Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977. „EITTHVAÐ RANGTIÞJOÐ- FÉLAGIÞAR SEM EKKIER HÆGT AÐ SEUA KUVSSÍK” „Þegar hljómplötuútgef- endur heyra minnzt á orðið klassík, þá hrista þeir höfuðið og vilja ekki koma nálægt út- gáfunni. Því réðist ég í það stór- virki að gefa jólaplötuna út sjálfsagði Sigríður Ella Magnúsdóttir, ein frægasta söngkona Islendinga um þessar mundir. „I fyrra ætlaði ég að kaupa íslenzka jólaplötu með klassisk- um jólalögum. Þá kom i ljós að slík plata hafði ekki verið gefin út á Islandi í tuttugu ár.“ Sigríður Ella fékk til liðs við sig Jón Stefánsson, en hann hefur verið söngstjóri kirkju- kórs Langholtssafnaðar síðan 1964 og syngur kórinn með á plötunni. Einnig syngur eigin- maður Sigríðar Ellu, Simon Vaughn, sem er brezkur söngv- ari. Syngur hann á íslenzku og er framburður hans mjög góður. „Við vorum svo heppin að fá til liðs við okkur bezta fólkið á markaðinum,“ sagði Sigriður Ella. „Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Manuela Wiesler flautuleikari og ýmsir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveitinni annast undir- leik. Upptakan fór fram í Háteigskirkju og var nokkuð sérstæð, því allt var tekið upp samtímis, bæði undirleikurinn og allur söngurinn, í stað þess að oft eru raddirnar teknar upp sér 'og síðan bætt við. Pétur Steingrímsson upptökumaður sá um upptökuna, en hann þekkir kirkjuna manna bezt. Hefur tekið þar upp fjölmargar upptökur. Okkur fannst nauðsynlegt að taka þetta upp í kirkju til þess að'fá hinn rétta kirkjutón, auk þess sem hljómburðurinn í kirkjunni er aldeilis frábær," sagði Sigríður. Á þessari plötu, sem er væntanleg á markaðinn í kring um 10. desember, eru þrettán lög, allt klassísk jólalög nema þrjár Ave Maríur. Flest lögin eru útsett sérstak- lega fyrir plötuupptökuna og komu meðal annarra Páll P. Pálsson og Arni Björnsson tón- skáld þar við sögu. Allir text- arnir eru á íslenzku, þótt lögin séu ekki öll íslenzk. Meðal höf- undanna eru Þorsteinn Valdi- marsson og Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. Daníel Daníels- son á Dalvík hefur þýtt Ave María eftir Schubert alveg snilldarlega vel að sögn Sigríð- ar Ellu. Á plötunni er Heims um ból tvisvar, í upphaflegri útsetn- ingu höfundar í þýðingu Matt- hiasar Jochumssonar, Hljóða nótt, auk hinnar hefðbundnu útgáfu. Sigriður Ella sagði að íslend- ingar væru liklega eina þjóðin sem ekki notaði þýðingu þessa gamla jólasálms, eins og aðrar þjóðir gera, en Sveinbjörn Egilsson samdi jólasálminn Heims um ból, helg eru jól, sem alltaf er sunginn þegar Islend- ingar halda jól. „Það hlýtur að vera eitthvað rarjgt i því þjóðélagi þar sem segir Sigríður Ella söngkona, sem gef ur út klassíska hljómplötu með jólalögum Sigríður Ella og Jón Stefánsson eru þarna með plötuumslagið á milli sín, en á þvf er mynd úr fornri bænabók Tilbeiðsla vitringanna. Teiknistofan örkin sá um uppsetningu og litgreiningu. DB-mynd Bjarnleifur. ekki er hægt að gefa út klass- Iskar plötur á meðan popp- plötuútgáfan er eins blómleg og hún er hér,“ sagði Sigríður Ella. „Það liggur við að maður þurfi næstum því að vera of- stækismaður í greininni til þess að fara út í svona nokkuð.