Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Side 19
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Helgorhloö 1>V 19 Gleði og sorg Sorgarstundir ársins voru inargar. Einn átakanlegasti atburðurinn var þegar ung hjón og ungur sonur þeirra fórust í eldsvoða á Þingeyri snemnta á árinu. Eldri syni þeirra, Antoni Lína, þriggja ára, var bjargað af föður sínum sem fór aftur inn í brennandi húsið til að bjarga konu sinni og syni en átti ekki afturkvæmt. Anton á nú skjól hjá ættingjum sínum og er þessi mynd af hon- um og Gunnhildi öminu hans. Félagar í Falun Gong sein hingað mættu í vor til þess að mótmæla heimsókn Kíiiaforseta voru undir ströngu eftirliti lögreglu, enda var kostað kapps að forsetinn yrði ekki var við mómæli. Aðgerðir mótmælenda fólust ekki síst í leikfimi og íhugun. DV-mynd þök Hinsegin-hátíð Hinsegin dagar eða Gay Pride-hátíðin sem haldin var í ágúst í Reykjavík þótti lukkast vel. Mikill mannfjöldi var í miðbænum og sum- ir í skrautlegum búningum, sem urðu til að fanga auga myndasmiða. DV-mynd E.Ól. DV-mynd fiva Frönsku fjöllistamennirnir Mobile Homme sýna loftfimleika á Austurvelli Sýning þeirra var hluti af Listahátíð í Reykjavík sem haldin var í maí í suinar. DV-inynd Hari Prjónað Menn og hestar voru í liátíðarskapi á Landsmóti hestamanna í Skagafirði í júlí sl. Slík var stemningin raunar að hestar tóku upp á að prjóna og kostgæfni knapa þurfti til að detta ekki af baki. DV-mynd gva Sigursæl Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var sigur- sæl á svip þegar hún leiddi Reykjavíkurlista til sigurs í kosningum sl. vor. Henni og Hjörleifi Sveinbjörns- syni, eiginmanni hennar, var innilega fagnað á kosn- ingavöku. Fögnuður meðal stuðningsmanna var þó ekki hinn sanii í árslok þegar Ingibjörg boðaði að liún hvgðist hasla sér völl á sviði landsmála. DV-mynd ÞÖK Menningarnótt Ljósadýrð loftin fvllti á flugeldasýningu sem haldin var á Menningarnótt í Reykjavík síðari hlutann í ágúst. Kúnstin var allsráðandi í miðborginni þessa nótt, en í inorgunsárið þóttu drykkja og draslarahátt- ur vera orðin allt umlykjandi. DV-invnd Teitur Ráðherrafundur Á vordögum var i Reykjavík haldinn fundur utanrík- isráðherra Nato. Þar var meðal annars fjallað um stækkun Atlantshafsbandalagsins og mál sem snúa að breyttri heimsmynd og vörnum gegn nýjum ógnum í viðsjárverðum heimi. DV-mynd e.ól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.