Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 11
DACBI.Aim). MIHVIKl DACl’li 2H. AI’KIL 197K. Ingmar Bergman — nú ætlar hann ad hefja nýtt Iíf. Bergman ennfremur. ,,Um leiö vildu þeir hefja við mig samn- ingaviðræður sem einungis gerðu mig enn þunglyndari og mér fannst eins og ég væri að þurrkast út (ef ég ekki skapa, er ég ekki ti 1).” Og Bergman heldur áfram: ,,Því hef ég nú að höfðu sam- ráði við sjálfan mig og nokkra af vinum mínum tekið nokkrar ákvarðanir: Fjórar ákvarðanir Berg- mans: í fyrsta lagi: Þar sem ég verð að njóta viss ör.vggis til þess að geta unnið eitthvað við starf mitt og þar eð þessá öryggis fæ ég ekki notið um ókominn tíma (ónæði af völdum embætt- ismanna og slúður í dag- blöðum) neyðist ég til þess að leita þessa öryggis í öðru landi en þessu. Mér er það vissulega ljóst, að með því voga ég miklu. Vinna mín er kannski bundin um- hverfi mínu og tungumáli meira en ég geri mér grein fyrir. en ég verð að hætta á tilraunina. þrátt fyrir það að ég er á fimmtugasta og áttunda aldursári. Lamahdi til- finning ör.vggisleysis sem hefur þjakað mig undanfarna mánuði verður að hverfa. Og geti ég ekki unnið'er tilvera mín þýð- ingarlaus.” í öðru lagi hefur Bergman ákveðið að skilja allar eigur sínar eftir í Svíþjóð, svo að hægt verði að ganga að þeim, verði hann látinn borga skatta. Ef það verður ekki nóg, ætlar hann að senda peninga heim. ,,Eg vil ekki skulda heimalandi mínu neitt,” segir Bergman í bréfi sínu. ,.í þriðja lagi: Cinematho- graph hætti störfum. Kvik- myndaverinu á Farö verður lokað. Kvikmyndin sem ég átti að byrja að vinna að í byrjun júlímánaðar verður ekki gerð né heldur myndin sem ég ætl- aði að gera með Kjell Gerde í byrjun september. Öllum, sem Kjallarinn Ragnar Júliusson rétt að það komi skýri fram vegna þeirra nafnlausu skrifa um mál þetta, sem áður er vitnað til, að útgerðarráð hefði aldrei fest kaup á þeim pólsk- byggðu skipum frá Frakklandi, sem boðin hafa verið, þótt le.vfi hefði fengizt hjá yfirvöldum. Það er samdóma áiit kunnáttu- manna í útgerðarráði, sem og þeirra aðila er að undanförnu ..... unnið hafa að undirbúningi, verða greiddar bætur.” Síðan stendur í bréfinu: ,,1 fjórða lagi," en Bergman til- greinir ekki hvað það hefur átt að vera. I stað þess segir: ,,Ég hef veri sannfærður sósíaldemókrati. En reynsla mín hefur sannfært mig um, að sú hugmyndafræði byggir á samningum við fólkið Eg hef alltaf látið mér finnast þetta land vera það bezta í heimi og held það kannski ennþá — en það kann að liggja í því, að ég hef lítið séð af heiminum.” Áfoll Að vakna upp til meðvitund- ar varð Bergman áfall, skrifar hann í bréfi sínu. Vegna auð- mýkingarinnar og vegna þess, að hann álítur, ,,að hver sem er, og hvenær sem er, getur átt það á hættu að niðurdrepandi skrif- stofubákn brenni hann.” Skrifstofubákn þetta segir hann vaxa líkt og krabbamein og hefur ekki þekkingu til þess að starfa rétt og þeir sem því stjóra eru ekki vanda sínum vaxnir.eins og þar segir. Bergman heldur áfram með að skrifa um „skattaspæjarann Kent Karlsson, sem skyndilega birtist á skrifstofu Cinematho- graph og vildi fá að sjá skjöl.” (Hér er um að ræða Karlsson deildarstjóra hjá skattstofunni, sem hefur unnið sérfræðileg störf fyrir lögregluna.) Refsfverður heiðarleiki Bókfærslur fyrirtækisins voru lagðar fram og Bergman tók þetta allt saman sem yfir- völd væru aðeins að sýna styrk sinn. Meira að segja lögreglu- maðurinn Paulus Bergström hefur sagt, að ef Bergman og lögfræðingar hans hefðu viljað svindla hefðu þeir verið búnir að útmá öll spor eftir sig og Bergman verið löngu flúinn til útlanda. „Ef ég hefði ekki verið svona örvæntingarfullt fastur við land þetta og ekki verið svona refsivert heiðarlegur, ætti ég án efa mikla sjóði erlendis,” skrifar Bergman. Bréfinu lýkur með grimmi- legri árás á Aftonbladet í Sví- þjóð og nokkrum vangaveltum um það, hversu fánýtt það sé að krefjast skaðabóta. Sennilega skrifar Bergman gamanleik um atburðina einn góðan veðurdag. J hafa keypt skip í Póllandi, að fyrrgreind skip séu vart nothæf til veiða á íslansdsmiðum. Verð skipanna skiptir engu máli í þessu sambandi þar sem aug- ljóst er að enginn óvitlaus maður festir kaup á vöru sem hann getur ekki notað, þótt hún fáist á lægra verði en sú sem hentug þykir. 