Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Side 26
26 HeIgarblací DV LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 W' Þokkalegt ár Kvikmyndaárið 2002: „Þetta var þokkalegt ár. Við vorum svo sem ekki að briUera neitt úti í lönd- um og ég fékk engar tilnefningar til Evrópuverðlaun- anna,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðar- maður. Hann telur góðu fréttimar þær að heimildamynda- gerð hafi blómstrað og þakkar það með- Friörik Þór al annars stuðningi Friðriksson. stjómvalda. „Þegar fé er veitt í þessa grein er það ávísun á árangur," segir hann. Aðrar athyglis- verðar breytingar að áliti Friðriks em þær hversu íslenskir kvikmyndagagn- rýnendur séu almennt orðnir jákvæðir. Spurður hvað hann sé að bjástra kveðst hann vera að leikstýra nýrri mynd, Næslandi, eftir handriti Huldars Breiðfjörðs, í framleiðslu Sikk sakk. Minni umbúðir „Þetta var fremur gott kvikmyndaár. Ég lenti reyndar í hörkubaráttu fyrir sýningarrétti á myndinni minni en hún endaði vel,“ segir Hrönn Sveins- dóttir, framleiðandi myndarinnar í skóm drekans sem lögbann var sett á á timabili. Hún lýsir yflr ánægju með Haflð sem hún segir góða tilraun og telur líka mjög gott ár í vændum. „Það er nýsprottin öilug neðanjarðarhreyf- ing í kvikmynda- gerð sem heitir Bíó Reykjavík. Hún stuðlar að fjölgun digitalmynda og heimildamynda og ég sé fyrir mér að þar verði gróskumikið starf í náinni framtíð. Þama eru ungir, fátækir kvik- myndagerðarmenn að gera góða hluti,“ segir hún. Hrönn Sveinsdóttir. Ómælt rusl firá Hollywood 2002 var frekar magurt bíóár, sér- staklega hvað varðar Hollywoodmynd- ir. Það ríkir einhver skelflleg bræla á miðunum. í svipinn man ég aðeins eft- ir einni mynd að vestan sem kom mér ánægjulega á óvart, Monster’s Ball. Erlend mynd ársins hlýtur að teljast Talaðu við hana eftir Pedro Almodov- ar, sem náði heljartökum á manni. Þá kom ítalska fyrir byijendur einnig skemmtilega á óvart. Myndir af þessu tagi getum við íslendingar gert vel ef við einbeitum okkur dálitið. Is- lensk mynd ársins er tvímælalaust heimildamyndin í skóm drekans eftir Hrönn og Áma Sveinsböm. Kvikmyndir eiga að sitja eftir í vitundinni, bæta einhverju við reynslu manns. Þessi gerði það og und- irstrikar þá athyglisveröu staðreynd að þessi misserin em það heimildamynd- imar sem standa upp úr í íslenskri kvikmyndagerð. -Gun Asgrímur Sverrisson. Aldrei jafn margar íslenskar kvikmyndir í bíó Frábært ár fyrir mig og mitt fólk DV-MYND HH arríkið var líka mikið fyrir austan og það gerði myndina sannferðugri. Myndin Hafið snerti ótvírætt við hinni íslensku þjóðarsál og nú er eftir að vita hvemig áhorfendur úti í hinum stóra heimi taka henni. Samkvæmt Baltasar ætti ekki að vera ýkja langt í viðbrögðin það- an. „Hafið verður fyrsta íslenska myndin sem fær almennilega dreifmgu í Bandaríkjunum," seg- hann. „Við byrjum með að fara með hana á kvikmynda- hátíð Roberts Redfords, Sundance, nú í janúar. Það er stærsta kvik- myndahátíð Banda- ríkjanna. Síðan er búið að tryggja dreifingu á henni i 30-40 löndum svo verður spennandi að fylgjast með.