Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 12
íþróttir nAiiRLAÐJJJ. M i{J V.lKL' 1JA(iL'K ‘>H (M‘Ktl, ISTfi, róttir Beiti ekki býflugudansi á Jimmy Young — segir Muhammad Ali — Það kann art vera að Jimmy Youiik vinni eina eða tvær lotur. en eftir þú fimmtu mun ég fara að herja á honum — punpa hann út, sagði Muhammad Ali í æfingahúðúm sínum í Landover i Mar.vland nýlega. Á föstu- dag — aðfaranótt laugardags eftir ís- lenzkum (íma — mun hann verja heimsmeistaratitil sinn í þungavigt- inni gegn Young,.sem er skráður þriðji í röðinni áskorenda Alis. En þó Jimmv Young sé þetta hátt skráður og talinn harðskeyttur hoxari er greinilegt að Ali lítur á leikinn við hann sem hvert annað formsatriði því hann hefur þegar undirritað samning um keppni við Evrópumeistarann enska, Hichard Dunn frá Bradford, hinn 25. maí í Miinchcn. Síðan mun hann mæta japanska glímumanninum Antonio Inoki í júní. Ali hefur æft vel, en sagði: Ég mun ekki beita býflugudansinum á Jimmy Young — og hann gæti unnið lotu eða tvær I byrjun. En eftir þá fimmtu fer ég að berja á honum. Það verður áætlun mín í fyrstu fjór-' um — fimm lotunum að reyna að vinna inn stig — og hefta högg hans. Ekki ofreyna mig. Joe Frazier hefði sigrað mig ef ég hefði dansað gegn honum — en ég lét hann bara þreyta sig sjálfan. Foreman gegn Frazier í júní F.vrrum heimsmeistarar í þungavigt í hnefaleikum, Joe Frazier og George Foreman, hafa undirritað samning um keppni hinn 12. júní næstkomandi — og kapparnir frægu munu berja á hvorum öðrum í Nassau Coliseum í Lniondale í New York. í blaðamannafundi í New York í gær sagði Jerry Perenchio, '5010 stendur fyrir Iciknum, að hnefaleikamennirnir fái milljón dollara hvor í hlut fyrir keppnina — og 35% að auki ef tekjur verða meiri en 4.25 milljónir dollara. Lpphaflega átti keppnin að vera á Yankee-Stadium i New York, en horfið frá því, þar sem eigendur óttuðust að áhorfendur mundu' skennna nýlagt grasteppi vallarins. George Foreman vann heims- meistaratitilinn frá Joe Frazier 1973, þegar hann rotaði Joe í annarri lotu í Kingston á Jamaíka. I Zaire 1974 vann Muhammad Ali svo heimsmeistara- titilinn frá Foreman. Keppni þeirra Frazier og Foreman verður sjónvarpað á lokuðum rásum í Bandaríkjunum og sextíu öðrum löndum. Leikurinn verður 12 lotur, þó liklegt sé að þessir miklu rotarar hafi komið öðrum hvorum í gólfið áður en þeirri 12. lýkur. knattspyrnu- og œfingaskór Mjög hagstœtt verð Kristján Þorsteinsson, formaður Skíðadeildar Hrannar, afhendir verðlaun eftir mótið. Ljósm. Guðm. Gunnarsson. 10 km skíðaganga hjá Hrönn í Skálafellinu íþróttir Fyrsta innanfélagsmót Hrann- ar í skíðagöngu fór fram í Skála- felli á laugardaginn. Keppt var í 10 km göngu. Sigurvegari varð Jóhann R. Jakobsson. Röðin varð annars þessi á sex fyrstu kepp- endunum: mín. 1. Jóhann R. Jakobsson 26.05 2. Valur Valdimarsson 27.01 3. Sigurjön Hallgrimsson 28.26 (Sigurjón keppti sem gestur) 4. Hermann (iuðbjörnsson 28.41 5. Birgir Sigurjónsson 29.37 6. Guðmundur Gunnarsson 29.48 Sigurmarkið á markamínúlu! — Þegar Ármann sigraði Þrótt 2-1 í gœrkvöld í Reykjavíkurmótinu og skildi KR eftir á botninum Ármann úr 2. deild sigraði nýliða 1. deildar, Þrótt, 2—1 