Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 27
 Sjónvarp DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1977. « Útvarp Útvarp íkvöld kl. 20.10: Leikritið Bærinn okkar Fólkið i Grovers Komers Kagnneiour sieniaórsáöiur er i kvöld í hlutverki því sem Bryndís lék ’47, hlutverki Emely. Gísii Halldórsson er sögumaður. I kvöld verður flutt i útvarpinu leikritiö B!erinn okkar eftir ThorntonWiider. Sagt er frá lífinu i smábænum Grovers Korners sem er í New Hampshire í Band- ríkjunum. Sagan gerist snemma á þessari öld. Leikurinn er í frá- söguformi og er sögumaðurinn hvort tveggja í senn, þátttakandi í atburðunum og lýsandi á þeim úr fjarlægð. Lýst er umhverfi og staðhattum og síðast en ekki sízt fólkinu í bænum. Það er eins og gengur og gerist með kostum sínum og göllum, í gleði og sorg, og eins og það er orðað í upplýsingum frá útvarpinu er oft óhugnanlega lif- George, hlutverkið sem Rúrik var í’47. andi f meðförum höfundar. Sér- kennileiki sögumannsins er sagður gefa leiknum aðlaðandi og sérkennilegan blæ sem fellur að öllu leyti vel við efni hans. Bogi Ölafsson þýddi Bæinn okkar. Leikstjóri er Jónas Jónas- son. í aðalhlutverkum eru Gísli Halldórsson sem er sögumaður, Ragnheiður Steindórsdóttir sem leikur Emely Webb, Hjalti Rögn- valdsson leikur George Gibbs, Hákon Waage leikur dr. Gibbs, Valgerður Dan leikur frú hans, Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur frú Webb og Helgi Skúla- son leikur herra Webb. Auk þeirra leika svo þau Guðmundur Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Ævar R. Kvaran, Karl Guðmund- son, Benedikt Árnason, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, Randver Þorláksson, Flosi Ölafsson, Jón Gunnarsson, Stefán Jónsson. Valgerður Dan Hákon Waage leikur föður Georgs, Dr. Gibb. Útvarp íkvöld: Höf undur leikritsins Thomton Wilder Thornton Wilder, höfundur Bæjarins okkar, var fæddur f Madison f Wisconsin-rfki f Bandarfkjunum árið 1897. Faðir hans.var blaðaútgefandi þar í bæ. Þegar Thornton var unglingur bjuggu foreldrar hans um tfma f Austurlöndum og hann vitaskuld hjá þeim. Fyrstu bækurnar sem hann skrifaði bera þess glögg merki. Má þar til dæmis nefna Brúna f san Luis Ray sem út kom 1928. Fyrstu sviðsverk sín skrifaði Wilder fyrir stúdentaleikhús. Verulegri athygli náði hann þó ekki fyrr en með Bænum okkar sem út var gefinn 1938. Fyrir það leikrit fékk hann Pulitzer- verðlaunin og einnig fyrir leik- ritið A yztu nöf; það síðartalda kom út 1942. Auk þess hefur Wilder skrifað nokkrar skáldsögur. Þar á meðal er Konan frá Andors sem gert hefur verið leikrit eftir. Því leikriti var út- varpað hér árið 1960. Einnig hefur verið flutt í íslenzku útvarpi leikritið Hálf sex fer út af sporinu, árið 1959. Þjóðleikhúsið færði upp leikritið Á yztu nöf árið 1959. Thornton Wilder lézt árið 1975, í desember, þá nærri átt- ræður að aldri. -ds. Guðrún Gísladóttir og Árni Bene- diktsson. Leikritið Bærinn okkar var flutt af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1947. Þá voru þau Bryndfs Pétursdóttir og Rúrik Haraldsson í hlutverkum Emely og George. Leiktími þeirra var þá rétt að hefjast og voru þau með þeim fyrstu af nýrri kynslóð sem gerði vart við sig nokkuð löngu eftir að Leikfélagið var stofnað. Auk þess hefur Bærinn okkar verið fluttur á Akureyri fyrir allmörgum árum. -DS. Helgi Skúlason lelkur toour Emely, herra Webb. Anna Kristín Arngrfmsdóttir ieikur frú Webb. g Útvarp Fimmtudagur 1. desember Fullveldisdagur fslendinga 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Rögnvaldur Finnbogason les „Ævintýri frá Narníu" eftir C.S. Lewis (16). Til- kynningar kl. 