“ -Gun Hlemmur Ólafur Sveinsson fyrir framan frægustu strætóstoppistöðina. Hlemmur fjallaði um fólk á jaðri mannlífsins. Gæði þessara kvikmynda voru misjöfn. Þær heimildarkvikmyndir sem mesta athygli hafa fengið eru í skóm drekans og Hlemmur. Sú fyrr- nefnda var mikið í umræðunni þar sem sett var lögbann á hana sem síðar var fellt úr gildi. Fékk myndin uppreisn æru þegar hún fékk Edd- una sem besta heimildarmyndin. Hvað varðar myndina Hlemmur þá hefur hún vakið mikla athygli fyrir raunsæja lýsingu á fólki sem má sín minna, fólki sem leikstjóri myndar- innar, Ólafur Sveinsson, kynntist á Hlemmi. Vert er að geta einnar myndar sem stendur fyrir utan þá tvo flokka sem fjallað hefur verið um. Er það fyrsta íslenska tölvugerða teikni- Hafið Hefur fengiö mikið lof og góða aðsókn. myndin, Litla lirfan ljóta. Sú kvik- mynd, þó stutt væri, var mikið af- rek. Sjónvarpið sýndi á árinu fjöld- ann aUan af sjónvarpsmyndum og stóð sig nokkuð vel þegar á heildina er litið. Þessi sterki miðill má þó gera betur í að styrkja íslenska kvikmyndagerð. Kvikmyndahátíðir í ár var engin Kvikmyndahátíð í Reykjavík haldin og hefur lítiö ver- ið um skýringar á hvers vegna. Op- inbera skýringin er sú að of litlir peningar hafl verið til ráðstöfunar. Þetta er léttvæg skýring í ljósi þess að hægt hefur verið að halda þessa hátíð ineð sömu styrkveitingu og fór til hennar í ár. Umboðsaðilar kvikmynda hafa hlaupið undir bagga og hefur þetta fyrirkomulag tekist ágætlega þó alltaf megi deila um val mynda á hátíð sem þessa. Þá var hin árlega Stuttmyndahátíð hneyksli og víst er að hún verður ekki endurtekin með sömu menn við stjórnvölinn. Þá settu leiðinleg- an svip á kvikmyndaárið þau átök sem urðu um framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs. Það mál leystist farsællega. Með nýju ári taka gildi ný og breytt lög um Kvikmyndasjóð ís- lands. Sitt sýnist hverjum um ágæti reglugerðarinnar. Hafa mennta- málaráðuneytinu borist umsagnir frá kvikmyndagerðarmönnum með breytingartfllögum. Ljóst er þó að þessi nýja reglugerö tekur gildi og íslenskar kvikmyndir fara i breytt umhverfi hvað varðar úthlutun styrkja. - segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Hafsins Óhætt er að segja að kvikmyndin Hafið, i leikstjóm Baltasar Kor- máks; hafi slegið í gegn á árinu. Hún hlaut átta Edduverðlaun á haustdögum og verður framlag ís- lands til Óskarsverðlauna. Þrátt fyr- ir að vera ekki frumsýnd fyrr en í september er hún orðin tekjuhæsta mynd ársins í íslenskum kvik- myndahúsum og sú flórða tekju- hæsta frá upphafi. Toppar margar stórar Baltasar Kormákur er lika kampakátur þegar hann lítur til baka yflr líðandi ár og getur einnig horft bjartsýnn fram á veginn. „Þetta var frábært ár fyrir mig og mitt fólk,“ segir hann. „Haflð er stórmynd á íslenskan mælikvarða og nýjustu tölur frá Pricewaterhou- seóoopers sýna að hún hefur slegið öll met í aðsókn og tekjum. Svo er hún enn í sýningum þannig að hún er ekki búin. Þó var þetta erfitt ár í samkeppni því vinsælar myndir hafa verið í gangi eins og Lord of the Rings, Harry Potter og svo nú undir lok ársins sjálfur James Bond. Ég get ekki verið annað en stoltur af því að toppa allar þessar ágætu myndir." Kostaði blóð, svita og sót Baltasar er ekki bara leikstjóri myndarinnar heldur líka handrits- höfundur ásamt Ólafi Hauki Símon- arsyni. Hann hafði miklu mannvali á að skipa við gerð myndarinnar. Þó viðurkennir hann að tökumar hafi kostað blóð, svita og sót - en ekki tár nema þá er mönnum súrnaði í augum í brunanum á Neskaupstað sem sýndur er í myndinni og varð heldur stórkostlegri en upphaf- lega stóð til. Segja má að hvorutveggja komi við sögu, eldur og ís, því vetr- Varla hefur liðið sú vika á árinu að kvikmyndahús í Reykjavík hafi ekki boðið upp á íslenska kvikmynd og um tima voru sýndar þrjár í einu. Það má segja að bylting hafl orðið í sýningum á íslenskum kvik- myndum á síðustu tveimur árum. Þessa aukningu má þakka hinni handhægu digitalkvikmyndavél sem breytt hefur kvikmyndaum- hverfinu. AUir eru sammála um að gæðin séu alls ekki