Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Page 32
4 Helqarblað H>"Vr LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 . Arið er næstum þvíliðið ískaut aldanna sem er nokkurs konar kjalta tímans. Lítum um öxl og skoðum lífið eins og það lítur út ef það er grænmetisalmanak. Nú man ég ekki lengur hvaða gáfumaður sagði að grunn- tónn tilverunnar væri meinlaust grin en víst hafði hann rétt fyrir sér. Það er eiginlega ekkert sem ekki má hafa í flimting- um í þessu lífi og sjaldan er minni ástæða til þess að vera al- varlegur en kringum áramót. Það eru margar aðferðir til þess að líta um öxl (fyrir utan að snúa höfðinu) og meta árið sem nú er eiginlega alveg lið- ið í aldanna skaut. Við ákváðum að líta yfir áriö eins og nokkurs konar grænmetisalmanak sem er alveg ágæt hug- mynd. Að vísu slæðast með nokkur atriði sem eru eiginlega ekki grænmeti en þau eru þá alla vega eitthvað sem má borða eða drekka. Tómatur ársins Tómatur ársins er tvímælalaust Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem var í fyrsta lagi alltaf eldrauður eftir tjölmörg axarsköft í starfl en í öðru lagi var honum hent í trýnið á Vilhjálmi Egilssyni í próf- kjöri sjálfstæðismanna í norðvesturkjör- dæminu. Villi var ekki kátur. Kjúklingur ársins Mandarína ársins Mandarína ársins er auðvitað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Mandarínan er nefnilega alltaf tek- in fram á aðventunni og ilmar svo ógurlega fint að hennar angan fær enginn staðist. Þannig fór og með Ingibjörgu að kosningailmurinn bar hana ofurliði. En verður hún étin? Þorsltur ársins Þorskur ársins var Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Það er ekki nóg með að hann hafi þennan fisk gersamlega á heilanum heldur var hann eins og þorskur á þurru landi þegar hann var dæmd- ur fyrir meiðyrði um manninn sem sagði að fiski væri hent. Kartafla ársins Kartafla ársins er Bjöm Bjarna- son, flokksmenn Sjálfstæðisflokks- ins fengu hann í skóinn í vor þegar kosið var til borgarstjórnar. Þeir héldu að þeir hefðu verið þægir en það var öðru nær. Paprika ársins Paprika ársins er líklega Guðni Ágústsson. Hann er framandi ávöxtur í kæliborði stjórnmálanna sem nýtur þó mikilla vinsælda. Hann skiptir auðveldlega litum og er dálítið undarlegur í laginu. Haustlaukar ársins Haustlaukar ársins eru Vil- hjálmur Egils- son, Kristján Pálsson, Sigríður Jóhannesdóttir og Karl V. Matth- íasson. Þau voru öll grafin niður í prófkjörum eða uppstillingum en það er aldrei að vita nema þau komi aftur upp í vor eins og haustlaukar og þá væntanlega eins og túlípanar. Grindhvalur ársins Kggpa Kjúklingur ársins var óumdeilt Vil- I hjálmur Egilsson. í fyrsta lagi minnti hann Tm ótrúlega mikið á kjúkling þegar hann var í Á| að skæla út af úrslitum próíkjörsins í fjöl- miðlum en svo var það líka samdóma álit ; manna að hann bæri að taka af markaði | eins og hvern annan kamfýlóbakt- erkjúkling. Óhæfur til manneldis. Gúrka ársins Gúrka ársins er kvikmyndin Fálkar eftir Friðrik Þór. Löng og rýr og óttalegt vatnsbragð af henni. Hún náði ekki miklum vinsældum. Grindhvalur ársins er Geirmund- ur Valtýsson en geisladiskur hans sem heitir því ótrúlega nafni: Alltaf eitthvað nýtt, nýtur óvæntra vin- sælda í Færeyjum þar sem hann hefur gengið á land eins og hver annar grindhvalur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.