“ A meðan samtalið fór fram hljómuðu silfurhreinir tón- arnir úr Háteigskirkju um íbúð foreldra Sigríðar Ellu á Reyni- melnum af tónbandi. Sigriður og maður hennar eru búsett í London. Daginn eftir að viðtal- ið átti sér stað fór Sigríður utan með tónböndin, en platan verður pressuð I London og kemur væntanlega á markað- inn hér í kringum 10. desem- ber. - A.Bj. Smiðjuvegur: HVAÐ VARD UM SKILTIN? Guttormur segir: „Ekki ég” Óskar segir: „Ekki ég” Karl segir: „Ekki ég” Gatnamút Smiðjuvegar og Reykjanesbrautar: Skiitin, sem vísuðu vegtarendum á fyrirtækin í Kópavogi, eru öll horfin og enginn veit hvað um þau hefur orðið. DB-mynd Hörður. Björgvin segir: „Ekki ég” „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því, að skiltin voru ekki sett upp þarna á löglegan máta, þ.e. það var ekki fengið neitt sérstakt leyfi fyrir þeim,“ sagði einn eigenda iðnfyrirtækj- anna fjölmörgu, er hafa aðsetur sitt við Smiðjuveg í Kópavogi.i viðtali við DB. „Hins vegar væri gaman að vita, hvort Reykjavíkur- borg, sem vissulega á landið, þar sem skiltin voru, hefur fyrir- skipað, að skiltin yrðu tekin niður, eða hvort lögreglan hefur látið taka þau niður af einhverj- um ástæðum." DB fór á stúfana og vildi grennslast fyrir um skiltin góðu, sem verið hafa fólki vegvísar að þeim iðnfyrirtækjum sem þarna eru nú, en hafa verið tekin sem dæmi um hin fjölmörgu fyrir- tæki, sem flutt hafa frá Reykjavík á undanförnum árum. „Nei, ég kannast ekki við að hafa fyrirskipað að skiltin yrðu fjarlægð," sagði Guttormur Þormar yfirverkfræðingur um- ferðarmála hjá Reykjavíkúrborg. „Kannski hefur lögreglan látið gera það, það er í rauninni ólög- legt að setja upp svona skilti. En við höfum ekki látið gera það.“ „Þið ættuð að spyrja hann Gutt- orm Þormar að þessu, við höfum ekki fjarlægt nokkur skilti nema með þeirra samþykki nema þau skilti, sem beinlinis hafa valdið umferðartruflunum og þá ekki nema í samráði við borgaryfir- völd, enda erum við ekki með neinar verklegar framkvæmdir í svona málum, um það sér borgin,“ sagði Öskar Olason yfirlögreglu- þjónn umferðardeildar í viðtali við DB og þar með var það búið. „Ég verð víst að athuga þetta betur,“ sagði Guttormur Þormar, er DB leitaði til hans á ný. „Verk- stjórinn sem sér um þessi mál er Karl Kristjánsson og ég hef ekki trú á því að hann hafi tekið þau niður án. þess að hafa samráð við mig.“ „Eg hef ekki fengið neina fyrir- skipun um að taka niður þessi skilti," sagði Karl Kristjánsson, verkstjóri, „og því ekki tekið þau. Þetta snýr nú kannski að Kópa- vogsmönnum, þú ættir að tala við þá.“ Hjá Ahaldahúsi Kópavogs var okkur vísað á Björgvin Bjarnason birgðavörð, sem hefur umsjón með umferðar- og öðrum skiltum á vegum bæjarins. „Ég fór þarna um fyrir nokkru að huga að þessum skiltum en þá voru þau horfin. Við höfum ekki tekið þau niður, enda voru þau ekki beint fyrir neinum," sagði Björgvin. „Ætli þetta sé ekki enn eitt dæmið um skemmdarverkin, en þó getum við ekki verið viss- ir.“ Spurningunni er sem sagt ennþá ósvarað þrátt fyrir við- leitni og DB auglýsir hér með eftir upplýsingum. - HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.