þau sömu og þegar notuð er mun dýrari aðferð, að kvikmynda á fllmu. Á móti kem- ur að þessi tækni hefur gert það að verkum að mun fleiri hafa getað gert kvikmynd þar sem frekar ódýrt er að gera mynd með þessari tækni. Þarna er komin upphafsleið fyrir metnaðargjamt ungt fólk sem ætlar að gera kvikmyndun að ævi- starfi, ungt fólk sem hefur hug- myndir og getu en ekki mikla pen- inga á milli handanna. Það er aftur á móti spurning hvort ofnotkun og oftrú á digitalvél- ina geri það að verkum að gæðin verði ekki í sama mæli og magnið. Allavega hefðu sumar kvikmyndir ársins, sem teknar voru með þessari tækni, þurft meiri undirbúning. Oft hentar sjónvarpið þeim betur. Sú freisting er þó skiljanleg að koma mynd á framfæri í kvikmyndahúsi. Sjónvarpsmyndir eru aldrei jafn mikið í umræöunni. Leiknar kvikmyndir Leiknar kvikmyndir hafa verið fleiri á einu ári en nú. Fjöldinn er samt mikill. Hafið ber höfuð og herðar yfir aðrar kvikmyndir. Myndin fékk einróma góða gagn- rýni og þegar þessi orð eru skrifuð eru áhorfendur komnir vel yfir fimmtiu þúsund. Hafið sópaði til sín Edduverðlaunum á glæsilegri Eddu- hátíð sem verður veglegri og betri með hverju árinu. Stórar kvikmyndir ársins voru allar frumsýndar frekar seint á ár- inu, ef undan er skilin hin lauflétta Regína sem kom öllum í gott skap. Var hún frumsýnd um síðustu ára- mót. Eftir nokkurt hlé hófst veislan með gamanmyndinni Maður eins og ég, sem Robert Douglas leikstýrði. Þetta er önnur kvikmynd hans. Náði hún ekki jafn miklum vinsæld- um og íslenski draumurinn fyrir tveimur árum. Húmorinn í mynd- inni var skemmtilegur og má segja að róið hafi verið á sömu mið í þeim efnum og í íslenska draumnum. Næsta stóra myndin var Hafið og ef einhver hefur efast um að íslend- ingar hafi ekki áhuga á íslenskum kvikmyndum þá afsannaðist það eft- irminnilega. Hafið fór mikla sigur- fór hér á landi og nú er að sjá á næsta ári hvemig henni vegnar í harðri samkeppni á erlendum vett- vangi. Nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Fálkar, kom í kjölfarið á Hafinu og olli hún nokkrum von- brigðum. Þegar þessar línur eru skrifaðar á að fara að frumsýna gamanmyndina Stella í framboði, sem er framhald geysivinsællar kvikmyndar, Stella í orlofi, sem gerð var 1986. Ef Stella er jafn fersk og hún var fyrir sextán árum má búast við miklum vinsældum. Þær kvikmyndir sem hér hafa verið taldar upp eru allar í dýrari kantinum. Vert er að minnast á eina leikna kvikmynd sem var mun ódýrari, Reykjavík Guesthouse, sem ungt fólk gerði af dugnaði og metn- aði. Þótt hún standist ekki saman- burð við það besta þá var um góða frumraun að ræða. Hiltnar Karlsson blaðamaður Heimildamyndaárið endurtekið í sams konar pistli í fyrra sagði ég árið 2001 hafa verið ár heimildar- kvikmynda. Segja má með sanni að það ár hafi verið endurtekið 2002. Hvorki meira né minna en átta heimildarkvikmyndir í fullri lengd voru frumsýndar í kvikmyndahús- um. Og þegar á heildina er litið þá sýna þær mikla grósku, frumleik og hæfileika ungs fólks sem hefur lagt fyrir sig kvikmyndagerð. Heimildarmyndir ársins eru jafn ólíkar og þær eru margar. í Eld- borginni var tekið á útihátíðum um verslunarmannahelgina, Varði Goes Europe var vegamynd um ís- lenskan götuleikara og raunir hans á erlendri grund. í Leitinni að Rajeev leitaði íslensk stúlka að æskuvini í Indlandi. í skóm drekans tók ung stúlka þátt í fegurðarsam- keppni, Pam og Noi og mennimir þeirra flallaði um tvo nýbúa hér á landi. Möguleikar og Hflóðlát sprenging voru um listmálara og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.