Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977,- „RÉn TIL AÐ LIFA EINS OG MENN” „Og rétt til að lifa eins og menn“ (úr gömlum stríðssöng jafnaðarmanna.) Svo mörg eru þau orð. En hver er svo meiningin. Hvað er átt við með því að lifa eins og menn? Er það að fá allt sem hugurinn girnist og vera svo jafn óánægður á eftir? Eða er það að lifa eftir grundvallarkenningum kristinnar kirkju, lifa því lífi sem krefst af manninum sjálfstjórnar og þess að hann gangi ekki á rétt annarra? Þvílíkar hugsanir hljóta að vakna um þessar mundir kröfu og óbilgirni af öllum víg- stöðvum hvort sem þær bitna svo á okkur sjálfum í annarri mynd. Kaupkröfur á öllum sviðum eru slíkar að ríkisvaldið er sett upp að vegg. Eg þarf þetta, segir hin ráma rödd. Þeir sem minnst bera úr býtum þurfa meira, segir hálaúna- maðurinn um leið og hann passar að hann fái sinn ríflega skammt og svo á ríkissjóður, sameiginlegur banki allra landsmanna, að sjá um allt á eftir. Ég spurði kunningja minn hvar á að taka þetta fé um leið og allir væla um pappírskrónur, verðbólgu og aukna dýrtið. Það er forráða- mannanna að sjá um það. Og þó veit hana að ráðin eru tekin af þeim með hótunum og verkföll- um og oft lítill friður til einhverra athafna. Þannig stangast staðreyndirnar svo afar oft á. Menn horfa upp í loftið og auðvitað kemur þeim ekkert við hvort ríkissjóður á í erfiðleikum eða ekki. Mönnum blöskrar hversu hin útlendu lán eru orðin himinhá. Vextir og afborganir þeirra svimandi. Það er rætt um að erlendar skuldir séu nú um 500 þúsund á V——- hvert mannsbarn í landinu. Og þó menn setji upp vand- lætingarsvip yfir þessu þá tala menn enn um í fullri alvöru að taka ennþá meiri lán erlendis og er ekki langt frá að minnast samþykktar sambands sveitar- stjórna í Vesturlandskjördæmi sem vill erlendar lántökur til að koma vegunum áfram. Allir góðir landsmenn fagna auknum umsvifum inn- lends iðnaðar. Kynning sú sem fram hefir farið um landið undanfarið sýnir svo ekki verður um vilist að iðnaður okkar er fullkomlega sambæri- Iegur við erlendan og á ýmsum sviðum fremri. Nú skyldi maður ætla að fólkið kynni að meta þetta, en því miður er enn hið erlenda svo f hugum manna að keppst er við að fara i innkaupaferðir til útlanda og eru það ísl. ferðaskrifstofur i- fararbroddi að ýta á og gefa ódýr flugför svo ágóðinn verði sem mestur. Og svo er farið og keypt allt mögulegt hvort sem það er að gagni eða ekki. Aðalatriðið, þetta var bara ódýrara en heima. Og þannig er gjaldeyririnn látinn fokka. Um leið verður erfiðara fyrir iðnaðinum heima og þeir peningar sem áttu að fara til hans eru komnir á erlenda grund. Og þó er það staðreynd að um leið og við kaupum inn- lendan varning erum við að treysta íslenzkan gjaldmiðil um leið og við veitum samborgur- um okkar atvinnu við að fram- leiða hann. Þetta skilja Þjóð- verjar einna best Þeir spyrja fyrst um hvort varan sé þýsk. Þessvegna er gjaldeyrir þeirra einn af traustustu í heiminum. Þeir kunna að standa saman um land sitt og þjóð. Þeir hafa lifað það að sjá land sitt í rúst eftir tapaða heimsstyrjöld og með sameiginlegu átaki hafa þeir lyft henni aftur til vegs og Kjallarinn Ámi Helgason viitoingar. Ef við