Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 10
10 DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. APRlL 1976. EMEBIABIB frfálst, úháð dagblað (JtKcfandi: Dajjblaðirt hf. Framkvæmdastjóri: Svoinn K. Kyjólfsson. Kitstjóri: .lönas Kristjánsson. Fróttastjöri: .Jón Bii'KÍr Pótursson. Kitstjóinarfulltiiii: Hajikur Ilol^ason. Aöstoóarfrótta- stjóri: Atli Stoinarsson. tþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: .lóhannos Roykdal. 11« idrit: Asjg’rfinur Pálsson. Blaðamonn: Anna Bjarnason. Asjtoir Tómasson. Bolli Hóöinsson. Braj>i SiKurósson. Erna V. In«ólfsdóttir. (íissur Siuurösson. Hallur Haljssim. IIol«i Pötursson. Katrin Pálsdóttir.’ÓIafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnloifsson. Björjjvin Pálsson. Ragnar Th. Sigurðsson. ójaldkori: Práinn Þorloifsson. Droifinyarst jóri: Már K.M. Halldórsson. Askriftarjíjald 1000 kr. á mánuói innanlands. I lausasölu 50 kr. ointakiö. Ritstjórn Síóumúla 12. sími 83322. au”lýsin«ar. áskriftir oj> afj'roiðsla Þvorholti 2. simi 27022. Setninjí oj> umbrot: Daghlaóiö hf. oj* .Stoindörsprosd hf.. Armúla 5. Mynda-on pl()tu«orö: Hilmir hf..Siðumúla 12.Pr« .-.lun: Arvakurhf.. Skoifunni 19. Vont mun versna Hinir erfiðu tímar, sem aó undanförnu hafa verið í efnahags- málum íslendinga eru aóeins smávægilegt böl í samanburði viö þá erfiðleika, sem nú eru fyrir- sjáanlegir. Við hina pólitísku óstjórn innanlands er nú að bæt- ast aflabrestur og önnur ytri óáran. Jafnframt er hluti framkvæmdavaldsins aö flytjast úr landi vegna ótæpilegra erlendra lánveitinga á undanförnum mánuðum. Vetrarvertíóin hefur gengið mjög illa. Spár fiskifræðinga um samdrátt þorskstofnsins hafa rætzt að fullu. Sumir vertíðarbátar hafa ekki aflað upp í olíukostnaðinn einan. Fjárhagur fjölmargra útgeróarfélaga er hrikalega bágur um þessar mundir. Og ekki er ljóst, hvernig bankar geta haldió þessum fyrirtækjum á floti án þess að lenda í að hafa ónógar tryggingar fyrir útlánum sínum. Ennfremur virðist ljóst, að síldveiðin í Norðursjó verður aö þessu sinni ekki svipur hjá sjón. Hin árvissi tekjuauki stóru loðnu- skipanna er því nokkurn veginn úr sögunni. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Nokkur beztu aflaskipanna eru komin á sölulista og flytjast senn í hendur norskra eigenda. Bankakerfið ræður ekki yfir því fjármagni, að þaó geti hafdið útgerðinni áfram á floti. Ríkisstjórnin hefur látið undir höfuó leggja.st að laga gengisskráninguna aó staðreyndum lífsins. Annað hvort veröur umtalsverður hluti útgerðarinnar bráólega gjaldþrota eða þá aó teknir veróa upp beinir eða óbeinir styrkir fyrir tilstilli erléndra lánveitinga. í rauninni er nokkuð dularfullt, hversu léttilega ríkisstjórninni hefur tekizt að safna skuldum á stuttum tíma. Hún hefur aukið skuldabyróina á hvern íslending á tæpum 16 mánuóum úr 200.000 krónum í 350.000 krónur. Aö baki þessara erlendu lána úr sjóðum, sem Bandaríkjamenn ráða að mestu, virðist liggja ákvöróun þarlendra stjórnvalda um að halda efnahag íslands á floti. Það er út af fyrir sig mjög þægilegt að eiga svona góóa vini í raun. En þaó þarf líka sterk bein til aó þola þessa gjafmildi. Skuldunautur verður alltaf nokkuð háóur lánardrottni sínum. Og við megum sízt viö slíku á þeim tíma, er við stöndum í þorskastríði og þurfum á allri reisn okkar að halda. Það er