Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐH). MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1976. Erlendar fréttir i REUTER i Portúgal: MM.OKKURINN VUL DRAGA SIG ÚR STJÓRN — og MPLA lokar öllum sínum skrifstofum í Portúgal Fyrrum ástmaður Patty sýknaður Fyrrum ástmaóur Patriciu Hearst, Steven Soliah, var í gær sýknaður af ákæru um þátttöku í bankaráni í úthverfi Sacramento í Kaliforníu fyrir ári síðan. Kona nokkur beið bana í ráninu. Kviðdómur átta kvenna og fjögurra karla þingaði í sex klukkustundir áður en komizt var að niðurstöðu. Patty Hearst bar ekki vitni við réttarhöldin. Tvö helztu vitni ákæruvaldsins, sem sögðust hafa séð hinn 27 ára gamla Soliah veifa hagla- byssu í ráninu, voru ekki tekin trúanleg. Mikil leit gerð að erfðaskrá Hughes Eftirlíking af l.vkli að banka- hólfi, sem fannst meðal skjala, sem Howard Hughes lét eftir sig við lát sitt, hefur nú verið send bankastjórum víðs vegar um Bandarikin, er leit lög- fræðinga að erfðaskrá milljónamæringsins heldur áfram. Hughes, sem lézt 5. apríl s.l. lét eftir sig auðæfi, sem talin eru jafngilda 360 milljörðum íslenzkra króna, en engin erfðaskrá hefur fundizt. Lögfræðingar fyrirtækis Hughes segja, að lykillinn sé sendur bönkum víðs vegar um land til þess að re.vna að finna bankahólf það sem hann gengur að. Skiptaréttinum hefur verið afhent bréf frá árinu 1938, sem Howard Hughes sendi First National bankanum í Houston, þar sem iðnaðar- jöfurinn biður þess, að erfðaskrá, sem í bréfi sé, verði komið fyrir í bankanum. Síðan það gerðist varð samruni þessa banka við annan og engin getur fundið bankahólfið. Líf samsteypu mið- og vinstriflokkanna í Portúgal hékk á bláþræði morgun eftir að miðflokkurinn, næststærsti stjórnmálaflokkur landsins, bauðst til að draga sig út úr stjórnarsamstarfinu eftir fyrstu frjálsu þingkosningarn- ar í landinu í rúmlega hálfa öld. 1 yfirlýsingu frá miðflokkn- um (PPD) í gærkvöld sagði að framtíð hans í bráðabirgða- stjórn kommúnista, sósíalista, miðflokksmanna, óháðra og herforingja væri nú undir Jose Pinheiro de Azevedo forsætis- ráðherra komin. Miðflokkurinn sem hlaut 24% atkvæða í kosn- ingunum á sunnudaginn, sagði ennfremur í yfirlýsingunni, að hann hefði ekki áhuga á að stofna til stjórnarkreppu eða hafa truflandi áhrif á stjórn- málaástandið í landinu. Þá glíma portúgölsk yfirvöld einnig við erfið utanríkismál í dag. Sambúðin við Angola, fyrr- um nýlendu Portúgals í Vestur- Afriku, hefur snarversnað eftir að valdaflokkurinn í Angola, MPLA, lokaði öllum skrifstof- um sínum í Portúgal í gær. * Framtíð Miðflokksins i stjórn veltur á Azevedo forsætis- ráðherra. 0G ÞEGIÐU! SEZTU Réttarhöldin í máli Johns Stonehouse, fyrrum ráðherra í Bretlandi, sem reyndi að setja drukknun sina á svið í Florida hófust í London í gær. Þegar í upphafi hótaði dómarinn að vísa Stonehouse út úr réttarsalnum ef hann ekki hætti að tala. Stonehouse, sem er fimmtugur, hefur sjálfur með höndum vörn í máli sínu, en hann er sakaður um falsanir, samsæri og þjófnað. Þegar í inngangsræðu réttarhald- anna greip hann fram í og sakaði ákæruvaldið um að vera stjórn- málalega blindað í málinu. „Seztu!" skipaði dómarinn, Sir Edward Eveleigh. ,,Ef ekki er farið að fyrirskipun réttarins, veróurhinn ákærði tekinn með valdi og haldið þar til hann fellst á að hlýðnast fyrirmælunum." Fimm fölsunarákærur hafa verið lagðar fram á hendur Stone- house, allar í sambandi við meint tryggingasvik þingmannsins fyrr- sagði dómarinn í upphafi réttar haldanna yfir John Stonehouse verandi skömmu áður en hann hvarf á baðströnd í Miami i nóvember 1974. SUMAR-GARÐ-HÚSGÖGN Norsk gœðavara — Ótrúlega hagstœtt verð Undirritaður óskar eftir að fó sendan myndolista Nafn ....................................................j Heimili..................................................I Til synis Sólstíll Grímsbœ Efstalandi 26 Sími 81630 TRYM ODIN VALHALL URÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.