Islendingar hefðum líkar tilfinningar gagn- vart okkar eigin þjóð myndi margt betur fara. Atvinnuvegir okkar standa ekki vel í dag, segja fjölmiðlar. Margt er satt i því, en það er ekki athugað alltaf hvernig þeir eru reknir. Þegar þeir standa vel er ágóðinn hirtur en þegar verr árar er hrópað á ríkið. Það hafa orðið miklar umræður um land- búnaðinn, hvernig hann er rekinn og vissulega eiga þessar umræður meira en rétt á sér Þær eru brýnar Löggjöf okkar I skattamálum er stórgölluð. Þetta þarf að laga. Ekki langt héðan i burtu er stórbú rekið. Það er ekki ólíklegt að 800—1000 fjár fari þaðan á blóðvöllinn og ýms önnur hlunnindi fylgja. Meirihluta útsvars fyrir þetta bú er greitt af ríkissjóði og á sömu skatt- og útsvarsskrá gefur að líta að á annarri jörð, þar sem ung stúlka vinnur með foreldrum sínum einungis við landbúnað, greiðir hún þrisvar sinnum meiri útsvör en nefnt stórbú, án þess að ríkissjóður komi þar nálægt. Svona æpandi ósamræmi er á þessu sviði og væri ekki vanþörf lagfæringar. Er nú að furða þótt hinn al- menni borgari setji upp stór augu þegar hann mætir þessu miskunnarlausa ósamræmi. Einn vinur minn sagði að það borgaði sig fyrir okkur að gera út bát til Færeyja til að kaupa þar Islenskt kindakjöt fyrir veturinn. Ef fundið er að þessu þá er hrópað að þetta séu árásir á bændur og reynt að gera þá að píslarvottum. Til allrar hamingju sjá menn gegnum þessa vitleysu og bændurnir sjálfir eru farnir að vakna og sjá að hér er ekki allt með felldu, sjá að þeir þurfa að breyta háttum. Og það þurfa allar stéttir að sjá. En — þrátt fyrir þetta. Ef einhverju á að breyta má það helst ekki koma við neinn. Það má ekki auka á sársaukann. Á HVAÐA VEGI ERUM VIÐ? Því er ekki goðgá að spyrja á hvaða vegi við Islendingar séum í dag. Menn hugsa lítið um annað en að alheimta daglaun að kvöldi. Þeim er því miður fækkandi sem tíma að gefa nokkuð af sjálfum sér. Þeir vita að það er rétt hjá Bólu-Hjálmari að hæg er leiðin niður á við og allt sem veit til uppbyggingar kostar fórnir og sjálfsafneitun, en það má lítið tala um það. Það er gætt þess að vinna ekki meira en skyldan býður og kannski ekki einu sinni það. Og svona er smámynd af þjóðfélagi voru í dag. Og þeir menp rísa upp sem telja vænlegast andlegum þroska þjóðarinnar að ala hana upp á bjór og brennivíni og loka augunum þegar þeir mæta þessum sem áttu að alast þannig upp komnum á mann- félagsins haug og allt þeirra líf í ösku. Og þrátt fyrir allar afleiðingar, er beðið um meiri fræðslu, jafnvel þótt lífið sjálft sýni okkur svart á hvftu hvað rétt er og rangt. Einhver hefir sagt: Þeir sem lifa og vinna fyrir peninga fá oft að launum upphefð og auð. Þeir sem lifa og vinna fyrir þjóðina og föðurlandið fá oft að launum róg og vanþakklæti og þeir sem lifa fyrir Jesúm Krist, eru krossfestir. Kannski er það þessvegna að andrúmsloftið í kringum okkur er ekki beysnara í dag. Menn vilja heldur eignast auðinn — valtastan vina — en eignast þann auð sem engin verðmæti geta önnur skapað, þann auð sem enginn tekur frá manni sem ávaxtast í góðri samvisku og trú að hafa gert sínum meðbræðrum gagn. Eitur f hvaða mynd sem er veikir en reisir ekki við. Þess vegna benda mannvinir