Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977: mmiAÐm trjélzi, áháð dagblað Útgefandi Dagblaðiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassón, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir. auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 80 kr- eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerö: Hilmir hf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Evrópa: Hversu djúpt Hstir hin góða samvinna Frakka og Þjóðverja? Lítill fingur réttur fram Svartamarkaðsbrask með gjald- eyri hefur að sögn Ölafs Jóhannessonar viðskiptaráðherra stuðlað að þeirri ákvörðun stjórn- valda að heimila mönnum að ávaxta erlendan gjaldeyri í íslenzkum bönkum. Gaf ráð- ~ herrann til kynna, að ekki yrði spurt, hvaðan gjaldeyririnn sé fenginn. Nú á að reyna að ná gjaldeyrinum inn í bankana með því að bjóða eigendum hans vexti, sem líka verða í erlendum gjaldeyri. Ennfremur með því aðgefa eigendunum kost á nokkuð frjálsu vali um not gjaldeyrisins, þegar þeir þurfa á honum að halda, til dæmis til ferðalaga. Slík notkun á samkvæmt nýju regl- unum ekki að dragast frá venjulegum skammti ferðagjaldeyris. Þetta er skynsamlegt skref í átt til viður- kenningar á staðreyndum. Ekki er þó trúlegt, að skrefið hirði upp mikið af lausagjaldeyri í landinu, því að eigendur hans munu eftir sem áður telja sig hagnast betur á því að selja hann á svörtum. Öðru máli kann að gegna um umboðslaun, sem innflytjendur hafa falið erlendis og ýmist nctað til að bæta sér upp lága álagningu eða geymt þar áfram til að efla viðskiptatraust sitt. Fyrir þessa aðila kann að reynast ódýrara að ávaxta hér heima þann gjaldeyri, sem þeir verða hvort sem er að nota í rekstri sínum eða bankaviðskiptum. Helmut SchmiBt kanslari Vestur-Þýzkalands hefur að undanförnu reynt mikið til að sannfæra nágranna sína Frakka um að hinn vondi Þjóð- verji, sem Frökkum er svo tamt að hugsa um, sé horfinn og eigi að gleymast. Þýzkarinn úr fyrri og seinni heimsstyrjöldinni er ekki lengur til, segir Schmidt, sem nýlega kom fram í franska sjón- varpinu og einnig birtist við hann viðtal í Le Figaro, áhrifa- miklu Parísarblaði. Kanslarinn reyndi að full- vissa Frakka um að lýðræði í Vestur-Þýzkalandi stæði traust- um fótum og gamlar fullyrðing- ar um eðli Þjóðverja væru gamlar klisjur, sem ekki ættu við í dag. Skoraði hann á þá sem hlýddu á hann í sjónvarpinu að sameinast um að kveða niður gamla fordóma um þjóðfélags- hópa og jafnvel heilar þjóðir. Sannleikurinn er sá að ef- trúa má blöðum og tímaritum þá er mikið verk að vinna á þessu sviði i Frakklandi. Mjög auðvelt virðist að vekja aftur upp óttann við höfuðóvin- inn í styrjöldum síðustu tveggja alda, Þjóðverja. Mánuð eftir mánuð hafa blöð og aðrir fjölmiðlar 1 Frakklandi rætt um þýzk málefni og þá sérstaklega neikvæðar hliðar. Myndir af Adolf Hitler, nas- istaforingjanum alræmda, voru nærri því jafnalgengar í frönsk- um blöðum eins og hinum vestur-þýzku, þegar áhuginn var sem mestur á sögu hans. Kom hann í kjölfar kvik- myndar um líf hans og starf. Flótti Herberts Kapplers úr itölsku sjúkrahúsi vakti einnig mikla athygli. Herbert Kappler, sem mun vera að dauða kominn af krabbameini, slapp til Vestur- Þýzkalands og neituðu yfirvöld þar að senda hann aftur til Italíu til afplánunar fyrir stríðsglæpi. Þetta þótti frönskum al- menningi ískyggilegt og jafnvel benda til að Þjóðverjar ætluðu að taka upp gamla siði í sam- skiptum sínum við nágrannana. Raunin virðist hafa orðið