Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 16
28 DACBLAÐIi). KIMMTUDACUR 1. DKSKMBEK 1977. Bók menntir £%mm | ■ ■ ■ r Umbókina Gamle stenhus i Island f ra 1700- ■ mAnilll CTMHhllC talleteftirHelgeFinsenogEsbjörnHiort, vlvlllllllv ArkitektensForlagKaupmannahöfn, 103bls Þaó er eKki erfitt að færa rök fyrir því aó byggingalistin sé mikilvægasta listgrein manns- ins og allar aðrar listgreinar séu henni að einhverju leyti háðar. Myndlist, tónlist og dans þurfa sérhannað umhverfi og varla sest maður niður við að lesa bók nema við þægilegar aðstæður innanhúss, — fyrir utan það að þeir sem ekki liafa þak yfir höfuðið eru varla lík- legir til þess að eyða miklum tíma í að njóta lista. Bygginga- listin er undirstaða alls venju- legs mannlífs. En meðan mikið er rætt og ritað um þær listir sem getið er hér að ofan, þá fer nær engin umræða fram um byggingar á íslandi, nema þá á svo tilfinningalegu plani að öll skynsamleg rök virðast gleymast. Hví er ekkert um það getið þegar heilu borgarhverfin eru reist? Hvers vegna er ekki rætt um það hvort þau hæfi mannlífi og landslagi á hverjum stað? Þó eru þetta brennandi spurningar. Hér mættu t.d. dagblöðin fá til liðs við sig kunnáttumenn í bygg- ingalist, sem í öðrum list- greinum, til að ræða þau mál, — eins og listsýningar og leik- hús. SÖGULEG ÞEKKING En þótt nýjar byggingar rísi nú hér án umræðu, þá erum við smátt og smátt að öðlast þekk- ingu á þróun byggingalistar á íslandi fyrr á tímum. Hörður Ágústsson hefur nú um margra ára skeið stundað rannsóknir á íslenska bóndabænum og er nú beðið eftir niðurstöðum þeirra með talsverðri eftirvæntingu og þær Nanna Hermannsson og Júlíana Gottskálksdóttir hafa nýverið gert úttekt á Grjóta- þorpinu margumtalaða, með ábendingum um það hvernig því verði best við haldið sem lifandi þorpseiningu innan borgarinnar og vil ég hvetja alla áhugamenn til að kynna sér tillögur þeirra. En það eru aftur á móti útlendingar sem mestan áhuga hafa sýnt á þeim menningarverðmætum sem felast í eldri byggingum Islands. Nemendur við Arki- tektúrháskólann í Kaupmanna- höfn hafa mælt upp og rannsakað íslenska bæi og gefið út niðurstöður sínar og nú nýlega barst mér í hendur bók arkitektanna Helge Finsén og Esbjörn Hiort sem nefnist Gamle Stenhuse í Island fra 1700-tallet sem gefin er út af Arkitektens Forlag í Kaup- mannahöfn. Helge Finsen var einn helsti sérfræðingur Dana í byggingalist, en hann lést 1976. Hapn hafði gert frumrannsókn- ir á merkum byggingum víða um heim og hafði byrjað ritun þessarar bókar er hann lést og lauk starfsbróðir hans, Esbjörn Hiort, við verkið, en hann er höfundur margra bóka um danska byggingalist. ÁTTA HÚS Áhugi þeirra Finsen og Hiort er auðskilinn, því hér á landi Hiort sýna fram á að bygging steinhúsa á Islandi var ekki uj pátæki ráðamanna í Kaupin- hiifn, heldur hófst hún fyrir tilstilli íslenskra embættis- manna, Magnúsar Gíslasonar amtmanns, Bjarna Pálssonar læknis og síðast en ekki síst, Skúla Magnússonar fógeta. Ekki er að efa að einhver hofmóður hefur ráðið þeim isetningi þessara íslensku laifðingja. Þeir höfðu numið í Danmörku og er að því kom að þeir skyldu setjast að i heima- landi sínu, vildu þeir ekki búa verr heldur en starfsbræður þeirra í Danmörku. GULLVÆGT TÆKIFÆRI En a.m.k. hvað Skúla Magnússon snerti, var þetta cinnig gullvægt tækifæri til að monnta íslendinga í bygginga- því samfara að reisa fyrstu steinhús á íslandi, — skort á efniviði, veðráttuna og svo tortryggni íslendinga sjálfra. Kannski var síðasta atriðið þyngst á metunum, því eftir daga Skúla var ekki eitt einasta hús af þessari tegund reist á íslandi. En kannski voru helstu mistök ráðamanna og iðnaðar- manna þau að þeir voru að byggja fyrir danska Vtíðráttu. Tjörguð tréþökin fóru brátt að leka, gluggafalsar rotnuðu og steinlímið brást, — e.t.v. bæði fyrir fyrirhyggjuleysi meistar- anna og kæruleysi hinna íslensku verkamanna. SÉRSTÆÐUR ÞOKKI Bygging steinhúsanna er því eilítið sorglegur kafli í íslenskri byg'gingarsögu en þó mjög merkur. 