á hættuna af áfengi og öðrum eiturefnum, meðan aðrir „græða“ á veik- leika og óhamingju annarra. Hvílíkur heimur. — Við getum gert hann betri og hvers vegná hikum við. Er ekki krossinn meira virði þegar allt kemur til alls. Ekki það sem maðurinn á er bjargráð hans, heldur það sem á manninn. Ef Islenska þjóðin á að eiga fagurt mannlíf fram- undan verðum við að rækta manninn þannig að allt sem að göfugu og góðu stefni eigi hann. Það er von allra þjóð- hollra landsmanna. Arni Heigason Stykkishólmi * — »' .... Sigurverk í brjósti manns ólafur Jóhann SigurÖsson: SEIÐUR OG HÉLOG Úr fórum blaöamanns Mól og monning 1977. 340 bls. Eftir 22 ár tekur Ölafur Jóhann Sigurðsson upp þráðinn þar sem frá var horfið I Gang- virkinu að segja frá ævidögum Páls blaðamanns Jónssonar í Reykjavík á stríðsárunum. Fyrri sögunni lauk á hernáms- daginn, 10. maí 1940. Með komu breta var eins og í bili stöðv- aðist hið sigursæla gangverk I brjósti sögumannsins sem trekkt var upp heima I stofu hjá ömmu hans á Djúpafirði. Þegar nýju sögunni sleppir er það enn ekki komið I gang á ný, aldrei fjær þvi, enda lýkur henni með enn afdrifameiri tlð- indum, atómsprengingu I Híróslma 1945. Hvað tekur við að svo búnu, hvað verður um mannkyn á kjarnorkuöld, þjóð í hernumdu landi, hvað verður um mig? A þeirri spurn lýkur sögunni I enn meiri óvissu en nokkru sinni fyrr. Aftur og fram í tímanum Væntanlega er Gangvirkið fyrnd bók flestum lesendum nú á dögum, svo löngu eftir að hún kom út, líkt og aðrar fyrri sögur Ölafs Jóh. Sigurðssonar. Raunar rifjaðist sagan með eftirminnilegum hætti upp fyrir þeim hlustendum sem fyrir nokkrum árum voru svo heppnir að heyra Þorstein Gunnarsson flytja hana í út- varpið: það var ákjósanlegt dæmi þess hvernig útvarp getur, þegar vel lætur, orðið til að rifja upp og lífga við á ný góðar bókmenntir sem af ein- hverjum ástæðum hefur fyrnst yfir I bili. En Gangvirkið er á marga lund slungin saga að frásagnar- efni og aðferð. Sagan gerist að meginefni til veturinn 1939-40, þegar heimsstyrjöld og hernám fara I hönd, en jafnframt er rifjuð upp bernska sögumanns, þetta 10—15 árum fyrr. Það var sem fyrr segir uppvöxtur hans hjá ömmu á Djúpafirði sem olli því að hann varð síðar á ævinni „eins og skrýtin kvenfélags- klukka á hrikalegum tímum,“ eins og segir í upphafi nýju sögunnar. Sjálf er sagan aftur á móti sögð æðilöngu síðar en at- burðir fara fram, þetta 10—15 árum, eða sem næst þeim tíma þegar Gangvirkið kom út, 1955. Það er sem sé æðimiklu lífs- reyndari maður sem söguna segir en Páll var blaðamaður á þeim æskudögum sem Páll sögumaður greinir frá í Gang- virkinu og síðan í Seiður og hélog. I millitíð hafa orðið at- burðir i lífi hans sem breytt hafa manninum, komið honum til þroska, þess skilnings á sjálfum sér, ævi sinni og um- hverfi sem hann freistar í frá- sögninni að koma að orðum. Ætli sé ekki heimilt að ætla að þau atvik verði á árunum 1949- 51, við inngöngu íslands I Nató og endurnýjað hernám landsins, að þá hafi hann fellt á sig sök sem oft er höfðað til á minnisblöðum hans og gerði hann að glæpamanni að al- menningsáliti og betri borgara I bænum. Segja mætti mér að þá hafi sigurverkið I brjósti hans líka farið