erfitt fyrir ölmusumann að standa í deilum viö nágrannana. Aó undanförnu hafa efnahagsvandræöi okkar aðallega stafað af innlendri óstjórn. í ríkisútgjöldunum hefur verió ástunduð sama veizluhaldastefnan og hjá síðustu vinstri , stjórn. Og í efnahagsmálunum má ekki á milli sjá, hvor er getulausari, ríkisstjórnin eóa Þjóðhagsstofnunin. Fyrir bragðió erum við þess nú mjög vanbúnir að mæta versnandi ytri skilyröum. Því miður skortir alla stjórnmálaflokkana forustu til að mæta þessum erfiöleikum af raunsæi. Og því miður mundi brottför ríkis- stjórnarinnar ekki le.vsa vandann, þar sem ekki tæki betra við hjá hinum flokkunum. Þjóðin stendur því andspænis næstum ósigranlegum vanda, sem ekki fer í burtu, þótt menn stingi hiifðinu í sandinn. Bréf Ingmar Bergmans til sœnskra fjölmiðla: „AÐ VAKNA TIL MEÐVITUNDAR VAR HREINT ÁFALL"... V } « mUIILlllTTl - - .'zíf'. *- " t I.XVMAH BERGMAX:' I \u lamnar j jag Svcrige j Nýjar tilraunir skattayfir- valda í Svíþjóð gerðu Ingmar Bergman svo fokvondan, að hann jafnaði sig á þunglyndi sínu á nokkrum klukku- stundum. Með hjálp nokkurra náinna vina ákvað hann að yfir- gefa heimaland sitt fyrir fullt og allt, segir í bréfi, sem Berg- man skrifaði og birt var í dag- blöðum í Svíþjóð eftir að hann var horfinn úr landi. Þá var hanri þegar kominn til Frakklands. Frásögn og skýringar skatta- yfirvalda í Svíþjóð ganga nú mest út á að fá fólk til þess að trúa að þeir hafi horfið frá því að hækka skatta Bergmans fyrir árið 1970, en í stað þess ákveðið að athuga nánar skatta hans f.vrir árið 1975. Hrossakaup í bréfi sínu útskýrir Berg- man og segir frá samtali sem lögfræðingur hans hafi átt við skattrannsóknarstjórann Bengt Kjallén og deildarstjórann hjá ríkisskattstjóraembættinu, Hans Svensson. (Undir Kjállén heyra skatta- mál frá mismunandi stöðum, eins og i þessu tilfelli, Sviss, Farö og fyrirtæki Bergmans, Cinemathograph í Stokk- hólmi.) Samkvæmt skilningi Berg- mans reyndu báóir embættis- mennirnirnir að standa I hrossakaupum við hann: Annað hvort ætti að skattleggja hann samkvæmt reglum fyrir árið 1970 eins og fyrst hafði verið ætlað eða þá að hann ætti að borga tvisvar sinnum skattá af tekjum sínum fyrir árið 1975, sem alls urðu um 2.5 milljónir sænskra króna (um 100 millj. ísl.). 1 fyrsta lagi fyrir tekjur af fyrirtækinu Cinemathograph og síðan af fyrirtæki hans i Sviss. Bergman stendur ekki í hrossakaupum, segir hann í bréfinu. Bergman heldur því fram, að yfirvöldin hafi fyllzt gremju, þegar þeim mistókst að hanka hann í fyrra skiptið og því hafi þau brugðið á þetta ráð til þess að bjarga andlitinu. „Yfirvöld reiknuðu sennilega með að ég myndi láta undan fullur þunglyndis eins og ég var á þessum tíma,” skrifar Bergman ennfremur. Gráðugir pókerspilarar En bragðið heppnaðist ekki. Það gerði hann fokvondan og heilbrigðan á ný. Bergman heldur áfram: „Þessum tveim herramönn- um heppnaðist nefnilega nokkuð sem hvorki sálfræði- kunnátta né ég sjálfur hafði getað ráðið bót á meðan ég átti við sjúkdóminn að stríða. Ég varð einfaldlega svo fokvondur, að ég fékk heilsuna á ný. Þessi auðmýking, sem ég fann fyrir dag og nótt, hvarf á nokkrum klukkustundum og ég hef ekki fundið fyrir henni síðan. Mér varð nefnilega ljóst, að andstæðingar mínir voru ekki eðlilegir, réttsýnir embættis- menn yfirvaldanna, heldur hópur af gráðugum