1 honum sjáum við eitt skref stigið í þá átt að gera húsið í Reykjavík (1765), Viðeyjarkapella (1766). I.anda- kirkja í Vestmannacyjum (1774), og kirkjan að Bessa- stöðum (1777), — fjórar kirkjubyggingar og fjórir embættisbústaðir. Inni í þessu dæmi eru auk þess gamla dóm- kirkjan í Reykjavík (1787-96) sem rifin var nokkrum áratugum síðar og Hólavalla- skólinn (1785) sem nú er einnig í burtu. Þeir Finsen og Hiort rekja sögu hverrar bygg- ingar fyrir sig með rækilegum tilvísunum í samtíma skjöl, að- Þessi tegund húsa var algeng i Danmörku barokktimabilsins, en áhrif þeirrar stefnu má e.t.v. sjá í hinum hádramatísku slút- þökum þeirra sem mynda sterkt mótvægi við borulega gluggána. Ekki var mikið um hentugan stein til bygginga í Danmörku sjálfri, nema e.t.v. á Borgundarhólmi og Danir urðu því að flytja inn þann efnivið, svo og iðnaðarmenn, frá megin- landi Evrópu og urðu því Þjóð- verjar talsvert umfangsmiklir í danskri byggingasögu, — og í íslenskri. En þeir Finsen og list. Þvi er það að þegar Skúli fer að leggja drög að Land- fógetahúsinu í Viðey biður hann sérstaklega um að ekki vt rði of margir iðnaðarmenn sendir til íslands til að byggja, heldur aðeins nauðsynlegustu meistar.ar sem kenna áttu islenskum verkamönnum. Þetta var einnig haft í huga við lyggingu Hólakirkju, þegar aðeins voru sendir tveir iðnaðarmenn frá Danmörku, múrari og trésmiður. Þeir Finsen og Hiort sýna einnig fram á erfiðleikana sem voru landsmenn sjálfstæða, i verk- menntun sem í öðru, fyrir utan það að húsin sjálf búa yfir sér- stæðum þokka sem ekki er eingöngu sögulegur. Þau eru ekki háreist, en samsvara sér þó einstaklega vel. bæði að utan og innan, eins og hinar ágætu teikningar þeirra Finsen og Hiorts sýna ljóslega. Vinda þarf bráðan bug að því að færa Viðeyjarkirkju. Viðe.vjarstofu og Nesstofuna til sinnar upp- runalegu myndar. en hinar byggingarnar i þessum flokki eru nú i góðu ástandi. stæður og þjóðarhag, — með teikningum og ljósmyndum og nær frásögn þeirra allt fram á þennan dag, með upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsunum og núver- andi ástand þeirra. ALÞÝÐLEGUR TEXTI Texti þeirra er aðgengilegur • g alþýðlegur, svo bæði fræði- menn og áhugafólk má hafa gagn af og ætti nú einhver góður maður að snara bókinni á íslensku. gátu þeir rannsakað, sem í hnotskurn, átta steinhús sem öll lutu svipuðum byggingar- lögmálum, voru reist á 10 ára tímabili og mörkuðu tímamót í íslenskri byggingarsögu, — fyrir utan það hve áhugavert það var að skoða hvernig íslenskar aðstæður höfðu áhrif á útlit þessara bygginga. Þau hús sem um er að ræða eru átta talsins, Landfógetahúsið í Viðey (1753), Dómkirkjan að Hólum (1757), Bessastaðahúsið (1761), Landlæknishúsið á Seltjarnarnesi (1761), Tugt- Stórir karlar, 1 1 [ Kvik j hvað myndir ^ —- - 4 Nýja bíó Síöustu haröjaxlarnir/ The last hard men Framleiöendur: Russel Thacher og Walter Seltzer Loikstjóri: Andrew V. McLaglen Aöalhlutverk: Charlton Heston, James Coburn. Indíánablendingnum Provo (James Coburn) hefur Jekizt að sleppa úr fangelsi eftir ellefu ára vist þar. Hans æðsta tak- mark eftir flóttann er að hefna sin grimmilega á Sam Burgade lögregluforingja (Charles Heston) sem hafði komið honum í fangelsið. Þegar Sam Burgade fær fréttir af flótta Provo veit hann strax á hverju hann á von. Hann reynir því að leiða Provo I gildru. Provo sér við Sam og gengur ekki I gildruna en tekur þess í stað dóttur Sams sem gísl. Upphefst nú mikill eltingaleikur og þegar Provo er þess fullviss að Sam fylgist með honum og liði hans úr fylgsni sínu lætur hann menn sína nauðga dóttur hans. Gerist þá Sam æfur mjög og fer myndin að verða nokkuð spenn- andi upp frá því en því miður varir sá spenningur aðeins í nokkrar minútur í viðbót, því myndin er senn á enda. Myndin er full af allskyns kræsingum, s.s. morðum (sýndum í „slow rnotion" líklega til frekari ánægjuauka), slagsmálum, brennum og nauðgun (sem einnig er sýnd í „slow motion"). Stnt sagt eitthvað fyrir þá, sem ánægju hafa af því að horfa á slíka hluti. Charlton Ileston sýnir nokkur misheppnuð tilþrif til góðs leiks og auðseð er á James Coburn að honum hálfleiðist hlutverk sitt. Stirðlega leikin sóðamynd, sem ekki er einu sinni fyndin. Jú, að vísu einu sinni. Grænjaxlinn í hóp Provo hæfir ekki manngarminn, sem hann ætlaði að skjóta. en tekst þó að særa hann á öðru eyranu. Vakti þetta atriði mikla kátínu bió- gesta, enda fólk auðheyranlega komið í mikla þörf fyrir slátt á létta strengi. HARD MEH living by the old mles-driven by revenge- dueling to the death over a woraan! K RESTRICTEO

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.