Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 2
DACBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977. r v Raddir lesenda Margrét K. Sigurðardóttir hringdi: í gegnum árin hefur sjónvarpið oft gengið fram af sjónvarpsáhorfendum en aldrei eins og nú að sýna forsætis- ráðherra okkar slíkan dóna- skap frammi fyrir alþjóð, sem honum var sýndur af dólgi þeim, sem var spyrjandinn i Kastljósi sl. föstudag. Við sem heima sitjum ætlumst til þess af sjónvarpinu að við þurfum ekki að horfa upp á slíkt. Þessi náungi hafði aðeins áhuga á að koma sínum skoðunum á framfæri en hafði engan tíma til að hlusta á svör forsætisráðherra. Er til of mikils ætlazt af sjónvarpsáhorf- endum að hlutlaus maður sé spyrjandinn yfirleitt og að hann skilji sitt hlutverk. Þau 68% af þjóðinni sem eru fylgjendur stjórnarinnar höfðu engan áhuga á skoðunum spyrjandans sem áttu hvergi að koma fram. Ekki alls fyrir löngu læsti Alþýðubandalagið dyrum sín- um á landsfundi er útkljá átti ákveðið mál, en þarna krafðist spyrjandinn af slíkri frekju svars á máli sem tilheyrir lands fundi eingöngu fyrst og fremst. Eg hef ekki hingað til haft. mikinn áhuga á pólitík yfirleitt en slíkur niðurrifsháttur sem spyrjandinn sýndi, hvetur fólk til að berjast af alhug á móti þeirri stefnu sem hann þjónar. Svo fór að vopnið snerist í hendi árásarmannsins. Forsætisráðherra vakti aðdáun fyrir stillingu og festu. Sannaði hann fyrir okkur kjósendum einu sinni enn sina forystuhæfni sem við vonum að fá að njóta sem lengst. H A þessari mynd stendur for- sætisráðherra Geir Hallgrims- son fyrir utan snilldarlega vegghleðslu við þjóðveldis- .bæinn í ÞjórSárdal. DB-mvnd Ragnar Th. Sigurðs- son. PERMANENT KRULLAÐ HÁR ER TÍZKAN í ÁR í verðbólguþjóðfélaginu hef ur enginn efni á að vera atvinnulaus Verkakona á E.vrarbakka skrifar: 29. ágúst sl. var fyrsti dagurinn sem flestar verka- konur sem höfðu haft vinnu í Hraðfrystistöð Eyrarbakka voru atvinnulausar. Þetta er kannski ekki ný bóla hér á Eyrarbakka að ekkert sé að gera að haustinu. En eftir að keyptur hafði verið hlutur í togara töldum við verkakonur að nú hlyti að hverfa það dauða tímabil sem jafnan hefur verið á haustinu. En það hefur sjaldan verið verra en einmitt nú. I lögum um atvinnuleysis- bætur segir meðal annars: Atvínnuleysisbætur greiðast fyrir alladaga nema laugardaga og sunnudaga og engum skulu greiddar slíkar bætur lengur en 130 daga á síðustu 12 mánuðum. En þar er hvergi að finna hvað gera skuli eftir að þessir dagar eru liðnir. En svo er nú komið fyrir fjölda verkakvenna hér á Eyrarbakka og hefur okk- ur verið tjáð að hætta eigi skráning'u í hálfan mánuð og síðan skrá hálfan mánuð. Svona verði þetta að vera þar til vinna hefst. Okkur finnst það ekkert lúxuslíf að lifa á 3041 kr. á dag þó ekki sé hætt að greiða bætur til okkar. I þessu verðbólgu- þjóðfélagi hefur enginn efni á því að vera atvinnulaus. Hvað þá verkakona á Eyrarbakka, sem verður atvinnulaus í sex mánuði á þessu ári, þó ekki séu teknar af henni bæturnar. Á hverju eigum við þá að lifa? Eigum við að leggja okkur og reyna að sofna þar til í febrúar að vinna hefst að nýju eða eigum við að reyna að lifa á okkar góða sjávarlofti? Spyr sá sem ekki veit? Nei, við viljum vinnu og það hér á Eyrarbakka því hér vilj- um við vera og búa en ekki sofa einhverjum Þyrnirósusvefni. ATH. OPIÐ LAUGARDAGA HÁRGREIÐSLUSTOFAN VALHÖLL OÐINSGÖTU 2 - SlMl 22138 „Hlustendur höfðu engan áhuga á skoðunum spyrjandans: DÓLGSLEG FRAMKOMA VIÐ FORSÆTISRÁÐHERRA I KASTLJOSI” — segirbréfritari \ Júlli litli er regluleg jölamús. Hann á heima í einu horninu í húsi jólasveinsins. Músarhoian hans er eins og stór og falieg jólastjarna og hann hefur sjálfur nagað hana. A hverjum degi skýzt Júlli fram til aðKeilsa upp á jólasveininn. Svo var það einn dag — úha! Jóla- sveinninn var sofnaður. Þetta er hræðilegt, stundi Júlli, hann er alls ekki tilbúinn með jólagjafirnar. — Hvað á ég að gera? Þegar jólasveinninn sofnar getur hann sofið og sofið dögum saman. Kannski verður þetta til þess að hann klárar alis ekki jólagjafirnar. Það eru ekki nema 23 dagar til jóla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.