Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Síða 20
20 H&lqarbladi DV LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Undirskrift væntanlega í febrúar Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, segir það standa upp úr hversu skamman tíma það tók að ná samkomulagi við Alcoa eftir að Norsk Hydro ákvað að fresta áætlunum um að reisa álver í Reyð- arfirði í tengslum við Kárahnjúka- virkjun. „Nú liggur fyrir samningur á milli samninga- nefnda ríkisins, Friörik Sophusson. Landsvirkjunar og Alcoa. Það næsta sem gerist er að áritaðir samningar verða lagðir fyrir stjómarfundi beggja fyrirtækjanna. Þá mun ríkisstjómin væntanlega leggja íram heimildarlaga- frumvarp á Alþingi. Ef allt fer sem horf- ir ætti að vera hægt að skrifa undir end- anlegan samning í febrúar." Friðrik seg- ir texta samninganna þó mjög flókna og eðlilegt að menn vilji fara vandlega yfir samninga sem gera á til 40 ára. Ekkert sé þó á þessari stundu sem bendi til að áætlanir og tímasetningar breytist. Sterk andstaða Ámi Finnsson, formaður Náttúra- vemdarsamtaka íslands, segir að það standi upp úr þegar rifjaðir era upp at- burðir ársins varðandi náttúravemd hvað andstaðan hef- ur verið sterk varð- andi Kárahnjúka- virkjun. „Þar stend- ur hvað hæst bein- skeytt og vel rök- studd gagnrýni í skýrslu Þorsteins Sigurlaugssonar á arðsemi fram- kvæmdanna. Þessari gagnrýni hefur ekki verið svarað á sannfærandi hátt af ráðamönnum eða fulltrúum Landsvirkjunar." Ámi segir að vandræðagangur hafi einkennt síð- ustu vikur og ekki hafi tekist að árita samninga í byrjun desember eins og að var stefnt. Þetta sýni að enn standi eitt- hvað út af borðinu. „Þá kom einnig fram mjög hörð gagnrýni af hálfu vís- indamanna sem gerst þekkja til varð- andi undirbúningsvinnu við gerð Norð- lingaölduveitu. Það hefur einnig vakið mikla athygli." Óöagot Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræð- ingur og fyrrum iðnaðarráðherra, segir óðagot rfkisstjómarinnar í ákvörðunum vegna virkjana og ál- versframkvæmda einkenna allan fram- gang mála. Þar sé verið að keyra málið áfram án tillits til ýmissa hluta eins og efhahagsþáttarins. „Ákvarðanir um orkuverðið fara fram á bak við luktar dyr og umræðan er þar af leiðandi meira og minna ágiskanir. Þó áhættan sé óheyri- leg þá slá menn ekkert af, enda er verið að gera út á ríkið.“ Hjörleifur segist telja mjög líklegt að frestun áritunar samninga af hálfu Alcoa þýði að óklárt sé með tímasetn- ingar framkvæmda. Því kæmi ekki á óvart að stjóm Alcoa muni ekki sam- þykkja þetta eftir áramótin nema með fyrirvara um tímasetningar sem mun siðan fresta framkvæmdum. Arni Finnsson. Bjartsýn á framhaldið Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir sér efst í minni atburðir 19. júlí er undirrituð var viljayf- irlýsing við álfram- leiðandann Alcoa um að reisa álver í Reyð- arflrði. Samningaferl- ið við Alcoa hafi tek- ið ótrúlega skamman tíma eftir að slitnaði upp úr viðræðum við Norsk Hydro í mars. Valgerður segist mjög bjartsýn á Valgerður Sverrlsdóttlr. framhaldið eftir að samningar náðust um raforkuverð frá Kárahnjúkavirkjun og fleiri þætti málsins 13. desember. „Maður verður þó alltaf að hafa fyrir- vara á hlutum þar sem stjómir fyrir- tækjanna era ekki búnar að skrifa und- ir þessa samninga. Ég er þó orðin mjög bjartsýn." Valgerður segir að þó að framkvæmdir valdi spjöllum á náttúra þá sé það ásættanlegur fómarkostnaður miðað við þann gríðarlega ávinning sem þama fæst. Virkjanir, stóriðja og náttúruvernd: Risavaxin og umdeild virkjunar- og álversáform - hundraða milljarða framkvæmdir í deiglunni Á síðustu vikum ársins 2002 var unnið stíft að samningagerð vegna langstærstu framkvæmda í íslenskum virkjunarmálum sem nokkra sinni hef- ur verið ráðist í. Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir endanlegt samþykki samningsaðila hinna ýmsu verkþátta. Eigi að síður er ljóst að íslensk stjóm- völd hafa það að yfirlýstu markmiði, þrátt fyrir hávær mótmæli, að af þess- um framkvæmdum verði líkt og gerð Norðlingaölduveitu í jaðri Þjórsárvera. Munu allar þessar iramkvæmdir, svo og bygging álvers Alcoa í Reyðarfirði, stækkun álvers Norðuráls í Hvalfirði sem og hugsanleg stækkun álvers í Straumsvík, án efa hafa víðtæk áhrif í íslensku efnahagslífi. Samningar undirritaöir eftir áramót Nú í byrjun janúar 2003, þann 9. eða 10., mun að öilum líkindum verða sam- þykkt af hálfu stjómar bandaríska ál- risans Alcoa og einnig af stjóm Lands- virkjunar að skrifa undir samninga vegna raforkusölu og framkvæmda vegna 322.000 tonna álvers Alcoa við Reyðarfjörð. Líklega mun álverið sjálft kosta mun meira en Kárahnjúkavirkj- un. Meðan Hydro Aluminium var enn inni í myndinni var talað um allt að 420.000 tonna álver sem kosta myndi um 125 milljarða króna. Samkomulag um texta samninganna náðist þann 13. desember. í kjölfarið mun Landsvirkjun að öllum líkindum ganga til samninga við ítalska risafyr- irtækið Impreglio SpA um byggingu stíflu Kárahnjúkavirkjunar og að- rennslisgöng samkvæmt tilboði ítal- anna upp á 44,4 milljarða króna. Þar er 93,9% af kostnaðaráætlun ráðunauta Landsvirkjunar. Búist er við að samn- ingar við það fyrirtæki verði jafnvel undirritaðir undir lok janúar. Ef þessi áform ganga upp fara í gang framkvæmdir sem sannarlega eru risa- vaxnar á íslenskan mælikvarða og reyndar á hvaða mælikvarða sem er. Á ýmsu hefur gengið varðandi þessi virkjunar- og álversáform. Skömmu fyrir opnun tilboða í virkjunarþáttinn kom m.a. upp verulegur titringur þegar hver stórverktakinn af öðram dró sig út úr tilboðsgerðinni. Eftir stóðu tveir verktakahópar sem buðu í allt verkið og einn sem bauð í hluta verksins þar sem lykilverktaki haföi gengið úr skaftinu. Fram- kvæmdir við Kárahnjúka- stíflu og að- rennslisgöng úr Hálslóni eiga að hefjast í júníbyrj- un 2003, Virkjunarsvæóió vlð Kárahnjúka Hálslón veröur 57 ferkílómetrar en til samanburöar er Þingvallavatn 83 ferkílómetrar aö stærö. Þá má nefna Desjarárstíflu sem verð- ur 60 metra há og 900 metra löng. Sauð- árdalsstífla verður 25 metrar á hæð og 1.100 metrar á lengd. Ufsarstífla verður 32 metra há og 675 metra löng. Keldu- árstífla verður 25 metra há og 1.450 metrar að lengd og Grjótárstifla verður 15 metrar að hæð og 500 metar löng. Ríflega 65 kílómetra jarðgöng Þá verða boruð gríðarmikil að- rennslisgöng vegna virkjunarinnar, samtals rúmir 65 kflómetrar að lengd. Lengstu göngin verða frá Hálslóni, eða 39,8 km löng og 6,8-7,2 metrar í þver- mál. Norðlingaölduveita Önnur virkjunaráform Landsvirkj- unar en talsvert umfangsminni, þ.e. Norðlingaölduveita í jaðri Þjórsárvera, hefur ekki síður mætt andspymu hér- lendis og erlendis á liðnum misserum. Sem kunnugt er sagði Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra sig frá því að úr- skurða um kærar sem fram hafa kom- ið á niðurstöðu Skipulagsstofnunar í umhverfismati fyrirhugaðrar Norð- Hörður Kristjánsson blaöamaður svo framarlega sem ákveðið verður í janúar 2003 að reisa álver í Reyðarfírði og virkja norðan Vatnajökuls. í fram- kvæmdaáætlun virkjunarinnar má enn fremur sjá að gert er ráð fyrir að byrja að safna vatni í Hálslón í septem- ber 2006. Gangi það eftir er hægt að afhenda orkukaupanda raf- magn til álversins í byrjun aprfl 2007 og Kárahnjúka- virkjun yrði tekin formlega í notkun í byrjun júní 2007. Uppsett aflvirkjun- arinnar veröur 630 MW og orkuvinnslu- getan 4.450 GWh/ári. Til saman- burðar geta virkjanir Landsvirkjunar í dag framleitt Framkvæmdir