Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977. 13 Tónlist SINNHOFFER ENN Kammermúsíkklúbburinn er nú langt kominn að láta flytja alla strengjakvartetta Beet- hovens, byrjaði á því í fyrra vetur og mun ljúka því í maí 1978. Hefur hann fengið ýmsa> listamenn, innlenda og erlenda til starfa, nú síðast Sinnhoffer- kvartettinn • frá Þýskalandi, sem kom fram á tvennum hljómleikum. Á seinni hljóm- leikunum, sl. mánudagskvöld, voru fluttir tveir úr fyrsta kvartettflokknum op. 18, nr. 3 og 5, en á milli þeirra var settur einn af þeim stóru og sterku op. 127 í esdúr. Kvartettarnir op. 18, sem eru sex að tölu, eru eins og aldur þeirra bendir til samdir mjög í anda Haydns og Mozarts og eru enda meðal aðgengilegustu og um leið vin- sælustu kammerverka Beet- hovens. Þar er fátt sem gefur tilefni til ábúðarmikilla heila- brota, þetta er fyrst og fremst góð og fáguð skemmtun, þar sem hljóðfæraleikarar og áheyrendur geta tekið lífinu með ró. Auðvitað bregður þar fyrir margsinnis ýmsum pirr- andi sérkennum Beethovens, sem ýta snögglega við mönnum: brött tóntegundaskipti leiða kannski yfir í aukastef í útúr- dúr og manni verður á að skella uppúr í hærra lagi. Sinnhoff- verkvartettinn var vel heima í þessu andrúmslofti, enda kammergrúppa af gamla skólanum, þar sem menn eru ekkert að æsa sig upp úr öllum veðrum yfir smámunum. Ef eitthvað þarf endilega að finna að honum var eins og vantaði eilítið á skærleika tónanna, leikurinn var kannski ívið of mattur á köflum. Op 127 er hinsvegar af allt- öðrum toga og geggjaðri og gerir satt að segja ýtrustu kröfur til allra sem nálægt koma. Öll hin þaulreyndu og settlegu form kvartettsins vínarklassíska eru þanin og sprengd. Hugmyndir fá að ferðast og þróast eftir ókunnum stigum, og menn þurfa að hafa sig alla við að tapa ekki áttanna. En þjóðverj- arnir léku þetta örugglega, hefðbundið og að vísu dálítið þunglamalega svo maður hafði stundum þá þyndartilfinningu þegar ofhlaðinn Fokkerfriend- ship nálgast brautarenda í flug- taki. En engan skæting um þessa ágætu fjórmenninga.Þeir gerðu sannarlega sitt til að gleðja okkur í skammdeginu. Með hækkandi sól koma svo fleiri Beethoven hljómleikar hjá Kammermúsíkklúbbnum, í mars ’78 heyrum við Reykja- víkur Ensemble kvartettinn og svo lýkur flutningi Beethoven- kvartettanna með tvennum hljómleikum Miinchener kvart- ettsins í maímánuði. Er þetta auðvitað mikið tilhlökkunar- efni. Leifur Þórarinsson Sovétpfanó Það er ekki svo langt síðan aðrir hverjir hljómleikar hér í bænum voru píanóhljómleik- ar með verkum frá 19. öld í yfirgnæfandi meiri- hluta. Nú er tíðin orðin nokk- uð önnur, strengjakvartettar og aðrir kammerflokkar draga til sín æ fleiri áhorf- endur, og efnisskrárnar inni- halda verk frá ýmsum öld- um, jafnvel þeirri 20ustu. Þessi þróun er auðvitað ljóm- andi, því heldur var þessi stans- lausi píanóflaumur orðinn þreýtandi, þrátt fyrir marga góða og heimsfræga snillinga. Menn voru því ekkert sérlega píanóþreyttir þegar sovétkon- una Lubov Timofeyevu bar að garði um daginn, með Schu- mann, Rachmaninoff og Proko- fiev í pokahorninu. Hún lék sumsé verk þeirra hjá Tón- listarfélaginu á laugardaginn, við feikna hrifningu fjölda áheyrenda. Og