í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöld. Sætur sigur fyrir Ármann eftir tvö slæm töp í byrjun móts — að sama skapi áfall fyrir Þrótt, en liðið lék í gærkvöld eins og tæþlega mið- lungs 2. deildar lið. Slík frammi- staða færir hinum ungu Þróttur- um ekki mörg stig í hinni hörðu baráttu 1. deildar í sumar. Þrótt- arar eru nýkomnir úr keppnis- ferðalagi um Skotland — komu um heigina. Ef til vill situr ferðin enn í leikmönnum. ÁUt um það — ekki var hægt að þekkja liðið fyrir hið sama og sigraði Val 1—9 í öðrurn leik liðsins i mótinu. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn — leikurinn var þófkenndur en þrátt fyrir það var það Þróttur sem náði forystu með fallegu marki skömmu fyrir hálfleik. Tekin var hornspyrna, gefið vel fyrir og Jóhann Hergeirsson skallaði boltann i netið — sann- kallaðan þrumuskalla Staðan i hálfleik 1—0 Þrótti í vil. En Ármenningar létu mót- lætið ekki á sig fá og tóku leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik jafnaði Ármann — Birgir Einarsson (áður IBK og Val) var þar að verki — eftir mistök markvarðar Þróttar. Ármenningar pressuðu og sigurmarkið lá í loftinu. Þeir skoruðu mark beint úr horn- spyrnu — verulega fallegt mark en það var dæmt af vegna þess að dómarinn taldi markvörð Þróttar hafa verið hindraðan. Ármenningar Iétu mótlætið ekki á sig fá — á 43. mínútu skoraði Arnlaugur Helgason gott mark — skot innan vítatéigs eftir að boltinn hafði verið gefinn vel fyrir. Övæntur Ármannssigur og um leið kærkominn, 2-1. Staðan í Reykjavíkurmótinu er nu: Valur 3 2 0 1 8—2 6 Fram 3 2 1 0 8—2 6 Víkingur 3 1 2 0 7—2 5 Þróttur 3 1 0 2 2—6 2 Ármann 3 1 0 2 2—10 2 KR 3 0 1 2 1—6 1 h.halls Enn barizt á botninum Þrír leikir voru háðir í ensku deildakeppninni í gær og úrsllt urðu þessi: 2. deild Notts County-Orient 2—0 3. deild Bury-Chester 1—0 Wrexham-Southend 2—2 Southend náði þarna þýðingar- ntiklu stigi og gæti bjargað sér frá falli. Halifax og Colchester eru þegar fallin í 4. deild. svo og Aldershot, en Southend og Sheff.Wed. eiga eftir að leika inn- byrðis og annað hvort liðiö fellur. Jafntefli nægir Sheffield-liðinu í þeim leik. SKIÐASKOLI INGEMARS STENMARK A mcðan æft er þarf aðeins að nota einfalda röð stanga. Það er auðveldara og tekur skemmri tíma. Til að stangirnar falli ekki þá er betra að stinga þeim niður eins og rnyndin i hægra horni sýnir. Þetta er góð æfing en ekki má gleynia að æfa í fullkominni braut jafnframt. að nást. Hér á myndiinum sjást nokkrar góðar æfingar bæði til að auka þol og til styrklar. Það er miklu skemmtilegra að stunda skíðaíþróttina vel undirbú- inn líkamlega. Sterkir fætur hafa ntikið að segja ef góð færni á DAGBL.VDIl). ,M H)V'I Kl ’ DAtíL R 2S. AI’KIL 1976. 13 þróttir róttir róttir S> <*ru pcmncarmr. Icikurinn jjal’ al srr 01; fclagið mun grciða allan sjúkrakoslnað Polla. Hann licldur líka kaupi sínu 3 Sama segi cg vcgna þcss. að cg lcik ckki framar V Hcr Allor þjóðir eru í skugga Hollendinga! segir landsliðsþjálfarinn Tony Knapp, sem nýkominn er heim frá Rotterdam, þar sem hann fylgdist með leik Hollands og Belgíu „Hollendingar léku þá beztu knattspyrnu sem ég hef séð síðastliðin 10 ár og það leikur enginn vafi á að þeir hafa á að skipa bezta