pókerspil- urum.” Fjárkúgun Áður hafði Bergman haldið að ákvörðun Nordenadlers, lénssaksóknara um að falla frá ákæru um rangt framtal fyrir árið 1970 þýddi að hann gæti með ró og spekt látið sérfræð- ingana fjalla um málið. „En Kjállén skattarann- sóknarstjóri og Svensson deildarstjóri komu ástandinu í sama horfið með hótunum og fjárkúgun, sem staðfestu jafn- vel fáránlegustu hugmyndir mínar um mennina,” segir Hid stóra hús BerRmans á eynni Farö stendur nú autt og kvikmyndaveri hans þar hefur verið lokað. ■ Mólefni BÚR f Að undanförnu hafa birzt í Dagblaðinu nafnlaus skrif um málefni Bæjarútgerðar Reykja- víkur þar sem svo er með stað- reyndir farið að eigi er hægt annað en gera þar við nokkrar athugasemdir, þrátt fyrir nafn- leysið. 1 nóvember 1975 var ákveðið að fjölga í Útgerðarráði Reykja- víkur úr 5 mönnum í 7 og jafn- framt vai sú breyting gerð á reglugerð um útgerðarráðið að formaður þess skyldi framvegis vera úr röðum borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa Reykja- vikur. Ilið nýja útgerðarráð réð fljótlega rekstrarverkfræðing sem fékk það verkefni að gera heildarúttekt á núverandi stöðu BUR og leggja fyrir stjórnina tillögur um úrbætur á rekstri fyrirtækisins. Hefur þessi starfsmaður skilað skýrsl- um sínum jöfnum höndum til stjórnarinnar eftir þvi sem verkinu hefur miðað áfram. Ilafa í framhaldi af þessU verið gerðar ráðstafanir um stór- bætta landaðstöðu fyrir BUR og jafnframt taldi ráðið rétt að gera ráðstafanir til aukningar á skipakosti f.vrirttekisins þann- ig að keyptir vét ði 2 skuttogar- ar af minni gerðinni. Um þessi tvö meginatriði hafa allir aðilar útgerðarráðs verið sammála hvar I flokki sem þeir standa. I febrúar sl. frétti undir- ritaður að Gunnar Hafsteinsson hygðist selja b/v Freyju, en það skip hefur lagt upp afla sinn hjá Fiskiðjuveri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, sem og gamla Freyja í eigu sama aðila. Blasti þá við sú augljósa hætta að BÚR missti hráefni til vinnslu í Fiskiðjuverinu, jafn- framt því sem útli. er fyrir að við missum einnig Þormóð goða úr útgerð á næstu mánuðum sökum aldurs þess skips. Er því nauðsynlegt að kaupa ekki aðeins b/v Fre.vju, heldur og annað skip, til þess að tryggja atvinnu fyrir starfsfólk í Fisk- iðjuveri BÚR, sem og þeirra sjómanna er hjá fyrirtækinu starfa. Hinn 4. marz sl. bar ég fram á fundi i útgerðarráði tillögu þess efnis að útgerðarráð leitaði eftir heimild borgarráðs til kaupa á b/v Freyju eða öðru sambærilegu skipi. Borgarráð veitti umbeðna heimild. I fram- haldi af því gerði ég könnun á því ásamt framkvæmdastjórum BÚR hvort hugsanlegt væri að fá hér innanlands annað sam- bærilegt skip. Það reyndist ekki vera. Þá bárust okkur tilboð frá ýmsum aðilum um bæði ný og notuð skip erlendis frá sem kostuðu allt frá 200 milljónum upp í 600 milljónir króna. Leitað var til viðkom- andi ráðherra um heimild til kaupa á skipi erlendis frá og var því fljótsvarað. Hvorki BÚR né aðrir aðilar fá, eins og aðstæður eru nú, að flytja inn togara. Eins og frani hefur komið I dagblöðum hafa ýmsir aðilar úti á landi sótt fast eftir því að fá leyfi til togarakaupa erlendis frá en fengið s.vnjun enn sem komið er (Þórshöfn, Húsavík o.fl.). Þrátt fyrir þessa synjun á togarakaupum erlendis frá er

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.