Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 28
Sementsskipiö viö bryggju í sex vikur—allir á kaupi Sementflutningaskipió Skeiðfaxi hefur undanfarnar sex vikur legið ónotað á Akra- nesi — og skipshöfnin (fjórir menn) á fullu kaupi. Gallinn er sá, og jafnframt ástæðan fyrr legu skipsins, að ekki hefur verið samið um kaup skipverj- anna. Skeiðfaxi er i eigu Sements- verksmiðju ríkisins. Guðmund- ur Guðmundsson, fjármála- legur forstjóri verksmiðjunnar, sagði í samtali við fréttamann DB í gær, að vonandi væri þess nú ekki langt að bíða að lausn fyndist á þessari deilu. „Sátta- semjari fékk málið í sínar hendur í lok september og þar hefur það verið siðan. Nokkrir sáttafundir hafa verið haldnir, og á þeim síðasta náðum við samkomulagi við hásetann, en yfirmennirnir þrír, skipstjóri, stýrimaður og vélstjóri, standa saman um kröfur sínar,“ sagði Guðmundur. Hann sagói stjórn Sements- verksmiðjunnar hafa leitað eftir fráviki til kjarasamning- um farmanna til að semja beint við skipverjana, enda væri Skeiðfaxi nokkuð mikið „öðru- vísi settur en önnur farskip, eins og til dæmis flóabátar, olíuskip, Herjólfur og fleiri. Okkur tókst að fá undanþágu fyrir vélstjóra, stýrimann og háseta, en það hefur ekki dugað okkur til að ná samkomulagi. Tíminn hefur annars ekki allur farið til ónýtis, því skipið er um það bil að koma úr sex mánaða klössun,“ sagði Guðmundur. En þótt skipverjar séu á óum- sömdu kaupi fá þeir ekki laun sín útborguð reglulega „enda er ekki hægt að borga það, sem ekki er vitað hvað er,“ sagði Guðmundur ennfremur. Hefur þetta atriði ekki orðið til að greiða fyrir lausn deilunnar. Forstjórinn treysti sér_ekki til að nefna tölur um tap Sem- entsverksmiðjunnar vegna deil- unnar, en kvað kostnað óhjá- kvæmilega verða nokkurn, því halda þyrfti úti fimm vörubíl- um til að flytja sement milli Akraness og Reykjavíkur, en Skeiðfaxa er einungis ætlað að flytja ósekkjað sement frá verksmiðjúnni til höfuðborgar- innar. Dagblaðið reyndi í gær árangurslaust að ná tali af tals- manni Vélstjórafélags íslands, en erfiðasta hefur gengið að semja við vélstjórann, að sögn Guðmundar. ýristel og Guðmundur við lokun Traðar í gær. Þeim hafði borizt fjöldi blóma frá vinum hússins. Stóra hringborðið var flutt yfir í Nýja kökuhúsið. Þar munu hádegisumræður Traðar halda áfram að sögn. — DB-mynd Hörður. Er miðborgin að deyja? TRÖÐ HÆTTIR - OG SIÐASTIKULTÚRINN HVERFUR „Eru ekki alltaf blóm við jarðarfarir," sagði Guðmundur Kristinsson veitingamaður í Tröð i gær en þá var Tröð endanlega lokað. Velunnarar og fastagestir sendu Guðmundi og konu hans Kristel blóm með þakklæti fyrir viðskiptin á undangengnum árum. „Miðbærinn er að deyja,“ sagði Guðmundur," og nú hverfur síðasti kúltúrinn úr miðborginni. Það er ekki grundvöllur fyrir því að reka lítið og persónulegt veitingahús í miðborg Reykja- víkur. Hér eru mötuneyti allt í kring, sem bjóða mat fyrir skít og ekki neitt. Þá hefur umferð minnkað hér frá því áður var og sú þróun hófst með tilkomu göngugötunnar. Göngugata í svo köldu landi, sem Islandi er út í bláinn. En við verðum að apa allt eftir útlendingum." Enn er ekkert ákveðið hvað vió tekur hjá þeim hjónum Guðmundi og Kristel, hvort þau hefja rekstur veitingahúss á nýjum stað. En þar sem Tröð var verður lager bókabúðar Sigfúsar Eymundssonar. JH Lokun sjúkrahótels RKÍ: Talar ráöherrann ekki við ráðuneytisstjóra sinn? gði svo í niðurlagi: „I lokin má minnast á eitt rauða kross mál, sem er sér- staklega á döfinni. Það varðar rekstur sjúkrahótela Rauða krossins í Reykjavík og á Akur- eyri. Þó að nýting hafi verið góð, þá má hún verða enn meiri og væri æskilegt að læknar og starfsfólk sjúkrahúsa hafi þetta í huga. Hér er urn tilraun að ræða, sem er reyndar þraut- reynd hjá Rauða kross félögum í nágrannalöndunum. en sem sér alls ekki fyrir endann á, hvernig til tekst hér, hvort fjár- hagsgrundvöllur sé fyrir hendi. Viðræður standa f.vrir dyrum um framhald eða hugsanlega að lcggja starfsemina niður." - ÓV „Það er rangt að Rauði kross- inn hafi ekki haft samband við heilbrigðisráðuneytið um fyrir- hugaða lokun sjúkrahótelsins, eins og heilbrigðisráðherra hélt fram í Dagblaðinu í gær,“ sagði Olafur