Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Page 31
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Helgorblciö JO’V 31 Af hverju lætur konan svona? FLEIRI TDMMUR FVRIR KRÓNUNA UNITED UTU3028 28" Nicam StEreó sjónvarp með textavarpi og 2 Scart tengjum. Nokkrar léttar leiðbeiningar um i/ölundarhús tíða- hrings kuenna. Tíðahringur konunnar er 28 dag- ar. Hormónar og boðefni eru öflug- ustu stjórntæki náttúrunnar sem hafa bæði áhrif á likama og sál. Skapferli kvenna breytist í takt við sveiflur í hormónabúskapnum og það getur verið skammt milli hjúf- urþarfar og morðæðis. Það getur því skipt sköpum í samskiptum kynjanna að karlmenn þekki á klukku tíðahringsins og viti hvers vegna konur eru eins og þær eru. Lítum aðeins nánar á málið. Dagar nr. 1-5 Við upphaf tíðahrings minnkar magn estrógen-hormóna i blóöinu. Á þessum tíma eru aðeins 2% lík- ur á að samfarir leiði til getnaðar. Þetta gætu verið góðar fréttir en eru það ekki því lágt estrógenmagn gerir að verkum að konan hefur lítinn áhuga á kynlífi. í hennar augum er karlmaðurinn húsgagn þessa daga. Skortur á estrógeni veldur einnig andvökum og eirðarleysi svo á þessum dögum eru konur sérlega afkastamiklar og áhuga- samar um húsverk. Dagar 6-9 Um þessar mundir líður kon- unni vel. Hún er í góðu jafnvægi og hormónar og boðefni eru í góðu jafnvægi. Nýjar hugmyndir eru vel þegnar og þeim er oft tekiö með stillingu og jafnaðargeði. Þetta gæti því verið góður timi til að koma á breytingum, lægja öldur og gera upp gömul ágreiningsefni. Kannski fær gamla hugmyndin um tveggja holu golfvöll í garðinum grænt ljós. Dagar 10-14 Nú fer að verða gaman því auk- ið magn andrógen-hormóna í blóði kvenna vekur með þeim heilbrigð- an og lifandi áhuga á kynlífi. Um þessar mundir þarf ekki að grenja út neitt með eftirgangsmunum heldur er konan alltaf til í tuskið og snarast úr naríunum af minnsta tilefni. Þetta eru því skemmtilegir en krefjandi dagar fyrir eiginmenn og elskhuga. Dagur 15 Þessi dagur er eiginlega há- punktur tíðahringsins. Hér eru mestar likur á getnaði og konan beinlínis óðfús til þess að lifa kyn- lífi. Það þarf ekki endilega að vera með eiginmanninum því rannsókn- ir sýna að á þessum stað í hringn- um eru konur líklegastar til að halda fram hjá. Rannsóknir i næt- urklúbbum sýna að á þessu skeiði klæðast konur flegnari og aðskorn- ari fötum en aðra daga. Ástæðan? Þær eru í veiðihug. Þess vegna er skynsamlegt að sleppa þeim ekki út af heimilinu heldur sinna af alúð því hlutverki sem náttúran ætlast til og gera daginn að degi kynlífs og losta. Dagur 16-23 Nú fer estrógen aftur minnkandi og dregur úr frjósemi. Af einhverj- um furðulegum ástæðum laðast konur að mjúkum kvenlegum mönnum á þessu skeiði. Það er vegna þess að hún er ekki lengur að leita að stórum og sterkum Iðnvarpsmiðstödin TÆKJflVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 Y'i"í[''M iWWT* Konur láta oft mjög undarlega og stnnd- uin er orsakanna að leita í tíðaliring þeirra og hormónasveiflum. manni heldur einhverjum sem sinnir heimilinu. Það getur því borgað sig að vera almennilegur og reyna að snúa mýkri hliðinni út. Nú er vinsælt að setja á sig svunt- una og muna eftir að vökva blómin og horfa með henni á Providence eða Friends í sjónvarpinu. Dagar 24-26 Estrógen minnkar enn en progesteron-hormón eykst í stað- inn. Á þessum dögum er skapferli kvenna afskaplega óstöðugt og get- ur blossað upp í ofsalegum bræði- köstum með engum fyrirvara. Kon- an er viðkvæm fyrir gagnrýni, uppstökk, grjátgjörn, úrill, áhuga- laus og hefur nagandi áhyggjur af útliti sínu. Þetta eru því góðir dag- ar til þess að fara út að skokka og brenna við það bæði hitaeiningum og fá útrás fyrir pirring og reiði. Á þessum tíma eru skynsamir eigin- menn undirgefnir og leiðitamir og forðast þrætur og uppistand þvi hjónabandið er jarðsprengjusvæði. Þetta er nefnilega sá tími tíða- hringsins sem hin illræmda fyrir- tíðaspenna nær hámarki sínu en fyrirtíðaspenna er nokkurs konar safnheiti yfir fjölda einkenna sem flest eru hættuleg. Það er á þessum tíma sem leirtauið getur flogið, hjónabönd rofna, það er grátið út af tómati sem datt í gólfið og það er á þessum tíma sem konur myrða eiginmenn sína. Förum varlega, bræður. Dagar 26-28 Þetta er tiltölulega hættulítill tími því fyrirtíðaspenna hverfur eða dregur úr henni. Enn dregur úr flæði hormóna því nú er hring- urinn við það að lokast og hefjast að nýju. Þetta getur leitt til löngun- ar í feitmeti og sætindi sem getur vissulega hresst upp á sálina en situr lengi á líkamanum. Það er því ekki ráðlegt að láta eftir þess- um löngunum. Eiginmaður sem vill vera góður við konu sína ætti því ekki að fara og sækja ís handa henni. Honum yrði eflaust kennt um að hafa látið hana borða sæt- indi sem gera hana svo feita. -PÁÁ iiSmáaugíýsingar Smáauglysingar ... . .cr*- f-yg-y.-,. ro mmi&m Svona lítur hún út Efþú vilt panta áskrift n Ef þú vilt litmynd Hér kemur< fyrirsögn Hér kemur texti i auglýsingarinnar Hér kemur •- mynd 'Efþú ert áskrifandi -jaaí' E Hérna velur þú flokk Öryggi I kortaviðskiptum Það er DV sönn ánægja að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á örugg kortaviðskipti. Þegar greitt er með greiðslukorti á vefsíðu DV eru númerið þitt og allar aðrar upplýsingar tryggðar með lykli frá VeriSign. MÍÉIMlHftlilÍWi111 'i1 Hér velur þú i birtingardaga Hér reiknar i þú út verðið o Hér gengur þú frá 1 kaupunum á öruggan hátt fvww.dv.is Þaðan er hægt að fara inn á smaauglysingar.is. Þar eru jólakveðjur sem hægt er að senda vinum og ættingjum. ° o°°° o° Á Aku reyri erum við að sjálfsögðu með smáauglýsingaþjónustu að Kaupvangsstiæti 1 og síminn þar er 462 5000. f Sími 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.