Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977. 11 meistarakeppninni í knatt- spyrnu og vinstrisinnar voru of seinirásér. Croissant var farinn í þyrlu til Véstur-Þýzkalands. Kommúnistar hafa mótmælt framsali Croissant lögmanns harðlega og telja engar líkur á aö hann veröi leiddur fyrir óhlutdrægan rétt í Vestur- Þýzkalandi. Vinstrisinnaðir lög- fræðingar í Frakklandi hópuð- ust við helzta dómshús Parísar í mótmælaskyni. Þekktir vinstri- sinnar eins og Jean Paul Sartre. Jean Genet. Simone De Beauvoir og Yves Montand hafa komið fram og mótmælt framsali Croissant. Hið þekkta dagblað Le Monde sagði í leiðara sínum að á síðustu vikum hefðu Þjóð- verjar heimt tvo sonu sína heim af erlendri grund. Le Monde telur að eftir ákvörðun franska dómsins um að Croissant lögmaður skyldi framseldur til Þýzkalands geti pólitískir flóttamenn ekki á neinn hátt álitið sig örugga í Frakklandi. Fyrstur hefði Kappler stríðs- glæpamaðurinn komið á flótta frá Ítalíu. Hefði mörgum Þjóð- verjanum þótt mikið til koma og fagnað honum'vel. Síðan hefði Croissant komið heim, að vísu ekki af fúsum vilja heldur með aðstoð franskra yfirvalda. Fáir hefðu fagnað honum við komuna til Vestur-Þýzkalands enda stæði til að dæma Croissant. Valery Giscard d’Estaing for- seti Frakklands hefur vafalítið verið ánægður með að geta framselt lögmanninn til Vestur- Þýzkalands eftir úrskurð dóm- stólsins. Á sinn hátt má líta á framsal- ið sem enn eina sönnunina um góð tengsl ríkjanna þar sem þeir vinirnir Helmut Schmidt O'j Valery Giscard d’Estaing eru aú æðstu.menn. Forseti Frakklands hefur lýst því yfir að framsal Crois- ■sants hafi verið eðlilegt og eng- Leiðtogar Vestur-Þýzkalands og Frakklands hafa þekkzt lengi og hefur samvinna þeirra þótt til fyrirmyndar í það minnsta meðal þeirra sem vilja bætt samskipti þjóðanna. Myndin er tekin af fundiþeirra og er Giscard d’Estaing Frakklandsforseti tilvinstri og Helmut Schmidt kanslari til hægri. in ástæða sé til að vantreysta vestur-þýzkum dómstólum. Báðir eru þjóðarleiðtogarnir sannfærðir um að friður í Evrópu verði ekki tryggður nema með nánu og friðsamlegu samstarfi þessara risa á megin- landi Evrópu. Þeir eru einnig sannfærðir um að almenningur í ríkjum þeirra sé sama sinnis. Þrátt fyrir háværa hópa sem vantrúaðir eru á raunverulegt samband milli ríkjanna virðast almennar skoðanakannanir styðja þetta álit leiðtoganna. Meira en átta af hverjum tíu Frökkum telur að vinátta og gott samstarf eigi að vera milli Vestur-Þýzkalands og Frakk- lands. ófögur lýsing á þessum þætti efnahagsmála okkar en sönn er hún þó. Ef einhver ykkar efast um sannleiksgildi þessa þá kynnið ykkur fjárfestingamál svonefndra „gæðinga”. Þau blasa nánast við úr hverjum glugga. Þessi óarðbæra verð- bólgupólitík á sér lítil sem engin takmörk, enda uppbyggð á ákveðnu samtryggingakerfi, þar sem sameiginlegir hags- munir fjármála- og stjórn- málamanna fara saman. Það er því augljóst af fenginni reynslu af núverandi stjórnarflokkum að þeir geta og vilja ekki breyta þessu sjúka afætukerfi, enda fær það megin næringu sína frá þeim sjálfum Launþegasamtökin verða því að stöðva þessa háska- legu bróun. TILLOGUR UM BREYTTA SKATTALÖGGJÖF I þessari grein verður aðeins fjallað um skattahlið þessara mála og jafnframt reynt að benda á Ieiðir til úrbótar. Eins og ku. nugt er eiga um 80% Islendinga sínar eigin íbúðir og má því ætla að fasteignir gefi gleggsta mynd af efnahag skatt- greiðenda og því beri