viö Kárahnjúka Vegagerö og gerö aökomuganga á virkjunarsvæöinu er þegar hafin. Búist er viö undirritun samninga vegna stíflu og jaröganga í byrjun nýs árs. V alls 1.212 megawött. Vatnsaflstöðvamar afkasta 1.107 MW, jarðgufustöðvar 63 MW og eldsneytisstöðvar 42 MW. Gríðarleg mannvirki Kárahnjúkavirkjun samanstendur í raun af mörgum miðlunarstíflum og öðram mannvirkjum. Stærst er Kára- hnjúkastífla sem verður nærri eins og þrír Hallgrímskirkjutumar á hæð, eða 190 metrar og 730 metra löng. Fyllingar- efni í stíflunni verður um 8,4 milljónir rúmmetra. Að baki stíflunni verður Hálslón, sem verður hvorki meira né minna en 57 ferkílómetrar að stærð og verður mest 1 625 metar hæð yfir sjó. Til samanburðar má nefha Þingvalla- vatn sem er stærsta náttúrlega stöðu- vatn á íslandi og 83 ferkilómetrar að stærð. Þegar Hálslón er fullt verður það 27 kílómetrar að lengd og hefur miðlunarrými sem nemur 2.100 rúm- hektómetrum. lingaölduveitu. Jón Kristjánsson hefl- brigðisráðherra hefur verið settur um- hverfisráðherra í þessu máli og var upphaflega búist við niðurstöðu hans í nóvember. Hann tók sér þó viðbótar frest og skipaði sérstakan vinnuhóp til að fara yfir málið undir forystu Eiríks Tómassonar lögfræðings. Er nú reikn- að með að ráðherra úrskurði I málinu í byrjun nýs árs. Með gerð Norðlingaölduveitu hyggst Landsvirkjun nýta vatn í Efri-Þjórsá með því að gera stíflu við Norðlinga- öldu í jaðri Þjórsárvera og mynda þar lón. Vatni yrði veitt þaðan um jarð- göng í Þórisvatn. Þar með yrði hægt að framleiða með því aukið rafmagn í öll- um núverandi virkjunum í Tungnaá og Þjórsá. Er Norðlingaölduveita því talin afar hagkvæm. Er þessi veita m.a. lyk- illinn að því að hægt verði útvega stækkuðu álveri Norðuráls í Hvalfirði rafmagn á tilsettum tíma. Hörð andstaða DV-MYND TEITUR Jón Sigurðs- son vafinn í álpappír Víst er að ekki eru allir á eitt sáttir um virkj- unaráform við Kárahnjúka né gerð Norðlinga- öldumiðlunar. Allt árið 2002 hefur reyndar einkennst af mótmælum nátt- úruverndarsamtaka og áhugamannahópa gegn virkjanaáformum og ál- versframkvæmdum. Styttan af þjóðhetjunni Jóni Sigurðssyni fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli, vöfðum í álpappír, hefur verið eins konar tákn- mynd þessara mót- mæla. Hafa is- lenskir mótmælendur einnig fengið erlend náttúruvemdarsamtök í lið með sér. Talið er að það hafi m.a. valdið því að sænskir og franskir verktakar, sem hugðust bjóða í Kárahnjúkaframkvæmdir, drógu sig til baka. Friðlýst Ramsar-svæði Þjórsárver eru friðlýst og skil- greind sem svonefnt Ramsar-svæði samkvæmt alþjóðlegum samþykkt- um. Frá fyrstu tíð friðlýsingar 1981 hefur þó verið gert ráð fyrir að Landsvirkjun sé heimilt að mynda lón með stíflu viö Norðlingaöldu í allt að 581 m hæð y.s. að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. í umdeildri niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar er hins vegar fallist á gerð stíflu sem myndar Norðlinga- öldulón í 575 m.y.s. Yrði hún að þremur fjórðu hlutum utan friðlandsins og stíflan sjálf yrði um 5 km utan við mörk þess. Þrátt fyrir að þessi áform gangi skemur en ákvæði friðlýsingar frá 1981 hafa deilur um virkjunar- áform í eða við Þjórsárver verið mjög háværar. Harðar gagnrýnis- raddir hafa m.a. komið frá vísinda- mönnum sem tekið höfðu þátt í út- tekt á þessum áformum. Frægt varð er dr. Ragnhildur Sigurðar- dóttir kom fram í viðtali og lýst því hvemig Landsvirkjun eða ónafn- greindur verkfræðingur hjá fyrir- tækinu hefði beitt hana óeðlilegum þrýstingi. Var þessu harðlega mót- mælt af Landsvirkjunarmönnum og m.a. vísaði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, ummæl- unum algjörlega á bug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.