Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Síða 33
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Helqctrblaö JÖ'V" ■ frnmflifnh 709 J^ÍÍflllSIÍP Njóli ársins Njóli ársins var Jón Ólafsson fjöl- miölamógúll og stórathafnamaður. Það gekk maður undir manns hönd við að reyna að útrýma honum úr jurtagarði viðskiptalífsins en hann reyndist seigari en ætla mætti og öll hans fyrirtæki tóra enn að nafn- inu til. Pylsa ársins Pylsa ársins var Húmanistaflokk- urinn. Hann var meö öllu enda bú- inn til úr samansöfnuðum afgöng- um viðurkenndra fæðutegunda. Biðukolla ársins Biðukolla ársins er auðvitað Jó- hanna Sigurðardóttir. Það héldu allir að hennar tími væri liðinn en hún blómgaðist á ný í prófkjöri Samfylkingarinnar. Storkur ársins Storkur ársins er Odd Nerdrum, norskur myndlistarmaður sem flaug hingað og settist að í stað þess að fara aftur. Odd hefur einnig mál- að mjög storkandi myndir af sér nöktum Berjalyng ársins Berjalyng ársins er Halldór Ás- grímsson. Berjalyngið hefur árum saman vaxið í sólríkum skógarlund- um á Austfjörðum en hefur nú ver- ið flutt og gróðursett í bakgarði í vesturbænum. Hvernig mun því reiða af? Kúrbítur ársins Kúrbítur ársins var áreiðanlega Ólafur Magnússon. Hann var und- arlegur ávöxtur á sérstöku tilboði í borgarstjórnarkosningunum. Það vildi eiginlega enginn kaupa hann þvi það kann enginn að elda kúrbít en þegar við komum heim var hann í innkaupapokanum. Piparávöxtur ársins Piparávöxtur ársins var Mikael Torfason. Hann er fallegur á litinn en afar sterkur á bragðið og er auk þess innfluttur frá ESB-landi. Skata ársins Skata ársins er Sverrir Storm- sker. Þótt hann væri eldaður í hverri viku í sjónvarpinu er lyktin alltof sterk til að nokkur hafi í rauninni lyst á honum nema í mesta lagi einu sinni á ári. Búri ársins Búri ársins er Björk Guðmunds- dóttir söngkona. Þetta er furðufisk- ur sem lifir góðu lífi hér við land en engum hafði nokkurn tímann dottið í hug að borða. Þegar útlendingar fóru að sækjast eftir honum hækk- aði verð hans mjög. Keikó ársins Keikó ársins er Ástþór Magnús- son. Við vildum gjarnan gefa hon- um frelsi en hann sækir stöðugt í fé- lagsskap mannsins og við losnum ekki við hann. Appelsína ársins Appelsína ársins er Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra. Appel- sína er ábúðarmikill ávöxtur og kjötmikill sem mörgum finnst frek- ar súr. En appelsínan er í rauninni holl og full af vítamínum. Það er ég viss um. Stofublóm ársins Stofublóm ársins er Gísli Mart- einn sjónvarpsstjárna. Hann er svo mikið krútt að við viljum öll hann. Munió svo hann fái sól. Banani ársins Banani ársins er Þorfinnur Ómarsson. Menntamálaráðherra hélt hann væri skemmdur og ætlaði að henda honum en steig á hýðið og var nærri dottinn. Rabarbari ársins Rabarbari ársins er Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann lítur út eins og hálfgert illgresi en er raunar vel ætur. Hann vex af sjálfsdáðum og kæfir annan gróður í kálgarðinum. Laufabrauð ársins Laufabrauð ársins er Steingrímur J. Sigfússon. Laufabrauðið er þjóð- legt og kemur að norðan en það er næringarlítið og eiginlega meira til skrauts en neyslu. Það dugar samt ágætlega með hangikjöti. Rúsína ársins Rúsina ársins er Eyþór Arnalds. Rúsína byrjar feril sinn sem feitt og bústið vínber en skreppur svo sam- an og verður að litlu og krúttlegu góðgæti sem allir vilja borða. Epli ársins Epli ársins er Margrét Sverris- dóttir varaþingmaður Frjálslynda flokksins en eins og kunnugt er fell- ur eplið aldrei langt frá eikinni. Jólaepli ársins Jólaepli ársins er Össur Skarp- héðinsson. Epli voru hátíðarávöxtur en mandarínan hefur leyst þau af hólmi og þau eru ósköp hversdags- leg. Tré ársins var Bogi Þór Sig- uroddsson. Tréð óx í skjóli undir vegg Húsasmiðjunnar en svo var það einn daginn slitið upp og kurlað í smátt. Tré ársins Kókoshneta ársins Kókoshneta ársins er Davið Odds- son. Það er vont ef hnetan dettur leiftursnöggt í hausinn á manni en þegar maður kemst inn úr hrjúfu og hörðu ytra byrði hennar er hún bæði gómsæt og næringarrík. Snarrótarpuntur ársins Snarrrótarpuntur ársins var Kári Stefánsson. Punturinn er hávaxinn og harðgerður. Það er ekki amast við honum á víðavangi eins og í Vatnsmýrinni en það vill enginn leyfa honum að vaxa í garðinum hjá sér. -PÁÁ/sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.