Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 71 ■ tf I 2. mars 85 ára Höröur Sigurðsson, Háaleitisbraut 101, Reykjavík. 80 ára Helga Ágústsdóttir, Fannafold 22, Reykjavík. 75 ára Óskar Margeir Beck Jóns- son járnsmiður, Skálagerði 13, Reykja- vík. Eiginkona hans er Ásta S. Hannes- dóttir. Þau hjónin bjóða vinum og vandamönnum í katfi að Engjaseli 52, 3. hæð, á morg- un, sunnudaginn 2.3., frá kl. 15.00-19.00. Herbert Jónsson, Hafnarbraut 54B, Neskaup- stað. Þráinn Þórisson, skólastjórabústað á Skútustöð- um, Skútustaðahreppi. 70 ára Jón Þórarinn Sigurjónsson, I Grundarstíg 3, Reykjavík. 60 ára Rúnar Þorleifsson, Stórhólsvegi 8, Dalvík. Reimar Alfreð Þorleifsson, Smáravegi 5, Dalvík. Hörður Jónsson, Stekkjarholti 13, Akranesi. Agnar Búi Agnarsson, Heiði, Skarðshreppi. 50 ára Skafti S. Hannesson, Hraunholti 4, Akureyri. Anna Basilia Pepito, Túngötu 8, Grindavík. 40 ára Jón Aðalsteinn niugason, Laugartúni 15, Svalbarðs- strandarlireppi. Guðbjartur Kristján Greips- son fulltrúi, ÍBorgarvegi 48, Njarðvík. Ingólfur Guðmundsson, Hofgörðum 23, Seltjarnamesi. Árni Rúnar Sverrisson, Skerplugötu 11, Reykjavík. Haukur Þorsteinsson, Undirhlíð 15, Grímsneshreppi. Sæmundur H. Sverrisson, Rofabæ 31, Reykjavík. Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvann- eyri, Aflagranda 40, Reykjavík, verður níutíu og fimm ára á morg- un. Starfsferill Guðmundur fæddist að Torfalæk í Húnavatnssýslu. Hann varð bú- fræðingur frá Hólum 1921 og bú- fræðikandídat frá Búnaðarháskó- lanum í Kaupmannahöfn 1925. Guðmundur var settur skólastjóri á Hólum í Hjaltadal 1925-26, stund- aði mælingar hjá Búnaðarfélagi ís- lands 1926-28, var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1928-47 og skólastjóri þar 1947-72 er hann flutti til Reykjavíkur. Guðmundur átti frumkvæði að stofnun framhaldsdeilda á Hvann- eyri 1947 og var formaður stjórnar Bútæknideildar um langt árabil. Hann samdi kennslubækur, einkum í jarðrækt og búreikningum, skrif- aði fimmtíu ára sögu Hvanneyrar- skóla, ritstýrði bókaflokknum Bóndi er bústólpi, tók saman sögu landbúnaðartilrauna á íslandi og æviskrár íslenskra búfræðikandi- data 1974-85. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1964, er heiðursfélagi Búnaðarfé- lags íslands frá 1972 og Félags íslenskra bú- fræðikandídata frá 1981. Guðmundur kvæntist 21.5. 1926 Ragnhildi Mar- íu Ólafsdóttur, f. 16.2. 1896, d. 12.9. 1980. For- eldrar hennar voru Ólaf- ur Finnbogason, bóndi í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, Guðmundur son. og Jóns- k.h., Sigríður Bjarnadóttir. Böm Guðmundar og Ragnhildar: Jón Ólafur, f. 10.11. 1927, d. 26.5. 1985, deildarstjóri hútæknideildar landbúnaðarins að Hvanneyri, var kvæntur Sigurborgu Ágústu Jóns- dóttur en börn þeirra eru Ragnhild- ur Hrönn, Jón, Guðbjörg, Guð- mundur og Sigríður Ólöf; Sigurður Reynir, f. 6.7.1930, fyrrv. skólastjóri við Heiðarskóla í Borgarfirði, var kvæntur Katrínu Árnadóttur kenn- ara og eru börn þeirra Guðbjörg, Guðmundur, Reynir, Erna, Ragn- hildur og Haukur en sambýliskona Sigurðar er Laufey Krist- jánsdóttir; Ásgeir, f. 16.1. 1933, forstjóri Náms- gagnastofnunar, kvæntur Sigríði Jónsdóttur náms- stjóra og eru dætur þeirra Brynhildur, Ingibjörg og Margrét. Kjördóttir Guð- mundar og Ragnhildar Maríu er Sólveig Gyða, f. 17.7. 