Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 1
frjálst, úháð dagblað 2. ÁR(i. — MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1976 — 92. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. •^■Klipping Vírarnir liggja í sjó, eins og greinilega sést, og brezki land- helgisbrjóturinn virðist bakka. Þessa mynd tók Richard L. Agnarsson um borð í varðskipinu Tý andartaki áður en klippt var á víra brezka togarans Ross Canaveral á laugardaginn. — DB- myndir RichardL. Agnarsson. Engin smáræðisgöt eru á stefni brezku freigátunnar Naiad eftir ásiglingu hennar á Tý á laugar- daginn. Myndin er tekin nokkrum sekúndum eftir ásiglinguna. Gat er fyrir ofan dökku línuna og annað fyrir neðan, það er að segja fyrir neðan sjólínu. — Ljósm. Richard L. Agnarsson. Guðmundur Kjærnested skip- herra skoðar skemmdirnar á Tý er komið var til Seyðisfjarðar. ^ Landhelgin: GJORBREYTT VIÐHORF Annasamt var á miðunum í gær og öll viðhorf hafa gjör- breytzt eftir að Bretar hafa breytt verndaraðferðum sínum. Það er nú fylgja freigáturnar varðskipunum eftir eins og skugginn og tilkynna allar hreyfingar varðskipanna. Þannig hefur, að minnsta kosti um sinn, hlutverk freigátanna breytzt úr beinum verndarað- gerðum í upplýsingamiðlun. Togararnir veiða ekki lengur í hópum, heldur dreifa þeir sér — í gær voru þeir að veiðum allt norður af Langanesi og vestur á Síðugrunn undan suðurströndínni. Allur varðskipsflotinn hafði í nógu að snúast og Þór tókst að skera á annan togvír Fleet- woodtogarans Irvana, FD 141 þrátt fyrir að dráttarbáturinn Euroman reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir það. Þetta var 35 mílur suður af Hvalbak. Varðskipið Ver er nú komið í gagnið og í gær kom Ver að 3 brezkum togurum á Síðugrunni að veiðum. Ver rak togarana austur á bóginn. Eins voru varðskipin Ægir, Óðinn og Baldur virk við gæzlu en Týr var inni á Seyðisfirði þar sem fram fór viðgerð á skipinu eftir áreksturinn við Naiad. Brezkum togurum hefur fæk’kað undanfarið. Nú eru þeir 26 og þeim til aðstoðar 10 verndarskip. h.halls. Glœpamálin: Er þriðja likið falið í Kúagerði? — Sjá baksiðu Flugmenn Vœngja stofna nýtt flugfélag Sjá bls. 8 Borgarfjarðar- brúin smíðuð — en engir peningar - Sjá bls. 4 Pétur K. yfirgefur Paradís! — Popp á bls. 14 Sagt frá einu elzta trygg- ingarfélagi landsins - Sjá útvarp bls. 22-23 Þýzku samningarnir Tœkifœri látið ónotað Tækifærið til að hætta fram- kvæmd samningsins við Vestur- Þjóðverja verður ekki notað að sinni. Fimm mánuðir hefðu verið liðnir i dag frá gerð samningsins, og hefði þá mátt hætta framkvæmd hans, þar sem Islendingar hafa ekki fengið tollfríðindi hjá Efna- hagsbandalaginu. áf ram í framkvœmd Forsætisráðherra lýsti yfir í gær, að ríkisstjórnin mundi ekki gera annað sem stendur en biðja V-Þjóðverja um greinar- gerð um, hvað þeir hafi gert til að reyna að fá þessi tollfríöindi fram. Beðið yrði i að minnsta kosti „nokkrar vikur”. Ríkis- stjórnin segir, að Vestur- Þjóðverjar hafi að undanförnu beitt þrýstingi í þessa átt innan bandalagsins. Tollfríðindi fyrir sjávar- afurðir. sem íslendingar og Efnahagsbandalagið höfðu samið um, hafa ekki komið til framkvæmda. Bandalagið hefur hvað eftir annað frestað þeim, þar sem íslendingar hafa staðið í landhelgisdeilu við ríki í bandalaginu. Við samnings- gerðina við Vestur-Þjóðverja fyrir fimm mánuðum lögðu Islendingar áherzlu á, að þessi tollfrlðindi fengjust nú fram. Það hefur strandað á andstöðu Breta, sem eru í bandalaginu. -HH. Mokfiskuðu ó alfriðaða svœðinu u „ — bls. 9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.