Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 24
Ansjósuveiðum við Perú haett i bili: Hefur ekki mikið að segia" — segir Sveinn Benediktsson Ansjósuveiðum við Norður- Perú hefur nú verið hætt i bili a.m.k., en heildarmagn sem veiðzt hefur til þessa er um ein milljón tonna. Það svarar um 240—250 þúsund tonnum af mjöli og um 24 þúsund tonnum af lýsi. „Þetta hefur ekki mikil áhrif á verð okkar framleiðslu,” sagði Sveinn Benediktsson framkvæmdastjóri í viðtali við Dagblaðið. „Mikið framboð er af alls kyns öðru fóðri, eins og t.d. maís og sojabaunum, en því er ekki að neita að þetta mun styrkja verðið eitthvað.” Sagði Sveinn ennfremur að þetta magn Perúmanna af mjöli myndi að öllum líkindum ekki fara allt á markað erlendis, þar eð þeir hefðu mikil not fyrir það heima fvrir. —HP A Sögu i morgun. F.v. Císli Pálsson. Kristófer Kristjánsson og Stefán Jónsson. >lyn<l: It.jiirgvin. Böðunarmálin á Löngumýri: „Teljum Löngumýrar- f éð sýkt f járkláða — segir sérstök nefnd bœnda, en maur fannst á fé hans sl. haust Að okkar áliti er fé Björns á Löngumýri sýkt. Það er staðfest af dýralækni að kláðamaur fannst á kind frá honum í sláturhúsinu á Blönduósi sl. haust, og síðan hefur hann neitað að láta skoða féð og einnig að tvíbaða, sögðu þrír fulltrúar bænda í Húnavants- sýslu, er DB ræddi við þá í morgun skömmu áður en þeir héldu á fund landbúnaðarráð- herra og ef til vill fleiri ráðherra. Þeir eru Gísli Pálsson oddviti, Hofi, Kristófer Kristjánsson búnaðarfélagsformaður. Köldu- kinn, og Stefán Jónsson hrepp- stjóri, Kagaðarhóli. Að sögn nefndarmann er hér í raun og veru um að ræða hvort fjárkláði á óhindrað að fá að breiðast út eða ekki, því standi Björn á neitun sinni, er samstaða um útrýmingarböðun þar með hrunin, jafnvel víðar um landið. Þeir vildu leiðrétta þann misskilning að deila þessi stæði milli sýslumanns og Björns, bændur allir á svæðinu vildu að Björn baðaði enda er það stór- hagsmunamál fyrir þá. Allt að 60 þúsund fjár er á umræddu svæði og kostar a.m.k. sex þúsund vinnustundir að baða það allt, auk efniskostnaðar og fleiri liða. Nefndarmenn hyggjast nú reyna til þrautar að fa yfirvöld til að beita sér fyrir böðun fjár Björns, með góðu eða með vald böðun. Þess má að lokum geta að dómsmálaráðuneytinu barst í gær skeyti frá félagi dýralækna þar sem þeir krefjast að böðunin nái fram að ganga, en Björn hefur þrisvar áður neitað að baða, en alltáf fallizt á það um siðir. -G.S. frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUK 28. APRÍL 1976. ENN EITT MÓTOR- HJÓLASLYSIÐ — ökumoður hjólsins i slysadeild Enn eitt mótorhjólaslysið varð um hálftíuleytið í gær- kvöld inni i Kleppsholti. Jeppa- bifreið, sem kom akandi austur Holtaveg og hugðist beygja inn í Skipasundið, svínaði fyrir mótorhjólið með þeim afleiðingum, að það skall utan í hlið bílsins og kastaðist síðan á annan bíl, kyrrstæðan. Ökumaður mótorhjólsins, 17 ára gamall, var fluttur í Slysa- deild, þar eð hann kvartaði yfir eymslum í mjöðm og baki. Talsverðar skemmdir urðu á hjólinu. einnig sá nokkuð á hægri hlið jeppans. —AT Mótorhjólið skemmdist nokkuð, og einnig sá á jeppanum. Ljósm. Sveinn Þormóðsson. Banamenn Guðmundar Einarssonar: í SÍÐARIFERÐINNIVORU BÖGGLARNIR TVEIR - MISSTÓRIR Við yfirheyrslur yfir bana- mönnum Guðmundar Einars- sonar og Albert Skaftasyni, sem ók líki hans suður fyrir Hafnarfjörð í janúar 1974, kom fram að haustið 1974 var Albert fenginn til að fara aðra ferð rneð þrentenningana frá húsi einu í Hafnarfirði, eins og fram hefur komið í DB. t þetta skipti var farið nokkru lengra suður óftir. Flutningurinn i þessari ferð, samkvæmt framburði Alberts, voru tveir böggl- ar, annar smærri en hinn. Þremenningai iiu — Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Tryggvi Rúnar Leifsson — sögðu Albert að þeir væru með lík, og skyldi hann sjálfur fara sömu leið, ef hann ekki héldi sér saman um flutninginn. Ökumaðurinn telur að þetta hafi