ekki var nema von að menn væru hrifnir, því þarna var sannarlega einn af „meisturum hljómborðsins” á ferðinni. Nú er hægt að dást í það óendanlega að fingrafimi og úthaldi í flutningi þrælerf- iðra tónverka, og Timofeyeva hefur meira en nóg af slíku. En hún hefur meira, mikið meira. ástæðulausu. Hún fór nefnilega alls ekki eftir bókinni að öllu leyti, hvað snerti styrkleika, hraða o.s.frv. En þetta var gert af slíkri sannfæringu og raun- verulegum sköpunarkrafti, að ekki sé talað um tæknilega yfir- burði, að sumir myndu segja að hafi slegið öll met. Kannski er maður líka orðinn dálítið þreyttur á þessari fastmótuðu plötuspilamennsku, sem svo mjög hefur tíðkast hér vestra á seinni árum. 1 öllu falli virkaði þetta að sumu leyti eins skemmtilega og dálítið bíræf- inn frumflutningur, og alls ekki einsog hálfþornuð jóla- kaka uppí skáp, einsog Schu- mann gerir stundum í meðför- um mikilla alvörumanna. Já, þetta voru spennandi hljómleikar, sem náðu hámarki í lokaverkinu, Sónötu nr. 7 eftir Prokofiev. Hraðinn á fyrsta þættinum var að vísu ofboðs- legur, og manni var um og ó þegar kom að erfiðustu stöðun- um, sem fyrir venjulegt fólk sýnast næstum óspilandi. En stúlkan lék sér að þessu, einsog ekkert væri sjálfsagðara, og einhver heyrðist hvísla, Horo- wits, Horowits. Leifur Þórarinsson 'Timofeyeva. DB-mynd Jón Kristinn Cortes. Sú heillandi ævintýra- mennska sem kom fram í leik hennar á Karneval Schumanns gæti að vísu hafa hneykslað einhvern, og kannski ekki að Leifur Þórarinsson Blysfara með dálkahöfundin- um Sókron reykvíking og Stefáni Valþóri Guðlaugssyni ritstjóra og unir hag sínum miður en skyldi, gangverkið góða alveg þagnað í brjóstinu á honum. Brátt taka vinir hans og kunningjar að dragast inn í hringiðu hernámsins, stríðs- gróða og ástands: þangað lendir kærastan hans, Kristín sem kölluð var Dillí. Við hittum hana aftur síðar í sögunni, lífs- reynda stríðsekkju, með lítið barn í kerru á Tjarnarbrúnni. Á sama máta fer fyrir ferm- ingarbróður hans af Djúpafirði sem síðan ferst í sjó, skip hans skotið niður af þjóðverjum. Aðrir græða á stríðinu: strákur úr búð er fyrr en varir orðinn heildsali í ameríkuvið- skiptum, skáldið Aron Eilifs hættur að vinna á kontór, kvæntur maður, farinn að gefa út bækur sínar í skrautbandi, kominn á 18du grein fjárlaga, Jón karlinn Guðjónsson, sem svo ómildilega var skopast með í Gangvirkinu forðum, kemst líka yfir kvenmann, gervi- múrari hjá bretum, sorpkarl hjá könum og lifir góðu lífi á súpukjöti upp úr ruslatunnum hersins. Að stríðslokum vill hann ómögulega að herinn fari. Eiginlega geymir saga Ragn- heiðar matsölukonu kjarna her- námsára og stríðsgróða: hún segir upp mötunautum sínum til að stofna bretasjoppu, kemst í uppgrip að steikja handa þeim fisk og kartöflur, verður fyrir hrekk af könum sem ríður henni að fullu, en arfurinn eftir hana fer allur í drykk og drabb og gengur síðast upp í eldi og logum. Góður drengur og tímarnir Páll er á Þingvöllum 17da júní 1944, en finnur ekki þau hughrif, ym og þyt í brjóstinu sem hann hafði vænst. Það skeði ekki fyrr en sfðar um sumarið. Þá liggur hann um sinn við í sumarleyfi í námunda við lítinn bæ, auðvitað með burstum, þar sem kliða