Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. MÚRARAR Vantar sveina í vinnu til að múra 11 íbúðir. Frítt fæði, húsnæði, ferðir, góðar innborganir. Upplýs- ingar gefnar í síma 92-3966 milli kl. 10 og 12 virka daga. OPIÐ KL. 9 Allar skraytingar unnar af fag- , mönnum. lUOMtAMXIIR HAFNARSTRÆTI Simi 12717 HAFNARFJÖRÐUR VINNUSKÓLI Æskulýðsráð auglýsir eftir starfsfólki til eftirfar- andi starfa. , ... . 1. Vinnuskóli; flokksstjóri. 2. Íþrótta- or lcikjanámskcið; umsjónarmenn og leiðbeinendur. 3. Skólagarðar: leiöbeincndur. 4. Starfsvellir; leiðbeinendur. Umsóknareyðublöð liggja frammi í Æskulýðs- heimili Hafnarfjarðar við Flatahraun og þar eru jafnframt gefnar nánari upplýsingar, þriðjudaga til föstudaga kl. 16—19. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Æskulýðsráð Hafnarfjarðar. Bílasala Garðars Volvo 264, ’76. Sjálfskiptur, leðursæti, rafmrúðuupphalarar. Ekinn aðeins 60 þús. km. Verðtryggður I verðbólgu. Skipti möguleg á ódýrari. Verð 7 millj. Scout Terra ’76, framdrifs pick-up. Laust sumarhús. Skoðaður ’80. 8 cyl. bcinskiptur. Fyrsta flokks ástand. Ný dekk. Skipti möguleg. Samkomulag með greiðslur. Blazer ’71, 6 cyl., beinskiptur. Óryðgaður bill f góðu ástandi. Sam- komulag um greiðslur. Skipti möguleg. Skoðaður ’80. Verö 2.950 þús. M. Benz 280 SE ’70. Sjálfskiptur i gólfl, vökvastýri. Sérstaklega góður bill, óryðgaður, ekinn 10 þús. km, á vél. Skipti möguleg á ódýrari, góðir greiðsluskilmálar. Borgartúni 1 — Sími 19615 og 18085. Nýkomnir kventramparar L'rtur: NaturaI Stærðir: 371/2 — 41 (í hátfum númerum) Verðkr. 22.100,- Utur: Brúnt Stærðir: 35-41 Verðkr. 21.300,- Péstsendum Wmi83225. Það er 63 nemendur sem nú taka próf úr 3ja bekk Kvennaskólans I Reykjavik og hafa þar með lokið grunnskólanum. Það hefði þótt tlðindum sæta fyrir svo sem 10 árum ef í hópi Kvennaskólastúlkna hefði verið karlmaður, en nú eru þar 5. Kvennaskólinn verður f jölbrautaskóli: PILTAR SEM STÚLKUR í KVENNASKÓLANUM ,,Ég kenni íslenzku i þrem upp- eldisbrautardeildum í vetur. Mér finnst það nauðsynlegt fyrir skólastjóra að kenna til þess að hafa sem mest samband við nemendur og kynnast þeini betur,”sagði Guðrún P. Helga- dóttir skólast jóri Kvennaskólans i Reykjavík i viðtali við Dagblaðið. í fyrra var það samþykkt i fræðsluráði að Kvennaskólinn yrði fjölbraulaskóli og hyrfi sem grunnskóli smált og smátt. Næsta ár verður siðasti árgangur nemenda braut- skráður er stunda nám í Kvenna- skólanum sem grunnskóla. Skólinn hefur undanfarin þrjú ár verið með kennslu á uppeldissviði, en nú í haust, var kennt i þrem deildum á uppeldis- sviði og starfað eftir áfangakerfi. Innan sviðsins eru þrjár brautir, menntabraut, sem leiðir (il stúdentsprófs eftir 4 ár, fóstur- og þroskaþjálfabraut og félags- og íþróttabraut, sem Ijúka má á 2 árunt, en einnig geta leitt til stúdentsprófs eftir 4 ár. Guðrún sagði að reynt hel'ði verið að sentja stundarskrána þannig að hún yrði samfelld og hafa valgreinarnar fyrst og siðast á skránni. „Það hefur dregizt mikið að Ijúka síðasta áfanga viðbyggingar við Kvennaskólann, en hann er nú kominn á það stig að okkur langar til þess að slita skólanum þar í vor. Fimm