verið um miðjan september, en hann útilokar ekki þann möguleika að sig kunni að misminna um tíma- setninguna. Rannsóknarlög- reglan mun vera þeirrar skoðunar að þessi ferð hafi getað verið farin hvenær sem er þetta haust. allt frá ágústlokum og fram i desem- ber. Þessi ferð var farin um miðja nótt Eins og áður hringdu þremenningarnir í Albert heim til hans og fengu hann til að aka sér. Farið var frá því sama húsi í Hafnarfirði, þar sem Guömundur Einarsson lét lífiö, en þegar siðari ferðin var farin var Sævar Ciesielski fluttur þaðan. Þremenningarnir munu hafa staðfest frásögn Alberts um þessa næturferð. en fátt eitt mun hafa komið fram um innihald pokanna. Rannsóknar- lögreglan hefur ekki viljað staðfesta þessar upplýsingar DB. frekar en aðrar, sem siðar hafa þó verið staðfestar. -Ó 4W Kristjón Pétursson, deildurstjóri kœrður — sakaður um að hafa farið út ffyrlr starfssvið sitt Kristján Pétursson, deildarstjóri tollgæzlunnar á Keflavíkurflugvelli, hefur nú verið kærður til Varnar- máladeildar utanríkisráðu- ne.vtisins. Er honum gefið að sök að hafa farið verulega út fyrir starfssvið sitt, meðal annars vegna afskipta af máli, sem ekki heyrði undir hann að fjalla um. Er krafizt rannsóknar á þessum sakar- giftum og þess að ráðstafan- ir verði geróar í samræmi við niðurstöður hennar, sem og viðurlögum við broti í starfi. Samkvæmt heimildum, sem blaðið telur traustar. á framangreind kæra rætur I afskiptum Kristjáns Péturs- sonar af málum tveggja varnarliðsmanna, sem talið er.að gerzt hafi brotlegir við íslenzk lög. Hafi þó aðgerðir deildarstjóra tollgæzlunnar ekki verið í neinu samræmi við eðli brotsins, enda hafi hann með þeim ekki skilið réttilega á milli hlutverks tollgæzlu og lögreglu. Hafi hann þannig gengið langt út fyrir sitt starfssvið. Hafi þó mátt ráða af aðferð hans, að Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, væri að minnsta kosti vitundarmaður um starfsaðferðir Kristjáns og þeim samþykkur. Eftir því sem næst verður komizt varðar þetta bæði handtöku og aðferðir við yfirheyrslur. Er rannsókn málsins á frum- stigi. -BS- Veíði þorskinn við ísland — segi hann veiddan á Fœreyjabanka sagði þýzkur togaraskipstjóri og gerði grin að samningi fslendinga og V-Þjóðverja V-þýzkir togarar voru á frið- aða svæðinu út af Berufjarðar- ál þegar þeir fengu vitneskju um það i talstöðina frá eftirlits- skipi að varðskip nálgaðist. Reyndar voru þeir svo nákvæmir. að þegar varðskip átti 14 mílur ófarnar að svæð- inu þá voru þeir látnir vita og þeir hífðu og forðuðu sér,” sagði Alfreð Steinar Rafnsson, stýrimaður á Ljósafossi í viðtali við DB í gær. en Alfreð talar þýzku vel og skilur því hvað Þjóðverjum fer á milli. „Með þessu,” héit Alfreð áfram, „nedda þeir sólarhringn- um því mokfiskur er á svæðinu. Þetta atvik á aðfaranótt föstu- dagsins var ekki það fyrsta. — Annars heyrði ég í tal- stöðinni fyrr í vetur að skip- stjórinn á v-þýzka togaranum Berlin var að gera grín að samningunum milli íslendinga og Þjóðverja. Hann var þá að ræða við annan togaraskip- stjóra og sagði að það væri ekkert vandamál að fóðra þorsk aflann. Það væri afskaplega einfalt — hann veiddi þorsk- inn á íslandsmiðum og segði er heim kæmi, að hann hefði komið við á Færeyjabanka og veitt þorskinn þar. Tölur Fiskifélagsins um þorskafla V-Þjóðverja á ís- landsmiðum gæfu alls enga hugmynd um afla þeirra I raun- veruleikanum — það er aðeins lítill hluti. Því er samningurinn við V-Þjóðverja í reynd skrípa- leikur. h.halls. Sjó bls. 9 Skeyti til DB Skipstjórar á Austurlandi sendu Dagblaðinu eftirfar- andi skeyti í morgun: Við skipstjórar á undirrituðum skipum lýsum fullum stuðn- ingi við aðgerðir starfs- manna strandstöðva um af- greiðslubann á brezk skip á meðan á þorskastríði stendur. Ljósafell, Hólma- nes, Barði, Skinne.v, Hval- bakur. Brettingur, Bjartur, Rauðinúpur, Björgvin og Vestmannaey. —G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.