Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDACUK 2K. APRÍL 1976. — og Dínamít líka, því Pétur kafteinn og Nikulás Róbertsson hafa skipzt á hljómsveitum Nikulás Róbertsson, píanóleikari Dínamíts og þar áður Daggar, hefur tekið sœti Péturs „kafteins” Kristjáns- sonar í Paradís. Þetta var afráðið á mánudagsmorgun- inn, en síðar þann sama dag var ákveðið, að kafteinn- inn fœri í Dínamít í stað Nikulásar, þannig að hér hafa í rauninni verið höfð mannaskipti. Brottför Péturs úr Paradís bar mjög brátt að en hún er ekki sögö standa i neinu sambandi við nýlegar getgátur manna — m.a. í Dagblaðinu — um að hann væri að fara úr hljómsveitinni. Ekki einu sinni í einkasamtölum hafa „Paradísarfuglarnir” viljað viður- kenna, að brottför Péturs kaft- eins hafi þá komið til umræðu, þannig að ef til vill má rekja upphafið til þeirra umræðna, sem visað var til á þessari síðu Dag- blaðsins. Við hittum þrjá félaganna úr Paradís aö máli á mánudags- kvöldið að aflokinni myndatöku og spurðumst nánar fyrir um ástæðurnar fyrir þessum manna- breytingum. ,,Ætli megi ekki segja það, að við höfum allir — bæði kafteinn- inn og við hinir — gert okkur grein f.vrir því á svipuðum tíma, aö bezt væri að leiðir skildu," sagöi Gunnar Hermannsson bassaleikari. ,,Þetta er allt gert í hinu mesta hróðerni og engin ill- indi þarna á bak við.” Þeir Björgvin Gíslason og Pétur W. Kristjánsson söngvari tóku undir þessi orð. ..Aðdragand- inn hefur ekki verið langur og þess vegna gerum við okkur vonir um að þetta geti gengið rólega fyrir sig og við getum farið að vinna strax aftur, enda eigum við stórt verkefni f.vrir höndum. heila breiðplötu,” sögðu þeir. Frá því að hljómsveitin Paradís var stofnuð fyrir um það bil ell- efu mánuðum síðan hafa manna- breytingar þar verið nokkuð tíðar. Fvrst gerðist það að Pétur Hjaltested orgelleikari gekk í hljómsveitina eftir að hafa aðstoðað við gerð tveggja laga plötunnar „Superman"/„Just Half Of You," en síðara lagið var einmitt eftir Pétur kaftein. Um áramót gengu svo þeir Björgvin Gíslason og Ásgeir Óskarsson í Paradís úr Pelican og nú, fjórum mánuðum síðar, kemur Nikulás Róbertsson í stað Péturs kafteins. Þessar tíðu mannabreytingar hljóta að vekja upp spurninguna um hvort ekki sé full harkalega að farið og hvort hljómsveitin gefi sér nægan tíma til að ná saman í þá tónlistarlegu einingu. sem að er stefnt. Til þessa hafa nefndar bre.vt- ingar aðeins haft jákvæð áhrif á hljómsveitina. Hún hefur stöðugt farið batnandi og ástæðulaust er að efast um annað en svo verði . þegar Nikulás gcngur í sina paradís. Hann er sann- reyndur hinn ágætasti píanó- leikari, raunar menntaður einnig LÁGLAUNAÐUR TROMMULEIKARI Flestir skyldu ætla að þegar hljómsveitin Who fer í þriggja vikna hljómleikaferðalag um Bretland þá komi meðlimir hennar út með topptekjur. Svo var líka með þrjá af þeim félögum, en sá fjórði, Keith Moon, fékk aðeins 47 pund og 35 pens fyrir sína vinnu. Þessi upphæð myndi samsvara um 16.000 krónum íslenzkum. Og ástæðan: Jú, af 100.000 punda brúttó- tekjum Moons fór svo til allt í að greiða kostnað og skemmdir, sem hann varð sér úti um í Englandi. Til dæmis lagði hann hótelíbúð svo gjörsamlega í rúst, að það kostaði 1.000 pund að koma henni í samt lag aftur. „Eg hélt stórkostlegt partí i þessari íbúð,” sagði Keith Moon „Það stóð í tólf daga, og auðvitað lætur ýmislegt á sjá á svo löngum tíma.” Talsmaður hótelsins hafði þetta um málið að segja: „Þessum manni gleymi ég og annað starfslið hótelsins aldrei. Því miður þá getum við aldrei leyft honum að stiga inn fyrir dyr hótelsins aftur.” Af öðrum útgjaldaliöum Keith Moon i Englandi má nefna að á meðan ferðin stóð hafði hann ávallt tvær Rolls Royee-bifreiðir til taks hvenær sólarhringsins sem var. Einnig réð hann sér einkaþjón og herbergisþernu. Er Who léku í Appolo leik- húsinu í Glasgow tókst Moon að leggja í rúst búningsherbergið sem hann fékk til afnota. Hann læstist inni í klæðaskáp og braut sér að sjálfsögðu leið út úr honum. Hvað hafði svo Keith Moon að segja um hungurlúsina, sem hann fékk greidda fyrir hljómleika- ferðina: ,,Eg hélt að umboðsmaðurinn væri að grínast þegar hann rétti mér ávisunina. Svo rétti hann mér reikningana og ég gat ekki stillt mig um að veltast um af hlátri.” — \T— á ýmis blásturshljóðfæri, og á dágott safn frumsaminna laga i pokahorninu. Það gæti komið sér prýðilega fyrir Paradís, sem hyggst halda ut*n til að hljóðrita f.vrstu breið- plötu sina i næsta mánuði, en mestan hluta hennar ætla þeir félagar að hafa „heimasmiðaðan” að öllu le.vti. Dagblaðinu tókst ekki að ná sambandi við Pétur kaftein áður en blaðið fór í prentun og verður þá sjónarmið hans í þessu máli að bíða næstu poppsíðu. ÓV NIKKI R0BERTS Með 11 ár að baki Nikulás Róbertsson er 22ja ára gamall Vopnfirðingur. Hann hóf að leika í hljóm- sveitum 11 ára gamall og hélt sig við dreifbýlishljómsveitir til ársins 1973 er hann stofnaði hljómsveitina Dögg ásamt nokkrum öðrum. í Dögg lék hann þar til seint á síðasta ári, er hann gekk í Dínamít. Það er skemmtilegt til þess að vita að er Pétur Kristjáns- son stofnaói Paradís í júni i fyrra bauð hann Nikulási ein- mitt hljómborðsleikarastöðuna í hfjómsveitinni. Nikulás þáði hana ekki, þar eð hann vildi ekki evðileggja samheldni Daggar, sem margir töldu að ætti framtíðina fyr«r sér með þáverandi liðsskipan. Nú er Nikulás Róbertsson, sveitapilturinn f.vrrverandi. sem sagt kominn í fremstu línu islenzkra tónlistarmanna. Dag- blaðið óskar honum til hantingju með það og vonar að hann eigi eftir að vera þar lengi. — Hann á það betur skilið en margir aðrir. —at— NIKULÁS RÓBERTSSON. A betur skilið en margir aðrir að vera kominn í fremstu víglínu íslenzkra tónlistarmanna. DB-mynd: Björgvin Pólsson ■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.