knattspyrnulandsliði heims’í dag,” sagði Tony Knapp landsliðsþjálfari KSÍ, en hann er nýkominn frá Rotterdam þar sem hann fylgdist með landsleik Hollendinga og Belga í 8-liða úrslitum Evrópukeppni lands- liða. Hollendingar sigruðu 5-0 og voru yfirburðir þeirra miklir í leiknum. ,,Það er því enginn vafi á því, að þegar Hollendingar koma hingað í byrjun september, að það verður mesti knattspyrnu- viðburóur, sem íslendingum hefur verið boðið upp á. Það að leika með Hollendingum i riðli er heiður — en ekki þar með sagt að við getum ekki komið á óvart hér heima. Strákarnir munu að sjálfsögðu fara inn á með því hugarfari að vinna, nota allan þann kraft og getu sem þeir búa yfir. Þó við höfum auðvitað á brattann að sækja þá held ég og trúi að strákarnir geti komið á óvart. Hollendingar eru staðráðnir í að vinna næstu HM, sem fer fram í Argentínu ’78 og áreiðanlega munu þeir tjalda því sem til er. Cruyff, Neeskens og félagar leika því væntanlega á Laugardals- Tony Knapp, landsliðsþjálfari vellinum þann 8. september. Tækifæri sem íslenzkum knatt- spyrnuáhugamönnum hefur ekki boðizt fyrr, og gleymið ekki aði Belgar og N-írar hafa einnig góð- um liðum á að skipa. En það hljóta öll lið að falla í skuggann af Hollendingum. Sá elztí 75 sá yngsti 5! — í skíðatrimminu og þátttakendur 600 Þátttakendur í skíðatrimminu á páskunum voru um 600 og gengið á þremur stöðum. Við skíðaskála íþróttafélags kvenna í Skálafelli — við skíðaskála Fram í Eldborgargili í Bláfjöllum og, við skíðaskálann í Hveradölum. Á öllum þessum stöðum voru páskaegg veitt í verðlaun og vakti það talsverða kátínu — en happ- drætti var einnig því fylgjandi. Ungir sem gamlir tóku þátt í þessari skemmtilegu skiðagöngu, en gengnir voru um 3 km. Yngsti þátttakandi, sem vitað var um, var fimm ára — sá elzti 75 ára. Gengið var alla dagana þrátt fyrir vonzku veður suma þeirra. Stjórnandi í Skálafelli var Andrés Úlfarsson, IR, en Magnús Guðjónsson í Eldborgargili, og Guðmundur Sveinsson, SR, í Hveradölum. Sú nýjung hefur verið tekin upp, að Trimm-nefndin hefur látið framleiða lítil flögg fyrir skíðagöngu, sem eru rauð á lit nteð hvítum trimmkarli — og fyrirhugað er, að trimm-gangan haldi áfram á þessum þremur stöðum rneðan veður og færð leyfir. Leikmenn vesturbæjarliðs Lundúnaborgar, QPR, sigruðu Leeds á laugardag 2—0 og skutust við það upp í efsta sæti 1. deildarinnar ensku — stigi á undan Liverpool. En þeir hafa lokið öllum leikjum sínum og verða að bíða til 4. maí eftir hinum þýðingarmiklu úrslitum í leik Llfanna og Liverpool. Þar nægir Liverpool að gera jafntefli 0—0, 1—1 og 2—2 til að hljóta meistaratitilinn, en QPR vinnur hins vegar ef jafntefli verður 3—3 eða hærri jafnteflistala. Svo naumt er — og ef jafntefli verður 2—2 hefur Liverpool einum hundraðasta úr marki betra markahlutfal) en QPR. Myndin að ofan er frá leik QPR og Leeds á laugardag — enski landsliðsbakvörðurinn Ian Gillard hjá QPR sækir að markverði Leeds og Skotlands, David Harway, en David grípur knöttinn öruggum höndum. Nr. 2 er Poul Reaney og nr. 6 Norman Hunter, Leeds-leikmenn, sem báðir hafa leikið í enska landsliðinu. Vonast eftir 3ja marka forskoti! — Ég vonast eftir að við náum að minnsta kosti þriggja marka forskoti