Mixa, formaður RKl, þcgar DB leitaði áliTs hans á þeim ummælum Matthíasar Bjarnasonar. Ólafur Mixa sagðist sjá'fur hafa haft símasamband við Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuncytinu, í hádeginu á mánudaginn og til- kynnt honum unt fyrirhugaða lokun. „Eg tilk.vnnti honum, jafnframt," sagði Ólafur. „að við vierum reiðubúnir að kynna álit eða skoðun ráðuneytisins á blaðamannafundinum, sem haldinn var á þriðjudaginn. Einnig lýsti ég vilja Rauða krossins til að hefja viðræður við ráðuneytið um framtíð sjúkrahótclsins og lofaði að Rauði krossinn hefði frum- kvæði að þeim viðræðum." Formttður RKÍ sagðt. að ef eitthvað væri „á Bak við þetta“, eins og heilbrigðisráðherra orð- aði það í samtali við fréttamann DB í gærmorgun, „þá er það sambandsleysi innan ráðunevt- isins." Hann bætti þvi við, að Rauði krossinn myndi nú standa við loforð sitt og eiga frumkvæði að viðræðum við heilbrigðisráðu- neytið um framtiðarlausn á vanda sjúkrahötelsins. Af hálfu RKl er starfandi þriggja manna nefnd, sem hefur umsjön með rekstri sjúkrahótelsins.Formaður þeirrar nefndar er Björn Tryggvason, aðstoðarseðla- bankastjóri, fyrrum formaður Rauða kross Islands. „I fyrri viku hafði Björn Tryggvason oftar en einu sinni santband við ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins og gerði honum grein fyrir stöð- unni og að hverju stefndi með sjúkrahótelið," sagði Ólafur Mixa í samtalinu við DB. „Ráðuneytið hafði því næg tækifæri til að fylgjast með þessu máli og afþakkaði að gerð yrði grcin fyrir áliti þess á blaðamannafundinum, eins og ég sagði áður." Þá mágeta þess, að í kjallara- grein Björns Tryggvasonar í Dagblaðinu 1. növember sl. frjálst, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 1. DES. 1977. Öll félögin á Vestfjörðum hafa sagt upp samningum „Við hljótum að geta samið, án þess að komi til harðari aðgerða," sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, i morgun. Öll verkalýðsfélögin á Vestfjörðum munu búin að segja upp kauþliðum kjarasamning- anna frá og með 1. janúar næst- komandi. Pétur kvaðst þó ekki hafa heyrt frá Strandamönnum um uppsögn, en líklega væru þeir einnig búnir að segja upp samningum. I Alþýðusambandi Vestfjarða eru um 1600 félagar. Samningum er sagt upp, að því er tekur til landverkafólks. Orsök uppsagnanna er-, að verkalýðsfélögin telja, að opin- berir starfsmenn hafi fengið meiri hækkun en verkafólk. Þann mun þurfi að leiðrétta._HH Veiðibann: Tólf dagarnú —tíu seinna Allar veiðar með þorskfisk- netum verða bannaðar i 10 daga á komandi vetrarvertíð. Nánar verður auglýst með 7 daga fyrir- vara, hvenær bannið verður. Þessar aðgerðir voru tilkynntar i gær, auk 12 daga veiðibanns í desember. Á tímabilinu 1. janúar til 31. maí verður bannað áð stunda veiðar með þorskfisknetum án sérstaks leyfis sjávarútvegsráðu- neytisins. Algert bann verður á þorsk- veiði á tímabilinu 20. til 31. desember. Þó geta útgerðir skut- togara tekið þessa 12 daga einhvern tíma á tímabilinu 1. til 31. desember. Þeim skipum, sem stunda þorskveiðar, skal heimilt að veiða annan fisk á bann- tímanum, og má þorskur ekki fara yfir 10 prósent af afla. HH Framsókná Norðurlandi vestra: Taliðídag Talning atkvæða i skoðana- könnun Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra, sem fram fór um síðustu helgi, hefst á hádegi í dag. Alls var kosið á sex meginkjör- stöðum, en einnig í hverjum hreppi í kjördæminu fyrir sig svo talsverðan tíma hefur tekið að safna atkvæðum saman. Talið verður í Framsóknar- húsinu á Sauðárkróki og for- maður kjörstjórnar er Guttormur Óskarsson. HP Hafnarfjörður: Báturáhliðina Hundrað þrjátíu og sex tonna bátur, Hringur GK 18. fór á hliðina í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Það sem bjargaði bátnum var að hann Iagði möstrin á bryggjukantinn. Tveirstórir kranar voru kvaddir til og réttu þeir bátinn síðan við. Báturinn er í lengingu og er búið að taka úr honurn bæði vél og ballest, þannig að hann er mjög valtur á bárunni. Ekki ertt sjáanlegar aðrar skemmdir á batnum en beygluð möstur. Báturinn hallaðist nokkuð i rnorgun þegar DB menn komu á staðinn. en stór krani studdi við hann. JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.