Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 15
DACiBLADH). MIDVlKl'DAíll'K Suðurevrópsk- ur keimur af prógrammi Jóhanns H. — sem hann flytur með Haukum á Snóni Jóhann Helgason beitti radd- böndunum hressilega í lögum sínum. DB-mynd: Björgvin Pálsson Hljómsveitin Haukar hélt til Spánar á sunnudaginn var til aó skemmta ferðafélögum sínum frá SAM-klúbbnum, Ferðamiðstöðinni og öðrum sem vilja á hlusta. Svo sem skýrt hefur verið frá verður Sven Arve þó eftir á landinu, en í hans stað kemur Birgir Hrafnsson. Einnig er Jóhann Helgason með í förinni. Hann kernur til með að flytja 4—6 lög eftir sjálfan sig, með aðstoð Haukanna. Að öðru leyti spilar hann ekki með hljómsveitinni. Dagblaðinu gafst kostur á að he.vra fjögur af þessum lögum Jóhanns á suntardaginn fyrsta er Haukar komu fram i veitingahúsinu Sesar. Því miður er aðstaða til liíandi tónlistarflutnings svo slæm þar á staðnum, að söngur Jóhanns kom engan veginn óbrenglaður til skila. Einnig var svo þröngt um hljómsveitina að ekki reyndist unnt að koma fyrir hljóðnemum f.vrir framan þá Gunnlaug Melsted og Birgi Hrafnsson svo að raddanir vantaði algjörlega. Jóhann kemur víða við i textum sinum. Hann syngur um bláar konur, pókerspil og margt fleira. Fyrstu þrjú lögin voru frekar róleg, en þó með breyti- legu tempói. Jóhann söng þau með tilfinningahita miklum, sem lítiö hefur heyrzt af hjá íslenzkum söngvurum til þessa, en þess meira hjá Spánverjum, ítölum og öðrum Suður- Evrópubúum. Þeir sem horfðu á Eurovisionsöngvakeppnina á sunnudagskvöld hafa væntan- lega séð nokkra slika. — Þeir ganga í daglegu tali undir nafn- inu grátsöngvarar. Fjórða lag Jóhanns var af allt öðrum toga spunnið en þrjú þau fyrstu. Þarna mátti heyra rokk og það af betri endanum. Enda mátti sjá það að heldur lyftist brúnin á gestum Sesars, er þetta lag hófst. A köflum minnti söngurinn nokkuð á rödd David Bowie, svo og ýmsar „fraseringar." Undirleikur llauka var fremui losai alegui ug eiginlega dæmigerður íslenzkur. Það fer illa saman við Suðurevrópskan anda Jöhanns Helgasonar. Einnig bar á því að ekki hafi verið nógu vel æft, en það hefur vonandi verið lagað áður en út var farið. — —AT— 2K. AIMtíl. 11)76. /"...... Faldarnir lyftust og síðpilsin sviptust Síð og víð pils vinsœll sumarfatnaður Á tízku- og vörusýningum má sjá að næstum allt er leyfilegt í tízkuheiminum í dag. Þar getur að líta virðulega ,,frúar”-tizku og frjálslegan „bóndakonu- stíl.” Víð og síð pils með skraut- legu mynstri, rykkt í mittið eru mjög vinsæl. Mjög kvenlegt, hvítt undirpils, jafnvel með blúndukanti, kemur gjarnan niður undan pilsinu. Yfir hárið er hnýttur rósóttur klúttur. Blússan við þennan búning er víð og rykkt í hálsmálið og framan á enmmimi. KÍNVERSKIR VORJAKKAR ® Pl» iM3A BEDÚÍNABUXUR Kínverskur og japanskur fatnaður hefur undanfarið haft mikil áhrif á tízkuna í hinum vestræna heimi. Austurlenzkra áhrifa gætir bæði í blússum, buxum, kjólum og jökkum. Ef þú hefur hug á að sauma nýjan vcrjakka handa þér er tilvalið að hafa hann úr vatt- eruðu efni, — einnig éru bæði köflótt efni og einlit mjög í tízku. Með því að hafa kínverskan kraga, svo kallaðan „mandarín- kraga,” og tréhnappa verða áhrifin einstaklega kínversk. Og mynstrið á efninu getur verið eftir smekk hvers og eins. Ef þú vilt sjálf búa til „vatteraða” efnið er það gert á þann hátt að klipptir eru 10x10 cm bútar (reiknað með 1 cm í saum) og þeir saumaðir saman í lengjur, og þær aftur saumaðar saman í nægilega stórt „efni” til þess að sníða jakkann úr. í TÍZKU Áhrif frá ýmsum fámennum þjóðflokkum eru töluverð á sumartízkuna í ár. Léttar síðbuxur í svokölluðum bedúínastíl með léttum, víðum blússum, með víðum ermum og skrautlegum útsaum eru mikið áberandi í sumartízkunni. Indverskar baðmullarblúss- ur eru ekki neitt nýtt í vestrænni tízku en núna eiga þær að vera síðari en hingað til hefur tíðkazt og margar eru með laushnýttu belti. Bedúínaáhrifin verða alveg fullkomin ef hárinu er haldið í skefjum með stórum höfuðklút- um og ennisböndum. Nú eru flatbotnaðir sandalar á undanhaldi og skórnir eiga að vera með háum hælum, gjarnan léttir sandalar með reimum upp eftir leggnum. Búið sjólfar til belti úr ullargami Laushnýtt belti eru mjög áberandi i sambandi við sumar- tizkuna í ár, gjarnan notuð bæði við kjóla og hlússur. Það er auðvelt að búa slik belti til úr garnalgöngum. þannig ...... getur hver og einn ráðið litnum og látið hann passa við fötin. Ef nota á belti við einlit föt er skemmtilegt að búa beltin til úr setn skrautlegastri litasam- setningu. Níu tveggja metra langir garnspottar eru fléttaðir saman þrir og þrir. Búið til sex fléttur og hnýtið þær saman við hvern 20 cm. Fléttað belti er einnig hægt að nota sent ennisband við bedúinabúninginn og til þess að hnýta buxurnar saman unt öklana. 15 J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.