rúm- góðar kennslustofur bætast við og mötuneyti bæði fyrir kennara og nemendur. Fintrn piltar eru i skólanum, þrjr á uppeldissviði og tveir i grunnskólanum. Þeir virðast alveg falla inn i kennslukerfið rétt eins og stúlkurnar," sagði Guðrún. , ,Jú, árangurinn i santræmdu prófunum i vetur er mjög góður. Miklu betri en við þorðtim að vona.” -EVI. Hún heitir Gyða Björnsdóttir og á aðeins eftir að sitja á skólabekk Kvenna- skólans i Reykjavík í eina viku. Þ.e.a.s. þá eru prófin eftir. Peysufatadagurinn var á föstudaginn og var myndin tekin af þvi tilefni. DB-ntynd: Bjarnleifur. HUN ER ELDFJALL Tónleikar á vegum Jassvakningar í Háskóla- bíói 19. aprfl. Flytjendur: Tania Maria planóleikari og söngkona og Niels Henning Orsted Pedersen bassaleikari. Félagsskapurinn Jassvakning er orðinn fjögurra ára. Fjögur ár eru ekki langur tími í sögu félags, allt of stuttur til að tíunda afrek þess, bernskuárin. Það er bara því miður svo að fyrirrennarar Jassvakningar hafa yfirleitt ekki lifað fram yfir frumbernskuna, að minnsta kosti ekki sem virk félög. Jassvakning hefur hins vegar haldið sínu striki, ótrauð, þrátt fyrir ýmsa skelli. Þannig lét hún engan bilbug á sér finna þótt jassunnendur tækju svo illa við sér að fylla ekki einu sinni Austurbæjarbió, þegar Blakey kom i fyrra. En i dag skein sól, þvi að þau Tania Maria og Niels Henning troðfylltu Háskólabíó. flytjendunum að þau skyldu ná að fylla Háskólabió. Um efnisskrá þarf ekki að fjölyrða. Hún var greinilega ákveðin jafnóðum og tók kannski svolítið mið af viðtökum áheyrenda. Það kom strax í ljós að þau eiga mjög vel saman Tania Maria og Niels Henning, þótt ólík séu! Ópusarnir þekktir og minna þekktir spruttu fram og sveiflan var hífandi. Niels Henning sýndi yfirvegun sina og fágun t.d. í innganginum að Samba de Orfeu Negro og Malagena.þar sem hver miðlungs gítaristi hefði mátt öfunda hann af tremolo spilinu. Annars birtist hann eins og hann hefur ævinlega gert, drifandi og fyll- andi með sinni makalausu leikni. Hann er eins og tinnan, hvass og eitil- harður, en skartar þó sinum mjúku línum. Sveiflan eðlislæg Tania Maria er hins vegar gjörólik. Hún er eldfjall. L.eikur hennar er dyntóttur, hlaðinn spennu og maður á eins von á að hún gjósi þá og þegar. Hún hefur bæði til að bera kraft og mýkt og sveiflan er henni eðlilæg. í samleik þeirra blandast þessir gjörólíku þættir þeirra afar skemmtilega saman. Helst var að því að finna að dagskráin er svolítið ein- hæf, en fram hjá þvi reyndist mörgum erfitt að sneiða, þótt snjallir séu. Hljóðstjórn var óvenju snyrtilega unnin, rétt til að lyfta „sándinu” aðeins. Þeir sem fylltu Háskólabíó fengu að launum fyrirtaks jasshljómleika. Blandin gleði Örlítið verður þó gleðin yfir slíkum húsfylli blandin, því að þau hefðu svo sannarlega notið sín betur i minna og vinalegra húsi. En svo sannarlega talar það sinu máli um vinsældir það álit sem mepn hafa á i i iii i " ' '■- Tónlist eru Ijósin í lagi? sssssssssssssssss FESTAR Vinsælu S-hálsfestarnar komnar. 14 k. gull, mjög hagstætt verð 14.900.- 23.900.- 35.900.- Jón og Oa.c .ar, Laugavegi 70 Sími 24910.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.