1946, gift Gunnari Ólafssyni vélstjóra og eru börn þeirra Guðmundur Freyr, Inga María, Sigrún Klara, látin, og Gunnar Óli. Bræður Guðmundar: Bjöm Leví, f. 4.2 1904, látinn, læknir; Jóhann Frímann, f. 5.2.1904, látinn, umsjón- armaður með barnaheimilum á veg- um Reykjavíkurborgar; Jónas Berg- mann, f. 8.4. 1908, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík; Ingi- mundur, f. 18.6.1912, látinn; Torfi, f. 28.7. 1915, bóndi á Torfalæk; For- eldrar Guðmundar ólu upp þrjár stúlkur, þær Ingibjörgu Pétursdótt- ur, Sigrúnu Einarsdóttur og Björgu Gísladóttur. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson, f. 22.1. 1878, d. 7.9. 1967, bóndi að Torfalæk, og k.h., Ingibjörg Björnsdóttir, f. 28.5. 1875, d. 10.9. 1940, húsfreyja. Ætt Jón var hálfbróðir Páls Kolka læknis. Jón var sonur Guðmundar, b. á Torfalæk, bróður Sigfúsar, langafa Ingimundar sendiherra og Sigfúsar I Heklu. Guðmundur var sonur Guðmundar, b. í Nípukoti, Jónssonar, bróður Sveins, langafa Guðmundar Björnssonar lækna- prófessors. Móðir Jóns var Sigur- laug Jónsdóttir, b. á Sauðanesi, Sveinssonar. Móðir Jóns í Sauða- nesi var Halldóra Sigurðardóttir, h. í Grundarkoti, Jónssonar, ættföður Harðabóndaættarinnar, Jónssonar. Ingibjörg, móðir Guðmundar, var systir Guðmundar landlæknis. Ingi- björg var dóttir Björns, b. á Marðarnúpi í Vatnsdal, Guðmunds- sonar. Móðir Björns var Guðrún Sigfúsdóttir Bergmanns, b. á Þor- kelshóli, ættfóður Bergmannsættar- innar. Móðir Ingibjargar var Þor- björg Helgadóttir, systir Sigurðar, afa Sigurðar Nordals. Guðmundur biður fyrir kveðjur til vandamanna, nemenda og sam- starfsmanna, fyrr og síðar. Karl E. Loftsson Karl E. Loftsson, Bjargartanga 2, Mosfells- bæ, verður sextugur á morgun. Starfsferill Karl fæddist á Hólma- vík. Hann lauk gagn- fræðaprófl við unglinga- skólann á Hólmavík. Karl var sjómaður 1952-65, útgerðarmaður 1960-65, kaupmaður á Hólmavík 1964-74 og stundaði þar jafnframt búskap á þeim árum. Karl var umboðsmaður Olíuversl- unar íslands hf. á Hólmavík 1960-85, hóf störf við nýstofnað útibú Búnað- arbanka íslands á Hólmavík 1974, var skrifstofustjóri þar til 1985, var útibússtjóri Búnaðarbanka íslands í Vík í Mýrdal til ársloka 1990 er hann varð útibússtjóri Búnaðar- bankans í Mosfellsbæ. Karl var kosinn í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps 1966, var oddviti hreppsnefndar 1972-85 og gegndi þá m.a. mörgum nefndarstörfum öðr- um fyrir Hólmavíkurhrepp. Hann sat i stjórn Hólmadrangs hf. 1980-85, sat í sýslunefnd Strandasýslu 1978-85 og starfaði þá einnig í sýslu- ráði, var í stjórn Fjórðungssam- bands Vestfirðinga 1972-85, í nefnd sem vann að undirbúningi að stofn- un Orkubús Vestfjarða, í stjóm Orkubúsins frá stofnun 1977-85 og var skipaður yfirkjötmatsmaður á Vestfjörðum 1972. Karl sat í stjórn Verkalýðsfélags Hólmavikur í mörg ár, var formaður ungmennafélags- ins Geisla á Hólmavík, sat í stjórn Héraðssambands Strandamanna, gekk til liðs við Lionshreyfinguna 1960 og hefur verið í stjórn Átthaga- félags Strandamanna í Reykjavík sl. sex ár. Fjölskylda Karl kvæntist 31.12. 