Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 3
Skrif dómsmálaráðherra minna á KETTLING VAFRANDI í KRINGUM HEITAN GRAUT — segir lesandi úr Búðardal, sem finnst ráðherra leggja sig um of í líma við að fela mistök undirmanna sinna Aðalsteinn Valdimarsson Búðardal skrifar: ..Ástæða þessara skrifa minna eru hin opnu bréf Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráð- herra i Tímanum. Skrif dóms- málaráðherra minna mifí á kettlinK re.vna að krækja sér í Kt aut sem er heitur. Mér virðist svipað ástatt um ráðherrann op kettlinginn. Kisi slæmir öðru hvoru í grautinn en hörfarjafn- an er hann finnur hitann, snýst í kringum diskinn. slæmir síðan aftur til grautsins en sezt siðan vondaufur á rassinn og horfir uppgefnum augum á góð- gætið. Mér virðist þetta mál allt hafa lent á villigötum. Þrasað er um þýðingu orðsins mafía en aðalatriðið látið sitja á hakan- um — sum sé réttarfarið á ís- landi. Rétt einu sinni tekst mönnum ekki að skilja hismið frá kjarnanum. Mér hafa virzt skrif Vilmund- ar benda á veilur — spillingu í réttarfarinu.Máli sínu til stuðn ings hefur hann bent á ýmis atriði er illa hafa þolað dagsins ljós. Ekki er hægt að ætlast til af ráðherranum að hann sé með nefið í hvers manns koppi og kem ég þar einmitt að kjarna míns máls, sem sé að einhver í þvi háa dómsmálaráðuneyti hafi gert stórkostlegar skyssur og ráðherra sé að reyna að breiða yfir það. Okkur er sagt að hið opinbera geri aldrei mis- tök og því megi ekki viðurkenna slíkt. Það er miður að jafnhæfur og greindur maður og dóms- málaráðherra skuli láta hafa sig í slíkt endemi að reyna að breiða yfir mistök undirmanna sinna. En hvers vegna er verið að þessu — hvers vegna virkar kerfið einatt öfugt við það sem ætlað er? — Jú, ég held þar komi til æviráðning opinberra starfsmanna. Hún sljóvgar dómgreind og framtak opin- berra starfsmanna, jafnt í dómsmálakerfinu sem annars staðar. Um hvernig kerfið virkar öfugt langar mig að segja stutta sögu. Það átti sér stað ekki alls fyrir löngu hér eigi langt und- an, að haldin var mikil skemmt- un hvar voru bæði háir og lágir í þjóðfélagsstiganum saman komnir, að konunginum ó- gleymdum — Bakkusi. Að loknum dansleik þurfti fólk að komast heim til sín en heldur var veður leiðinlegt og gripu því sumir til bíla sinna. En svo illa tókst til hjá tveimur að þeir festu bíla sína í snjó- skafli. Kom þar lögreglan að þessum ágætu drengjum. Annar var stjóri — hinn bara ungur iðnnemi. Hvernig skyldi nú réttvísin hafa brugðizt við? Jú, iðnnem- inn missti ökuleyfið en stjórinn slapp. Því miður, ekkert eins- dæmi.” Jesúhreyfingin! Hvað stendur að baki? Matthías Gunnarsson skrifar: „Iðulega er maður gengur niður í bæ verða á vegi manns unglingar sem eru að afhenda rit og bæklinga. Þessir unglingar tilheyra hinni svo- kölluðu Jesúhreyfingu. Hvað sem segja má um þessa hreyfingu þá eru þessir unglingar afskaplega uppá- þrengjandi þegar þeir reyna að koma boðskap sínum að fólki. Nú, eins þegar fólk hefur þegið bækling hja unglingunum, þá biðja þeir um peninga. Iðulega stendur fólk í stappi við að komast í burtu, slíkur er ákafi unglinganna. Nú er þannig að erlendis stendur mikill styr um Jesúhreyfinguna og kemur ekki til af góðu. I Hollandi hafa til að mynda frammámenn hreyfingarinnar verið ákærðir fyrir morð á tveimur unglingum er reyndu að komast undan áhrifum ..