9.30. Þingfróttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Tannlæknaþáttur kl. 10.25: Guðmundur Lárusson talar um barnatannlækningar. Tónleikar kl. 10.45: Hátíðarmars eftir Arna Björns- son, Sinfóníuhljómsveit íslands leikur; Páll P. Pálsson stj. 11.00 Guðsþjónusta í kapellu hóskólans. Guðni Þór Ólafsson stud. theol. predikar. Séra Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Guðfræðinemar syngja undir stjórn organleikarans, Jóns Stefánssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningr ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.00 Fullveldissamkoma stúdenta í Háskólabíói. Samfelld dagskrá með upplestri og söng um kvenfrelsis- baráttu, tekin saman og flutt af háskólastúdentum o. fl. Ræður flytja: Bjarnfríður Leósdóttir frá Akranesi og Silja Aðalsteinsdóttir cand. mag Sönghópur alþýðumenningar syngur. 15.30 MiAdegistónleikar. Háskólakantata fyrir einsöng, kór og hljómsveit eftir Pál Isólfsson. Guðmundur Jónsson. Þjóðleikhúskórinn og Sinfóníuhljóm- sveit íslands flytja. Atli Heimir Sveinsson færði verkið í hljómsveitar- búning og stjórnar flutningi þess. Valur Gislason les ljóðin í upphafi hvers kafla. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfrcgnir). 16.20 Lestur úr nýjum barnabókum Ihnsjón. Gunuxöi Braga Kynnir: Sigrún Sigurðardóttir. 17.30 Lagið mitt. Helga Stephensen kynnir óskalög barna innan tóll' ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Gisli Jónsson -flytlir þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: „Bærinn okkar" eftir Thornton Wilder. Þvðandi: Bogi Ólafs- son. Leikstjóri: Jönas Jónasson. Per- sónur og leikendur: Sögumaður-Gísli Halldórsson, Dr. Gibbs-Hákon Waage Frú Gibbs-Valgerður Dan, George Gibbs-Hjalti Rögnvaldsson, Emely Webb-Ragnheiður Steindórsdóttir, Frú Webb-Anna Kristín Arngríms dóttir, Herra Webb-Helgi Skúlason, Howie Newsome-Guðmundur Pálsson, Frú Soames-Guðrún Asmundsdóttir. Joe Stoddard-Ævar R. Kvaran, Simon Stimpson-Karl Guðmundsson. Aðrir leikendur: Benedikt Árnason. Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, Randver Þor- láksson, Flosi Óla/sson, Jón Gunnars- son, Stefán Jónsson, Guðrún Gísla- dóttir og Árni Benediktsson. 22.05 Stúdentakórinn syngur. Orð kvölds- ins á jólaföstu. 22.30 Veðurfregnir. Frétlir. 22.45 Rætt til hlítar. Sigurveig Jónsdóttii blaðamaóur stjórnar uniræðuþætti um málefni aldraðs fólks. Þátt- takendur: Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri, Pétur Sigurðsson alþing- ismaður og Þór Halldórsson læknir Umræðuþátturinn stendur allt að klukkustund. Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 2. desember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00( Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Rögnvaldur Finnbogason les „Ævintýri frá Narníu" eftir C.S. Lewis (17). Til- kynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Betty Jean Hagen og John Newmark leika Sónötu nr. 2 í A-dúr fyrir fiðlu og píanó op. 12 eftir Beethoven/ Rómar- kvartettinn leikur Píanókonsert í g- moll op. 25 eftir Brahms. (í ^ Sjónvarp D Föstudagur 2. desember 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Prúðu leikararnir (L) Eftirherman, Rich Little heitnsækir leikbrúðurnar. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.15 Kastljós (L). Þáttur um innlend málefni. 22.20 Hermennirnir. (The Men). Banda- rísk biómynd frá árinu 1950. Leikstjóri Fred Zinnemann. Aðalhlut- verk Marlon Rrando. Teresa Wright og Jaek Webb. Ungur hermaður hefur særst illa og glatað lifslönguninni. Hann er heitbundinn ungri stúlku. en slitur trúlofuninni og fer í burtu. Þ.vðandi Dóru Hafsteinsdóttir. 23.45 Dagskrárlok. 4>

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.