að tifa á nýjan leik. En frá þessum atburðum er enn eftir að greina I ókomnum þriðja hluta verksins sem ein- hvern tíma fréttist að ætti að heita Glæpurinn. Sjálfur hinn nostursamlegi ritháttur, íturfágaði still á sög- unum ber líka þennan þroska- mun með sér, og reyndar er minningaformið forsenda eða undirstaða stílsháttarins með öllum sinum síendurteknu stefjum og kveikjum, trega- blandna hugblæ sem hann lýsir. Hitt er svo annað mál hvort nýju sögunni eða verkinu I heild eykst einhvers konar ný tímavidd af þeirri löngu töf sem orðið hefur á útgáfu þess. En taka má eftir því að lengri tími er liðinn á milli lesanda Seiðs og hélogs og sögutíma verksins, svo sem á miðjum sjötta áratug aldarinnar, en þá var liðinn frá frásagnartíma þess á stríðsárunum, 1940-45. Það tekur því kannski ekki að „grafa hugann“ um þessi efni. En því er ekki að neita að hin íhugulu angursamlegu viðhorf sögumannsins í Gangvirkinu, Seiði og hélogum eru vitaskuld háð sínum tima og lýsa honum, og hljóta nú að birtast lesend- um I sögulegri fjarvídd, ljósi þess sem síðan hefur skeð og ekki skeð I landsmálum og heimsmálum og lifi einstakl- inga. Glœpur í vœndum Þvf er þetta svo vandlega rakið að nýja sagan, Seiður og hélog, atburðarás og persónu- sköpun og sjálfur stíllinn á sögunni er allt órofa þáttur í framvindu verksins í heild, höfðar til samhengis sem ekki verður ljóst fyrr en það er allt komið fram. Fjarska margt sem fyrir ber, fólk og atburðir I Seiði og hélogum skilst ekki til neinnar hlítar nema I ljósinu af þvi sem fyrr var skeð I Gang- virkinu, en annað skírskotar augljóslega til ókominna at- burða í Glæpnum og fær ekki fulla merkingu fyrr en sam- hengi þeirra og þess er komið á daginn. Bara er vonandi að ekki þurfi að bíða framhaldsins svo skipti árum eða áratugum. Og það held ég sé öldungis ljóst eftir útkomu nýju sögunn- ar að hér er í uppgangi mikils- háttar verk í raunsæislegum samtímabókmenntum okkar: Ólafur Jóhanh Sigurðsson er hér að segja frá og lýsa afdrifa- rikustu tímaskiptum í sögu þjóðarinnar, umskiptum gamla og nýja timans á Islandi um stríðsárin, upphafi þess sam- félags sem við nú byggjum. Þótt sjálf þessi umskipti megi heita aðalviðfangsefni, eða þema, bókmenntanna eftir stríð, eru þeir höfundar ekki margir sem færst hafa á fang að lýsa þeim beinllnis, berum orðum eins og Ölafur Jóhann gerir I þessum sögum. Helst er að nefna Indriða G. Þorsteins- son og sögur hans, og raunar væri það ekki ófyrirsynju að huga að þvl sem líkt kann að vera og skylt undir niðri með þessum tveimur alls ólíku höf- undum, viðhorfum og aðferð- um þeirra. En um niðurstöður Ölafs Jóhanns af þeirri sið- ferðislegu úttekt stríðs- og eftirstríðsára og þar með sam- tímans sem hafin er I þessum sögum er of snemmt að ræða margt meðan verkinu enn er ólokið. Allt í eld og loga Seiður og hélog hefst sem sé þegar að loknu hernámi breta um vorið 1940, sögumaður af- ræður eftir nokkra töf frá skriftum að halda áfram til- raun sinni að slöggva sig á sjálfum sér og öðrum, ráða f rök þeirra atburða sem hafa gert hann þann sem hann er. Stríðið byrjar að líða. Páll Jónsson þraukar blaðamaður á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.