sú að sættir þessara tveggja vold- ugustu þjóða Evrópu, sem komust á þegar þeir Adenauer kanslari og de Gaulle voru yið völd í ríkjunum, hafa reynzt haldgóðar að mörgu leyti. Samskipti ríkisstjórnanna og embættismanna hafa verið góð en almenningur er enn tregur til að láta af fyrri afstöðu sinni. Mikið reyndi á fransk-þýzka samvinnu meðan mest gekk á í sambandi við hið svonefnda Baader-Meinhof mál nú í haust. Þá gekk ekki á öðru en mann- ránum, flugránum og morðum. Frakkland varð að nokkru vett- vangur atburða og þar fannst til dæmis lík Hans Martins Schleyers, vestur-þýzka iðn- jöfursins sem rænt var. Var þess krafizt að meðlim- um í Baader-Meinhof hópnum væri sleppt úr fangelsi, ella yrði Schleyer myrtur. Þannig fór því vestur-þýzka ríkisstjórn- in lét ekki undan og Schleyer týndi lífi. Lögmaður margra þeirra fanga sem sitja í þýzkum fang- elsum, Klaus Croissant, flúði til' Frakklands og vildi fá þar hæli. Vestur-þýzka lögreglan telur að Croissant sé sá sem bar upp- lýsingar á milli meðlima Baader-Meinhof fólks í hinum ýmsu fangelsum. Franskir dóm- stóla létu sannfærast og ákváðu að Croissant skyldi framseldur i hendur lögreglunnar í Stutt- gart þar sem hann situr nú í fangelsi. Sagt er að tækifærið hafi verið notað þegar hinn venju- legi Frakki var upptekinn við að horfa á úrslitaleik í heims- HVAÐ A AÐ GERAI SKATTAMÁLUNUM? í stórum dráttum er óhætt að segja, að yfirlýsing Ólafs Jóhannessonar um nýjar gjald- eyrisreglur eftir áramótin sé virðingarverð til- raun. Hún hefur að minnsta kosti þau áhrif að sýna fram á, að tilslakanir á gjaldeyrishöftum hafa ekki heimsenda í för með sér. Úr því að litli fingurinn hefur verið réttur fram, er upplagt tækifæri að minna á, að gaman væri að sjá alla höndina. Vafalaust er það vilji mikils meirihluta kjósenda, að afnumdir verði átthagafjötrar í ferðagjaldeyri og eignayfir- færslum. Venjulegt og heiðarlegt fólk er á hlaupum út um allt til að skrapa gjaldeyri á svörtum til að bæta sér upp skömmtun yfirvalda. Afnám skömmtunarinnar mundi aðeins lítillega rýra gjaldeyrisstöðuna. Sú er skýringin, að svartur markaður í ferðagjaldeyri mundi að verulegu leyti leggjast af og gjaldeyririnn mundi leita í þess stað í bankana, sem bjóða upp á vexti. Slík aðgerð mundi bæta viðskiptasiðferði þjóðarinnar og stórlega minnka svartamarkaðs- gróða, án þess að kosta neinn gjaldeyri að ráði. Jafnframt væri hún mikilvægt skref í þá átt að gera íslenzku krónuna að gjaldgengri mynt og síóar jafnvel að hörðum gjaldeyri. Þróun í slíka átt gæti verið eitt virkasta vopn þjóðarinnar í baráttunni gegn verðbólgu, gegn hinu gífurlega misrétti og hinni gífurlegu spill- ingu, sem dafna í skjóli hennar. Skref Ólafs í vikunni var lítið skref, en mikilvægt, því aó það er í rétta átt. Þessu skrefi fagna menn. Skattsvik hafa um margra áratuga skeið verið landlæg plága hér á landi. Ymsar breytingar hafa verið gerðar á skattalöggjöfinni en þær virðast ekki hafa dregið úr skattsvikum. Einstaklingar og launþegafélög hafa oft harð- lega deilt á skattsvikarana þegar skattskráin er birt, en síðan koðnar allt niður, enda samdaunast flestir ranglætinu þegar til lengdar lætur. Talið er að þriðji til fjórði hver skatt- greiðandi 1 landinu hafi mögu- leika á einn eða annan hátt til að hagræða framtölum sínum á þann veg að þeir greiði ekki nema hluta af lögboðnum skött- um. Erfitt er að áætla hversu hárri upphæð skattsvikin nema á ársgrundvelli en þeir sem gleggst vita hafa talið að þau nemi