æðstu prestanna.” í framhaldi af því hafa menn farið að velta fyrir sér tilgangi hreyfingarinnar og hvað standi að baki þessu öllu. Ég er meðal þeirra sem ekki hafa getað tekið boðskap þessarar hreyfingar þegjandi og hljóðalaust. Mér hefur virzt að þessir unglingar hafi orðið utangarðs- fólk í þjóðfélaginu og ekki að vita nema þeir séu einfaldlega verkfæri í höndum óprúttinna glæframanna eins og grunur hefur vaknað um erlendis. Spurning hvort gott málefni sé notað í einhverjum tilgangi, sem maður veit ekki um, hefur vakið marga til umhugsunar og hvort unglingarnir séu í raun frjálsir gerða sinna brennur á vörum margra. Því tel ég að opinber umræða um þessa hreyfingu komi einungis góðu til leiðar og í trausti þess rita ég þessar línur.” Ifr Jesúbarn að störfum niðri í bæ — það virðist fara vel á með þeim — ekki satt? ENGAR KLÁMAUGLÝSINGAR í ÍSLENZKUM FJÖLMIÐLUM Elsa Pétursdóttir húsmóðir: Net, ég held ekki. það er alls ekki of langt i burtu. það er bara alltaí rok þar. Gœtirðu hugsað þér að flytja upp á Kjalarnes? Spurning dagsins Guðrún Daviðsdóttir: Nei. aldrei, af þvi ég er búin að vera hér svo lengi í bænum, i það mörg ár. Hvað ætti ég að gera upp á Kjaiar- nes? Stefán Gunnlaugsson húsa- smiður: Nei, en ég gæti hugsað mér að fl.vtja til Hveragerðis. Ég hef nú ekki kynnt mér þetta nýja skipulag, en það getur sjálfsagt orðið ágætt. Guðmundur Þorvarðarson við- skiptafræðingur: Því ekki það? Veðurfarið þar vefst víst fyrir sumum. en ég hef ekki hugmynd um hvernig veðrið þar er. Ragnheiður Káradóttir nemi: Það er aldrei að vita. Eg hef ekki kynnt mér hvernig veðrið þar er. en ef eitthvað gaman verður að vera þar gæti ég hugsað mér að fl.vtjast' þangað. Steinar Waage hringdi: „Auglýsingar eru snar þáttur í hverjum fjölmiðli á tslandi, enda leggja islenzkir fjöimiðlar mikla áherzlu á að afla auglýs- inga, eins og berlega hefur komið í ljós undanfarin misseri. Máttur auglýsingar- innar er mikill, um það eru allir sammála. Þvi finnst mér að bæði fjölmiðlum og auglýsend- um beri sk.vlda til að vanda auglýsirtgar, Því miður hefur oft orðið misbrestur á þessu. Ríkisútvarpið hefur sérstök lög um hvað megi birta og hvað ekki. Aðallega snertir þetta pólitílcina eins og allir vita eftir atburði undanfarinna daga. Ríkisútvarpinu ber sérstök skylda sem ríkisfjölmiðii að vanda sinar auglýsingar og ekki birta hvað sem er. Þetta á við bæði um sjónvarp og hljóðvarp. Mér hefur fundizt hvimleitt að heyra I hljóðvarpinu þrástagazt á að nektardansmær skemmti þarna þennan daginn og síðan í Sesari þann næsta. Þetta á alls ekki heima f hljóð- varpi og þvi finnst mér að Rlkisútvarpið eigi að setja stopp á þessa vitleysu. Erlendis sjá betri og virtari blöð sóma sinn í að birta ekki klámauglýsingar. Til að mynda birta Berlinske Tidene og Poliliken i Danmörku ekki klámauglýsingar. Hins vegar auglýsir blað eins og Ekstrabladet klám og setur það ljótan svip á blaðið, enda ekki vant að virðingu sinni. Hér á landi er einnig farið að bera á slíkum auglýsingum í auknum mæli og því finnst mér tímabært að bæði blöð og út- varp marki sér stefnu i þessum málum. Sérstaklega finnst mér ábyrgð rlkisfjölmiðlanna hljóð- varps og sjónvarps mikil, að þeir sjái sóma sinn i þvi að birtaekki klímauglýsingar." Páll Heimir Kinarsson nemi: Nei. ómögulega takk fyrir. Eg kann ága'tlega við mig þar sem ég bý nú.en þaðer í liafnarfirði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.