1 þessu sambandi vísa ég til föðurhúsanna öllum dylgjum um ættartengsl og spilaklúbba í sambandi við mál- efni BUR því innan Utgerðar- ráðs Reykjavíkurborgar ríkir alger samstaða um nauðsyn þess að efla Bæjarútgerðina til hagsbóta fyrir atvinnulíf Reyk- víkinga og að hún verði ætíð rekin á sem myndarlegastan og hagkvæmastan hátt. Slíkir níð- höggvar að hagsmunum Reykjavikur, sem hér eru á ferðinni, ættu að gera sér ljóst að ég ber hag BÚR og Reykvík- inga meira fyrir brjósti en svo að ég láti það truHa mig í starfi þótt einhver innfl.vtjandi, sem ekki þorir að skrifa nafn sitt undir dylgjur sínar, verði af nokkrum milljónum í óþarfan milliliðagróða. Ragnar Júlíusson skólastjóri, form. BÚR. 11 Myndlist f AFSNERPU - Um grafiksýningu Bjargar Þorsteinsdóttur í sýningarsal Byggingarþjónustu A.í. streitu, en þegar nær kemur árinu 1974 fara form öll að fá skarpari útlínur og meiri áhersla er lögð á skilmerkilega afmörkun. Fram á þetta ár hefur Björg sífellt verið að ein- falda myndir sínar en að sama skapi hefur hún þroskað til- finningu sína fyrir blæbrigðum lita og ljós- og skuggaeffektum. Mögnuð tókn nr. lil „Quartetl I". Ekki hefur verið hægt annað en dást að því hversu einarð- lega listakonan hefur kannað það sérstæða myndmál sem hún hefur tileinkað sér og í sumum tilfellum hafa hversdagshlutir orðið mögnuð tákn í höndum hennar. En ekki er laust við að teikning hafi stundum verið stíf og köld í sumum grafík- m.vndanna og er ánægjulegt að sjá að Björg hefur nú gert sér grein fyrir því vandamáli. 1 nýj- ustu grafíkmyndum hennar er formhugsunin enn einföld og markviss en innan hennar hefur Björg brugðið á leik með teikniodd sinn svo um munar. í teikningu hennar er nú bæði öryggi og léttleiki og sepia blær margra þessara nýju mynda er sérstaklega aðlaðandi. Hefur listakonan fulla ástæðu til þess að vera ánægð með þessa sýningu sína sem stendur til mai og er opin milli 14 og 22. Innan hlutveruleika t málverki og grafík hefur Björg tjáð sig með tilvísun í þröngan hlutveruleika, flöskur, hanska, föt, sem gjarnan eru úr nánasta umhverfi hennar. Þessi fyrirbæri leitast Björg síðan við að stemma af á mynd- fleti með aðstoð ákveðinnar geómetrískrar beinagrindar, þannig að inntak myndar sé bæði myndrænt jafnvægi og viss togstreita milli formanna. Elstu grafíkmyndir Bjargar hér á sýningunni eru „Flöskumynd- irnar” frá 1972 sem að ein- hverju leyti eru sprottnar úr poppmyndlist og sýna að vísu meiri áhuga á áferð en tog- nr. 21 „Gáta III”, 1975. Björg Þorsteinsdóttir hefur þegar sýnt sig að því að vera sjálfstæður og strangt þenkj- andi málari, auk þess sem hún hefur ötullega útfært hug- myndir sínar í grafík, eins og sést hefur á nokkrum sam- sýningum grafíkfólks. Þessa dagana heldur hún sína þriðju einkasýningu í sýningarsal Byggingarþjónustu arkitekta að Grensásvegi 11 og sýnir nú eingöngu grafíkmyndir. Slíkt er fremur óvenjulegur við- burður hér á landi og virðist sýningarsalurinn henta betur þeirri tegund myndlistar en t.d. málverkum, því grafíkin tekur betur styrkleika kastljósanna. Á þessari sýningu Bjargar eru 35 verk, gerð á tímabilinu 1972—76, og bera vott um ört vaxandi grafíklistamann. Að venju heldur Björg sig við ætingu og akvatintu og er u.þ.b. þriðjungur myndanna þrykkt- ur í litum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.