1958 Valdísi Ragnarsdóttur, f. 1.12.1936, húsmóð- ur. Hún er dóttir Ragnars Valdi- marssonar bifreiðarstjóra á Hólma- vík, f. 20.6.1918, d. 15.7.1996, og Þur- íðar Guðmundsdóttur, f. 18.7. 1919, húsmóður. Börn Karls og Valdísar eru Bára Karlsdóttir f. 25.4. 1956, skrifstofumað- ur, búsett á Hólmavik, gift Kristjáni Jóhanns- syni framkvæmdastjóra og eru börn þeirra Val- dís, f. 9.6. 1976, d. 28.10. 1976, Karl Elinías, f. 22.11. 1979, nemi við VÍ, og Valdís f. 16.3. 1984; Ragna Þóra Karlsdóttir f. 5.7.1959, þroskaþjálfi, bú- sett á Hólmavík, gift Gunnari Rún- ari Grímssyni málarameistara og eru börn þeirra Smári, f. 1.8. 1985, og Grímur, f. 22.6. 1990; Elln Gróa Karlsdóttir, f. 14.5. 1968, banka- starfsmaður, búsett í Mosfellsbæ, en sonur hennar er Valdimar Örn Baldursson, f. 1.9. 1994. Alsystkini Karls eru: Gróa f. 23.2. 1925, búsett á ísafirði, gift Benedikt G. Egilssyni og eiga þau níu böm; Þórdís f. 8.8. 1926, búsett að Odda í Bjarnarfirði, var gift Arngrími Ingi- mundarsyni, sem lést 1985, og eign- uðust þau sex börn; Jón f. 17.12. 1927, búsettur á Hólmavík, kvæntur Stefaníu G. Andrésdóttur og eiga þau þrjú börn; Sigvaldi f. 17.10.1930, búsettur á Akranesi, kvæntur Sig- rúnu Ólafsdóttur og eiga fimm börn auk þess sem Sigvaldi átti son áður, Ingimund Tryggva, f. 5.10. 1932, d. 4.2. 1937; Guðjón, f. 11.10. 1934, bú- settur á ísafirði, kvæntur Bjameyju Össurardóttur og eiga þrjú börn. Hálfsystkini Karls, samfeðra: Gísli, f. 1.6. 1908, d. 28.2. 1952; Aðal- heiður, f. 16.10. 1910, var gift Magn- úsi Sigvalda Guðjónssyni, sem lést 1975, en þau bjuggu lengi að Innra- Ósi í Steingrímsfirði og dvelur Aðal- heiður nú á sjúkrahúsinu á Hólma- vík en þau eignuðust þrettán börn; Björnstjeme, f. 26.10. 1911, d. 8.2. 1913. Gestur, f. 9.8. 1916, d. 3.3. 1952. Foreldrar Karls voru: Loftur Bjarnason, skipstjóri á Hólmavík, f. 17.6. 1883, d. 8.8. 1956, og Helga Guð- björg Jónsdóttir, húsfreyja á Hólma- vík, f. 11.7. 1895, d. 8.9. 1981. Á afmælisdaginn dvelja þau Karl og Valdís á Kanaríeyjum. Karl E. Loftsson. SVAR h903« 5670h Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Skammtímalinsur frá Bausch & Lomb Medalist 66 Tilboð: Áöur: 4-Seorkr. NÚ 2.480 kr. Við hugsum vel um sjón þína PROFI^ybpTIK GLERAUGNAMIÐSTÖÐIN - Laugavegi 24 - Sími 552 0800 Forval um hönnun á félagshúsi knattspyrnufélagsins Þróttar í Laugardal Forval Knattspyrnufélagið Þróttur auglýsir eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna hönnunar á félagshúsi fyrir Knatt- spyrnufélagið Þrótt í Laugardal. Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir þeir sem rétt hafa til að skila inn aðaluppdráttum til bygginganefndar Reykjavíkur. Valdir verða þrír til fimm þátttakendur til aö taka þátt í til- lögugerð. Við val á þeim verður færni, menntun, reynsla, af- kastageta og hæfileikar til samvinnu og stjórnunar lögð til grundvallar. Forvalsgögn liggja frammi hjá byggingadeild borgarverk- fræðings Skúlatúni 2, fimmtu hæð, 105 Reykjavík. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila til bygginga- deildar borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, fimmtu hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 13 fimmtudaginn 13. mars 1997, merktum: Félagshús Þróttar FORVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.