Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 6
Skuggi á Afríkuferð Kissingers: Forseti Ghana lagðist í rúmið — og getur ekki hitt Kissinger Fréttin um að dr. Henry Kiss- inger, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafi hætt við fyrir- hugaða för sína til Ghana hefur varpað skugga á ferðalag hans um Afríku, einkum eftir einstaklega góðar viðtökur sem ráðherrann fékk í Lusaka í gær. Dr. Kissinger ætlaði flugleiðis frá Lusaka til Kinshasa í fjórða áfanga Afríkufarar sinnar og hafði í pokahorninu óvæntan stuðning stjórnarinnar í Zaire við tíu punkta áætlun sína um lausn Ródesíu-málsins. Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, hafði skýrt dr. Kissinger frá því, að hann myndi sjálfur eiga viðræður við leiðtoga Mósam- bík, Tanzaníu og Botswana og bera hugmyndir bandaríska ráð- herrans undir þá. Hugmyndir Kissingers gera ráð fyrir sálfræði- legu, efnahagslegu og dipló- matísku stríði gegn minnihluta- stjórn Ians Smiths í Ródesíu þar til hún lætur undan kröfum um meirihlutastjórn blökkumanna. Þá kom allt í einu skeyti frá Shirley Temple Black, sendiherra Bandaríkjanna i Ghana, þar sem hún sagði að heimsókninni hefði verið aflýst vegna veikinda þjóðarleiðtoga Ghana, Ignatius Acheampong. Garter hefur nú farið með sigur af hólmi í sjö af níu forkosninganna í Bandaríkjunum og skotið mótframbjóðendum sínum endanlega ref fyrir rass. „Andstœðingunum hef ur nú veríð rutt úr vegi" — ég er óstöðvandi, segir Carter Jimmy Carter vann ótvíræðan sigur í for- kosningum Demókrataflokks- ins í Pennsylvaníufylki i nótt með það miklum mun fram yfir mótframbjóðendur sína tvo, að hann er nú talinn óstöðvandi og langlíklegastur til þess að hljóta útnefningu sem forsetaefni flokksins, eins og spáð hafði verið. Kr rúmlega þriðjungur at- kvæða hafði verið talinn, hafði Carter tr.vggt sér 35% at- kvæða, 28% fék'k Henry Jaekson, og 19% féllu í skaut Udalls. Pennsylvaníufylki sendir annan stærsta hóp kjörfulltrúa á þing Demókrataflokksins, eða 178, en frambjóðandi þarf að fá atkvæði 1505 fulltrúa á þinginu til að hljóta útnefningu. A mikilli sigurhátíð, sem stuðningsmenn Carters héldu honum í nótt, ságði hann að nú hefðu andstæðingarnir verið sigraðir í eitt skipti fyrir öll. ,,Við erum rétl hálfnuð t kapphlaupinu unt útnefningu, en samt höfuni við rutt þeim úr vegi." sagði Carter, sem farið tíefur með sigur af hólmi í sjii af ntu forkosningum. sem haldnar hafa verið fram til þessa. Er Henry Jackson viðurkenndi ósigurinn sagði hann að hann væri „eðlilega vonsvikinn”, en að hann myndi halda áfram þátttöku í kosningunum. „Ég ætla að breyta verulega um bardaga- aðferðir,” sagði hann ennfremur. „Og þá held ég, að mikið af alls k.vns skrípalátum hverfi úr haráttunni." Niðurstöður forkosninga repúblikana í fylkinu voru aðeins á einn veg, þar eð Ford forseti var einn í framboði. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1976. Kissinger. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, féllst loks á að taka afstöðu til málefna Afríkuríkjanna og er þessi ferð hans nú talin geta borið einhvern árangur. Hér er hann með Kenyatta, forseta Kenya. Ródesía: Smith skipar fjóra blakka ráðherra — leiðtogar þjóðernissinna segja skipunina „út í bláinn" Fjórir blakkir ættarhöfðingj- ar í Ródesíu sverja í dag emb- ættiseiða sína sem ráðherrar i hvítu minnihlutastjórninni. Litið er á þetta sem mikilvægt skref stjórnar Ians Smiths í átt ina til aukinna áhrífa blökku- manna í stjórn landsins. Aftur á móti hafa blakkir þjóðernissinnaleiðtogar vísað þessu skrefi á bug sem þýðingarlausu og út i bláinn. Ættarhöfðingjarnir, sem enn hafa ekki verið nafngreindir, munu taka við nýjum ráðherra- embættum, er sérstaklega hafa verið sett á laggirnar í þessum tilgangi. Þannig mun einn annast heilbrigðismál blakkra íbúa landsins, annar mennta- mál blökkumanna og svo fram- vegis. Til þess hafa fimmtán hvítir ráðherrar setið i ríkis- stjórn. Að auki verða skipaðir sex blakkir aðstoðarráðherrar. STJÓRN M0R0S FYRIR ÆTTtRNISSTAPANN Forsætisráðherra Ítalíu, . Aldo Moro, mun í dag hefja tilraunir til þess að fá stuðning þingmanna neðri deildar þingsins við trausts- yfirlýsingu á hinni tíu vikna gömlu ríkisstjórn en stuðnings- menn hans flestir hafa nú þegar lýst því yfir, að þess stuðnings sé ekki að vænta. Búizt er við að Moro og ríkis- stjórn hans segi af sér fyrir helg- ina. Ræða forsætisráðherrans, sem hann heldur í dag, mun að öllum líkindum fjalla að mestu um vandræðaástand það, sem ríkt hefur í stjórn- og efnahagsmálum landsins og hættur þær, sem sam- fara yrðu kosningum, sem haldn- ar yrðu of snemma. Sósíalistaflokkurinn hefur látið það boð út ganga, að hann muni greiða atkvæði gegn traustsyfir- lýsingu, verði hún lögð fram, og sósíaldemókratar, eini flokkurinn sem studdi ríkisstjórn Moros frá byrjun, létu vita af því í gær að þeir gætu ekki stutt hana frekar. 203 reknir frá Roskilde Rúmlega tvö hundruð stúd- entum við háskólamiðstöðina í Roskilde í Danmörku hefur verið vísað frá námi vegna þess að þeir létu ekki sKrá sig til prófa, segir í tilkynningu Ritt Bjerregaard menntámálaráð- herra í dag. Tilk.vnnti hún að 203 marxískir stúdentar hefðu verið reknir frá námi eftir fund með rektorum skólans og þing- flokki Sósíaldemókrata- flokksins, sem nú er við stjórn í Danmörku. Stúdentarnir mótmæltu þess- um úrskurði og reyndu að ná samkon.ulagi á síðustu stundu við yfirvöld háskólamiðstöðvar- innar, en enginn árangur varð af þeim fundi. Höfðu stúdentarnir mótmælt nýjum reglum um próf. Þó segja þeir sem gagnrýnt hafa þróunina i háskólamiðstöðinni að stúdentarnir hafi verið á móti prófum yfirleitt, enda e.vtt mestum hluta tíma síns í um- ræður unt verkalýðsmál og önnur utanaðkomandi málefni. Að sögn menntamála- ráðherrans vill nokkur hluti þeirra flokka. er sæti eiga á Þjóðþinginu. leggja háskólann niður vegna óróleika er þar hefur gætt. en hún sagðist per- sónulega vera á móti þvk

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.