að skatt- leggja þá samkvæmt því. Þessvegna legg ég til að eftir- taldar breytingar verði gerðar á skattalöggjöf inni: Tekjuskattur verði afnuminn nema af hátekjufólki en þess í stað verði fasteignaskattar hækkaðir frá því sem nú er. Af einni íbúð af meðalstærð væru t.d. greiddar 150 þúsund kr. i stað 30—40 þúsund nú. Af Ibúð nr. tvö í eigu sama aðila væri greitt 50% hærra gjald og ef sami aðili ætti enn fleiri íbúðir myndi hann þurfa að greiða helmingi hærri upphæð. Ellilíf- eyrisþegar greiði engin fast- eignagjöld af einni íbúð, nema þeir hafi verulegar tekjur. Fasteignaskattar af leigu- húsnæði vegna atvinnureksturs verði einnig stórhækkaðir en á sama tíma verði stofnlán til arðvænna fyrirtækja hækkuð og séu með hagkvæmum kjörum til að auðvelda slíkum aðilum að eignast sitt eigið húsnæði. Umrædd skatta- breyting myndi leiða til þess að þeir sem eiga margar íbúðir myndu selja þær. Þær þúsundir íbúða sem þá yrðu til sölu ættu að stuðla að jafnvægi á fast- eignamarkaðnum a.m.k. hér suðvestanlands. Til að gera leigutökum kleift, svo og öðrum sem þurfa að eignast íbúðir, þyrfti Húsnæðismála- stofnunin samtímis að hækka lánsupphæðir sem svaraði til Kjallarinn Kristján Pétursson um 80% af heildarverði íbúða. Flestir launþegar verða nú að greiða um 200—400 þúsund kr. í tekjuskatt. Ef hann yrði felldur niður myndu þeir væntanlega hagnast um 150—200 þúsund kr. Þessi breyting myndi því leiða til þess að svonefndir „skattlausir eignamenn‘“ færu að greiða skatta til þjóðfélagsins. Samtímis þyrfti að gera þá breytingu á álagningu útsvara, að i stað þess að reikna 11% af brúttólaunum eins og nú er gert, væri greitt ca 2% af brunabótamati íbúða. Hátekju- menn myndu þó áfram bera útsvör eins og tekjuskatt og myndi þjóðhagsstofnuninni verða falið að ákvarða á hverjum tíma álagningu þeirra. Til þess að lesendur geti betur glöggvað sig á umræddum breytingum og áhrifum þeirra skal eftir- farandi tekið fram. 1. Fasteignir (húsnæði) myndu ekki hækka í verði a.m.k. um árabil og myndi þá fleirum verða kleift að eignast sínar eigin íbúðir, enda hækki Húsnæðismála- stofnun ríkisins lán til íbúðar- kaupa og nýbygginga eins og áður greinir. 2. Með umræddri hækkun fast- eignaskatta ætti að vera hægt að koma í veg fyrir verðbólgu- gróða húsabraskara og vinna jafnframt gegn því að einn og sami aðili eignist margar íbúðir. 3. Hækkun fasteignagjalda myndi einnig hamla á móti óeðlilegri lánafyrirgreiðslu til pólitískra aðila og braskara á sviði húsbygginga. 4. Lifeyrisþegar greiði engin fasteignagjöld né útsvör af einni íbúð, nema þeir hafi verulegar tekjur umfram tryggingabætur, en sú upphæð yrði ákvörðuð af þjóðhagsstofnuninni. Það er þjóðinni til mikillar van- sæmdar hvernig skattlagningu hefur verið háttað hjá þessum aðilum. 5. Fyrirtæki greiði alla sína skatta í formi fasteigna- og aðstöðugjalda og sé þeim réttilega skipt milli ríkis og sveitafélaga. 6. Fyrirtæki eða einstaklingar sem eru að hefja rekstur greiði engin opinber gjöld á fyrsta rekstrarári, helming álagðra gjalda á næsta ári, en síðan að fullu. 7. Afskrifta- og fyrningatími fyrirtækja sé lengdur frá þvi sem nú er. 8. Söluskattur sé felldur niður en f hans stað komi virðis- aukaskattur. 9. Heimilt sé að fella niður eða lækka fasteignagjöld og útsvör vegna fjárhagslegra erfiðleika. 10. Þar sem fasteignagjöld og útsvör yrðu reiknuð út frá brunabótamati eins og áður greinir, þyrfti að samræma matið, þ.e. að byggingarefni fbúða grundvalli ekki mats- upphæðina. Kæmi það í veg fyrir óeðlilegan mismun á milli timburs og steinhúsa. 