í leiknum i kvöld á An- field til að hafa með okkur til Belgíu í síðari leikinn. sem verður 19. maí, sagði fram- kvæmdastjóri Liverpool, Bob Paisley, í gær. Fyrri leikur Liver- pool og Brugge í LEFA- keppninni verður í Liverpool í kvöld — og það var greinilegt á Paisley, að hann taldi að lið sitt yrði að ná þetta góðu forskoti á heimavelli til að hafa möguleika á sigri í úrslitunum. Liverpool, sem leikið hefur 12 ár samfleytt í Evrópumótunum, sigraði í UEFA-keppninni fyrir þremur árum. Það er eina Evrópumótið, þar sem leiknir eru tveir úrslitaleikir — heima og að heiman, en í Evrópubikarnum og Evrópukeppni bikarhafa er einn leikur látinn ráða. í Evrópu- bikarnum leika Bayern og St. Etienne til úrslita í Glasgow, en Anderlecht og West Ham í keppni bikarmeistara í Brussel. Strákurinn rauðhærði, hinn 19 ára David Fairclough, sem skorað hefur sjö mörk í fimm leikjum f.vrir Liverpool að undanförnu — og í fjórum þeirra eftir að hafa komið inn sem varamaður — hefur verið valinn í lið Liverpool í kvöld, en John Case verður vara- maður. Það er því greinilegt að Liverpool hyggur á sóknarleik i kvöld — Case er framvörður. — David hefur gott keppnis- skap og það mun ekki hafa áhrif á hann þó mikil stemning verði á leikvellinum, sagði Paisley i gær, en reiknað er með að 56 þúsund áhorfendur horfi á leikinn — eða eins og frekast rúmast á Anfield. Framkvæmdastjóri Brugge — en liðið Hefur hlotið belgíska meist- aratitilinn i ár — mun ckki velja lið sitt endanlega fyrr en í dag. Þar verður mest treyst á hinn 31 árs Raoul Lambert, miðherja belgíska landsliðsins, sem leikið hefur 28 landsleiki. Liverpool náði að komast i úr- Féll af baki og lamaðist Harro Remmert. vestur-þýzkur knapi. féll af haki í keppni í Duis- burg á sunnudag og slasaðist illa. Ilann er á sjúkrahúsi — lamaöur frá brjósti og niður. Kyrsti leikur Spiirtu cr til styrktar Pollá slitaleikinn með því að sigra Hibernian, Skotlandi, 3-2, saman lagt í fyrstu umferð, San Sebastian, Spáni, 9-1 í 2. umferð, Slask Wroclaw, Póllandi, 5-1 í 3. umferð og Dynamo Dresden 2-1 í 4. umferð. í undanúrslitum vann Liverpool Barcelona 2-1. Brugge vann Olympique Lyonnais, Frakklandi, í fyrstu umferð, Ipswich, Englandi, 4-3 í 2. umferð eftir að hafa tapað úti- leiknum með 3-0, AC Róm, Ítalíu, 2-0 í 3. umferð og AC Milanó 3-2 i 4. umferð. í undanúrslitum vann Brugge Hamburger SV, Vestur- Þýzkalandi, 2-1. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18.30 eftir íslenzkum tíma. Fyrir Liverpool leika Clemence. Smith, Neal, Thompson, Kennedy, Hughes, Keegan, Fairclough, Hcighway. Toshack og Callaghan, en lið Brugge verður valið úr 16 manna hópi — Jensen (danskur landsliðsmarkvörður og sex lands- liðsmenn eru í liði Brugge), Bastyns, Volders, Cools, Krieger, Leekens, Denaeghel, Van der Eycken, De Cubber, Sanders (Wales), Lambert, Le Fevre (danskur), Holenstein, Hinde- r.vck, Van Gool og Pieters. Dómari verður Biwerski, Vestur- Þýzkalandi. — í fyrri úrslifaleiknum í UEFA-keppninni í knattspyrnu í kvöld, en þá leika Liverpool og Brugge á Anfield i Liverpool Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum Bókanir hjá Zoéga. Sími:25544

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.