lindir í túni, leika sér glókollar í hagan- um, en hjónin á bænum ganga stillt og prúð að verkum sínum, slá með orfi og ljá, einjárnungi meir að segja, en langar að visu að eignast sláttuvél. Þau- eru hneigð fyrir bækur og bóndi laginn að skera út. Þar gerðist loks eitthvað sem Páll fær ekki með orðum lýst, varð á honum einhvér breyting innanrifja sem hann býr að enn þann dag sem hann segir sögu sína. Seiður og hélog er að vísu saga sögð með útsmoginni list og íþrótt. Fólk og atburðir sem hér hefur verið lauslega drepið á og margt margt fleira er ljóst og skilmerkilega dregið upp, fléttast greiðlega saman i frjálslegri atburðarás sem ein- att hefur lag á að koma les- anda á óvart. Oft brugðið á mannlýsingar og atvik skoplegu, eða meinlegu ljósi stundum með undirkeim af einhvers konar mannfyrir- litningu sem að vísu einatt var gleggri í Gangvirkinu. En það er ekki því að neita: flest er það fólk sem Páll Jónsson hefur saman við að sælda ósköp lítilsiglt, og það er honum væntanlega orðið ljóst um það bil sem hann færir frásögn sína í letur, hversu sem vinnst að sjá út náunga sinn á frásögutímanum sjálfum. Sjálfur er Páll fjarska vænn og vandaður piltur, en óneitan- lega mesti ráðleysingi, svo daufgerður að með köflum á lesandi fullt í fangi að viðhalda áhuga sínum á blessuðum pilt- inum í hinni langvinnu frásögn með öllum sínum ítrekunum og endurtekningum í frásagnar- efni og stílfari. Páll er að vísu fremur miðill frásagnarefnisins' hughrifa fólks og atvika, hinnar mein- legu og skoplegu aldarfarslýs- ingar, en sjálfur gerandi i at- burðarás. Og jafnframt býr lýsing hans að spennu sem felst í frásagnaraðferðinni sjálfri: lesanda er alla tíð ljóst að Páll á eftir að breytast, að afdrifarík tíðindi munu brátt henda hann. Það verður æ því ljósara sem lengra líður að fólk og atburðir er ekki allt sem það er séð, atburðarásin býr yfir duldri merkingu sem ekki verður ljós fyrr en í víðtækara samhengi en enn er komið á daginn. Heim til lindanna Lífi sinu á stríðsárunum líkir Páll stundum við draum eða leiðslu — „hraðferð i annar- legri birtu tungls og hélogs um kynjafullt landslag ... þar sem allt átti til að hafa hamskipti og endaskipti, fléttast saman með óvæntum hætti og greinast jafn snögglega sundur, rétt éins og I sjónhverfingaleik.“ Undir lok sögunnar, um það bil að hann „slíðrar pennann” í stríðslokin, verður draumurinn að martröð þar sem seiður er þulinn í öll- um áttum, ekkert ber birtu nema hélog: maurildi, villuljós. Páll er í draumnum á hröðum flótta með mynd móður sinnar og ömmu, nafn pabba á vörunum, heim til Djúpa- fjarðar, til hinna kliðandi linda Hér tengist táknmál draumsins augljóslega myndmálinu í hin- um rómuðu ljóðum Olafs Jóhanns: traustinu á upprun- ann. náttúruna, upprunalegt samneyti manns og náttúru, samneyti manna. Lesandi veit vel að það traust muni ekki bregðast Páli Jónssyni. Hitt er eftir að sjá hvern veg atvikin leiða hann heim á ný um villustigu svik- ulla tíma. En því er ekki að neita að eftir nýju söguna er lesandi orðinn æði forvitinn um þau málalok og til muna áhuga- samari um Pál og. afdrif hans en áður var, eftir Gangvirkið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.