11. Af einbýlishúsum ýfir ákveðna stærð yrðu greidd 20% hærri fasteignagjöld og útsvör en af íbúðum í sam- býlishúsum. 12. Skattrannsóknadeildin fái ótvíræða heimild til að rannsaka óeðlilegar og grun- samlegar fjárfestingar og sé eignaaðilum skylt og lánar- drottnum að leggja fram öll gögn þar að lútandi. Slíkar rannsóknir sé hægt að fram- kvæma 6 ár aftur í tímann eða eins og fyrningareglur segja til um. Sannist að viðkomandi aðili hafi eignast húsnæði eða aðrar eignir með ólögmætum hætti skal beita sektum, eignaupptöku, nema þyngri refsingar liggi við. 13. Fyrir meiriháttar og ítrekuð skattlagabrot sé heimilt að svipta fyrirtæki og einstaklinga rekstrarleyfi. Ekki verða hér gerðar neinar áætlanir um tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga er leiða myndu af áðurnefndum tillögum en ekki verður séð að umrædd breyting myndi þurfa að skerða hlut hins opinbera. Veigamestu atriðin. við téða skattaálags- breytingu fyrir utan að draga úr skattaþjófnuðum væri sú mikla tilfærsla sem myndi eiga sér stað á fjármagni í þjóð- félaginu. í reynd hafa hús- eignir verið aðalsparisjóður landsmanna um langan aldur vegna þeirrar óðaverðbólgu sem hér hefur ríkt. Við umrædda breytingu myndu einstaklingar og fyrirtæki, sem varið hafa fjármunum sinum í hvers konar húsabrask, leggja sitt sparifé í banka en við þá þróun myndu útlán banka og sparisjóða stóraukast, m.a. væri þá hægt að hækka stofnlán til nýrra fyrirtækja og auka rekstrarlán almennt til arðvæns reksturs. Þá ætti sú geigvænlega verðbólguþensla, sem einkennt hefur bygginga- iðnaðinn að hverfa að mestu leyti en hún hefur verið einn skæðasti vaxtarbroddur verð- bólgunnar um langan tima eins og kunnugt er. Hækkun stofn- lána og aukin og hagkvæm rekstrarlán til eldri og nýrra atvinnugreina ættu að leiða til meiri útflutningsiðnaðar sam- fgra aukinni gjaldeyrisöflun. Þá myndi slík skattaálagning mjög einfalda og auðvelda skattaeftirlit og innheimtu opinberra gjalda. SAMSEKT STJÓRNVALDA Réttlát skattalöggjöf er ein af meginstoðum lýðræðisins en sú löggjöf sem við höfum búið við hefur verið fótum troðin og er í framkvæmd þjóðarskömm. Það er löngu tímabært að íslend- ingar geri sér fullkomlega ljóst að skattaþjófnaðir eru meiri- háttar laga- og siðgæðisbrot. Vinnum því markvisst að því að starfsemi hinna svonefndu „fínu stórafbrotamanna” (skattaþjófar og okurlánarar) verði rannsökuð til hlítar. Það er sannarlega kominn tími til að viðkomandi stjórnvöld viðurkenni í verki að það séu til fleiri þjófar á Islandi en ógæfu- söm ungmenni. Dómsm.ráðhr. og fjármálaráðhr. ætti ekki að reynast erfitt að hafa uppi á þessu milljarðaþýfi, það blasir hvarvetna við hverjum sjáandi manni. Stjórnvöld sem láta slíka þjófnaði afskiptalausa eru samsek og því ætti að rannsaka stöðu og hugsanlega hlutdeild þeirra í þessum efnum. Það þýðir ekkert fyrir alþingis- menn og aðra ábyrga aðila að bera við vitneskju- og þekkingarleysi í þessum efnum. Við ykkur launþegar, sem eruð mikill meirihluti þjóðarinnar vil ég segja þetta: Þið verðið að losna úr þeim pólltísku og persónulegu viðjum, sem tengt hafa ykkur meira og minna við hið sjúka samtryggingarkerfi stjórnmála- manna og hagsmunaklíka, annars halda skatta- þjófnaðirnir áfram með sama hætti og áður. Kristján Pétursson deildarstjóri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.