milljörðum króna. Eins og kunnugt er eigum við Evrópu- met ár eftir ár í verðbólgu, enda hafa efnahagsmál okkar um áratugaskeið einkennst af hvers konar stjórnleysi og óreiðu en slíkt ástand hvetur mjög til auðgunarbrota. Engan þarf þó að undra af hverju efnahagsmálin hafa þróast á þennan hátt þegar athuguð er stjórnarstefna nú- verandi stjórnarflokka, sem hafa yfir að ráða nær öllum atvinnurekstri í landinu og sjá jafnframt um meðferð og dreifingu fjármagnsins. Þessir sömu stjórnmálaflokkar hafa einnig ráðið langmestu um hvernig löggjafar-, dóms- og framkvæmdavaldinu hefur verið beitt á undanförnum ára- tugum, enda hafa þeir % hluta þingmanna á sínum snærum. En hvernig má það vera að mikill minnihluti skattgreið- enda, sem eru atvinnurek- endur, skuli stöðugt móta skattalöggjöfina? Svarið er reyridar ofur einfalt, atvinnu- rekendaflokkarnir ráða yfir ca % hlutum af kjósendafylginu í landinu og hin sérstæða hlýðni, undirgefni og hræðsla launþega við þessa aðila hefur oftast orðið yfirsterkari þeirra eigin hagsmunum. Islenskir kjósendur hafa alla tíð látið draga sig í dilka og brenni- merkja og það má því með sanni segja að hið gamla bændaþjóðfélag hafi haldið velli í þessum efnum. Hin sterku pólitísku hagsmuna- og ættarbönd, samfara sundruðum verkalýðsflokkum, hafa um langan aldur verið höfuðeinkenni íslenskra stjórn- mála. Kosningasmölun hér- lendis er einstakt og hvimleitt fyrirbæri sem tæpast á sér hlið- stæða fyrirmynd í öðrum lýð- frjálsum löndum. VERKEFNI LAUNÞEGASAMTAKANNA Alþýðusambandið og BSRB hafa haldið því fram að tekju- skattur væri fyrst og fremst launþegaskattur og bæri því að afnema hann. Þessi sjónarmið launþegasamtakanna hafa engan hljómgrunn fengið hjá núverandi stjórnarflokkum, sem sýnilega vilja viðhalda hinu rangláta skattakerfi, eins og fjárlagafrumvarpið ber með sér. Ýmsir halda því fram með réttu að brýnasta verkefni launþegasamtakanna sé að knýja fram réttlátar breytingar á' skattalöggjöfinni og reyna með þeim hætti að jafna hinn gífurlega aðstöðumun skatt- greiðenda. Hins vegar greinir aðila á um hvernig þessu mark- miði verði best náð. Sumir telja að svonefndir neysluskattar myndi vera raunhæfasta leiðin til að jafna skattabyrðina, enda greiði þeir aðilar þá mest til þjóðfélagsins sem mest bera úr býtum. Þessi skattameðferð virðist nokkuð sannfærandi við lauslega athugun en hún leysir þó ekki nema lítinn hluta af af þeim vandamálum sem hér er um að ræða. Ætla má að slík skattaálagning myndi auka á verðbólguna vegna hækkunar á ýmsum helstu neysluvörum okkar, eins og m.a. reynsla okkar af söluskattinum ber ljósan vott um. Ýmsir telja að með hækkun fjölskyldubóta eigi að vera hægt að jafna aðstöðumun skattþegnanna en hver er reynsla okkar af því kerfi? Skattlausir hátekjumenn fá fjölskyldubætur til jafns við láglaunafólk. Bilið verður því ekki brúað með þeim hætti, fremur má ætla að fátækar barnmargar fjölskyldur og ungt fólk sem er að hefja búskap myndu verða harðast úti. Slíkir neyslu- skattar myndu heldur ekki ná til eldri skattsvika en eins og kunnugt er hafa skattsvik- ararnir safnað húseignum í stórum stíl, sérstaklega hér á Suðvesturlandi og má því með sanni segja að þessir skattlausu stóreigna menn séu hrein plága og þjóðarsmán. Það er bláköld staðreynd að sárafáir geta eignast verulegar fasteignir hér á landi nema til komi óeðli leg lánafyrirgreiðsla eða skatt- svik í einhverju formi. Þetta er

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.