thoughts" (1965) - sama ár og hann var hand- tekinn. í fangabúðum til 1971 Sinjavskí og Daníel voru dæmd- ir til fangavistar í febrúar árið 1966. Sinjavskí var sendur í Potma- fangabúðirnar, sem eru á bökkum Volgu um 450 kílómetra austan Moskvu, til að afplána sjö ára dóm. Honum tókst að smygla úr fang- elsinu minnisblöðum um vist sína þar. Þau notaði hann síðar þegar hann fór að skrifa bækur um lífs- reynslu sína. Tvær þeirra eru merkilegastar: „A Voice From the Chorus", sem kom út árið 1973 og hefur að geyma endimninningar úr Potmabúðunum, og skáldsagan „Good Night“ (1984) sem er lauslega byggð á ævi höfundarins og er hans frægasta verk. Tveimur árum eftir að Sinjavskí slapp úr fangelsinu, eða árið 1973, fór hann til Frakklands ásamt konu sinni, Marie, og ungum syni þeirra, Igor - en þau lifa hann bæði. Hann fékk starf sem prófess- or í rússneskum bókmenntum við Sorbonne háskólann og hélt áfram að skrifa bækur sem hann birti undir gamla höfundarnafninu. Þeirra á meðal eru „In Gogol’s Shadow" (1975) og „Walks with Puskhin" (1976). Þá stofnaði hann ásamt konu sinni tímaritið „Sin- taksis" árið 1978. Síðasta verkið sem Sinjavskí sendi frá sér nefnist „Ivan le Simple" og fjallar um rússneskar þjóðsögur (1991). Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Danielle Steel: IRve Days In Paris. 2. Michael Ondaatje: The English Patient. 3. Tami Hoag: Gullty as Sin. 4. Jane Hamilton: The Book of Ruth. 5. Nlcholas Evans: The Horse Whisperer. 6. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 7. Richard North Patterson: The Flnal Judgment. 8. John Saul: The Blackstone Chronicles: Part 1. 9. Peter Blauner: The Intruder. 10. David Baldacci: Absolute Power. 11. Iris Johansen: The Ugly Duckling. 12. Phllip Friedman: Grand Jury. 13. Michael A. Stackpole: X-Wing: The Bacta War. 14 Elaine Coffman: If You Love Me. 15. Michael Conelly: The Poet. 16. Mlchael Crichton: The Lost World. Rit almenns eðlis: 1. Jonathan Harr: A Clvil Action. 2. Mary Pipher: Revivlng Ophelia. 3. Andrew Weil: (Spontaneous Healing. 4. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Civilization. 15. Dava Sobel: Longltude. 6. Mary Karr: The Liar's Club. 7. B. Gates, Myhrvold & Rinearson: The Road Ahead. 8. Barbara Kingsolver: High Tide In Tucson. 9. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 10. Clarissa Pinkola Estés: Women Who Run With the Wolves. 11. John Feinsteln: A Good Walk Spoiled. 12. Isabel Fonseca: Bury Me Standing. 13. Thomas Moore: ICare of the Soul. 14. Betty J. Eadie & Curtis Taylor: Embraced by the Ught. 15. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 16. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. (Byggt á New York Times Book Reviow)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.