Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 11
DÁGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. Var allt tiltækt lið sent á vettvang útbúið skjöldum, hjálmum og kylfum. Tókst með timanum að laegja ófriðaröldur, enda var byrjað á því að taka úr umferð þá, sem mest höfðu sig í frammi í báðum fylkingum. En þá gerðist það að hópur á annað hundrað ungmenna fór í Setesdalsveien þar sem Viet- namarnir búa. Krakkarnir höfðu safnað grjóti og voru með barefli á lofti. Þeir ætluðu að hefna harma sinna vegna þeirra særðu og taka í lurginn á Víetnömunum. Lögreglan átti fullt í fangi með að verja bygginguna fyrir árásum krakka- hópsins. Fréttirnar um slagsmálin í Kristiansand vöktu ekki aðeins óhug meðal Norðmanna. Aðrir hópar víetnamskra flóttamanna höfðu beyg af fréttunum. Alls eru nú 1.800 flóttamenn frá Víetnam í Noregi, en von er á 1.200 manns til viðbótar til landsins. Samkvæmt upplýsingum talsmanna hjálparsamtaka og embættismanna ríkisins hefur ekki áður komið til árekstra milli Víet- 'namanna og Norðmanna, svo teljandi sé. Er þess vænzt, að framhald verði ekki á árekstrum í Kristiansand og víðar. Átökin í Kristiansand urðu til þess að taka málefni flóttamann- anna upp í víðtækara samhengi i fjölmiðlum í Noregi. Bent var á að stórir hópar flóttamanna lifi i einangrun, án þess að kunna norsku og án atvinnu. Ekki bætir úr skák að menntamálaráðuneytið og félags- málaráðuneytið í Osló deila hart um það hver beri ábyrgð á tungumála- kennslunni fyrir flóttamenn. Menntamálaráðuneytið ber ábyrgð á kennslu fyrir erlenda innflytjendur i Noreg. En þegar flóttamanna- straumurinn hófst sl. haust sögðu ráðuneytismenn að verkefnið væri þeim ofviða og vildu flytja ábyrgðina yfir á félagsmálaráðuneytið. Því var hafnað af síðarnefnda ráðuneytinu og þar við situr. Kai Jensen lektor og stjórnandi uppfræðslu á vegum Flóttamannaráðsins i Bergen segir að nauðsynlegt sé að fólkið fái 400—480 miðstöðinni í Kristiansand á laugar- dagskvöldið. Upphafið má reyndar rekja til átaka Norðmanns og fáeinna Víetnama fyrir utan billjardstofu í miðbænum, fyrr í vikunni. Um helgina brutust svo aftur út slagsmál milli Norðmanna og Víetnama. í upphafi tóku aðeins örfáir þátt í þeim. Brátt blönduðust fleiri og Lögreglumenn með hunda að verja fbúðarhús vfetnömsku flóttamannanna 1 Kristiansand fyrir árásum æstra ungmenna, sem sögðust ætla að „ganga frá” þeim. kennslustundir í norsku fyrsta árið. Nú fær það 240 kennslustundir fyrsta hálfa árið í Noregi. Á þeim tíma er gert ráð fyrir að fólkið nái valdi á undirstöðuatriðum í málinu og átti sig talsvert á helztu samfélags- aðstæðum. Jensen bendir á hinn gifurlega mun sem er á uppbyggingu norsks og vietnamsks tungumáls. Auk þess sé mjög mikill munur á uppeldi Víet- nama og Norðmanna. Það sé ekki nægilegt að útvega flóttamönnum íbúð og atvinnu. Jensen slær föstu að Noregur búi ei yfir menntakerfi sem veldur verkefninu. Til dæmis er vandamál að fá hæfa kennara til að taka að sér verkefni í svo stuttan tima. Kennarar eru yfirleitt lausráðnir til starfsins. At- vinnuóöryggi kennara leiðir til þess að ört er skipt um kennara og nemendurnir líða fyrir það. Hjá félagsráðgjöfum er ástandið ekki betra. Upplýst er að 100 flóttamenn séu um hvern félagsráðgjafa sem á að liðsinna þeim að finna lausn á margvislegum vandamálum, sem þetta ógæfusama fólk horfist í augu við á nýjum slóðum. r, ! jgk ATLI RUNAR HALLDORSSON * ’ kV i fleiri í málið og á endanum fór allt i loft upp. Slegizt var upp á líf og dauða. Víetnamarnir notuðu hnífa og særðust 8 norsk ungmenni af þeirra völdum. Annars var gripið til alls lauslegs sem nærtækt var til að lemja á náunganum: lappa undan borðum, járnstanga o. fl. Þrír af þeim 8 sem særðust voru mjög illa á sig komnir. Svo heppilega vildi til að vakta- skipti voru hjá lögreglunni einmitt um það heyti sem starfsmenn á umferðarmiðstöðinni tilkynntu að blóðug slagsmál hefðu brotizt þar út. greiða ber póst- og simamálastofnun fyrir þjónustu þá, sem hún veitir, þ.á m. fyrir póstgíró og uppsetningu, leigu og viðhald hvers konar fjar- skiptatækja.” Samkvæmt 11. grein laga nr. 64/1943 ber að birta í B-deild Stjórnartíðinda gjaldskrár, sem ráðherra setur eða staðfestir og skv. 7. gr. sömu laga geta gjaldskrárnar ekki tekið gildi fyrr en þær hafa verið birtar. Um túlkun þessara laga- ákvæða voru tekin af öll tvímæli með hæstaréttardómi, sem kveðinn var upp 28. október 1975 i málinu nr. 62/1974, Rafveita Hafnarfjarðar gegn Raftækjaverksmiðjunni h.f. Með gjaldskrá Pósts og sima nr. 389/1978, sem tókgildi 10. nóvember 1978 var gerð sú grundvallarbreyting á stofngjöldum, að í stað fastá- kveðinna gjalda var Pósti og síma heimilað að taka svonefnt „kostnaðargjald” til viðbótar föstu gjaldi fyrir númer i miðstöð og linu. Árið 1979 var sama stefna tekin upp varðandi flutningsgjöld. Af áðurnefndum lögum er Ijóst, að löggjafinn vildi ekki heimila að taka svonefnt „kostnaðargjald” til viðbótar föstu gjaldi fyrir númer í miðstöð og línu. Árið 1979 var sama stefna tekin upp varðandi flutnings- gjöld. Af áðurnefndum lögum er ljóst, að löggjafinn vildi ekki heimila Pósti og síma að verðleggja þjónustu sína skv. kostnaði á hverjum tíma, heldur ákvað, að ráðherra skyldi setja gjald- skrá. Með því móti skapast visst aðhald og símnotendur geta hvenær sem er séð, hvað þjónustan kostar. Það er þvi mat undirritaðs, að ráðherra hafi ekki verið heimilt að veita Pósti og síma heimild til að verðleggja almenna þjónustu skv. kostnaðarverði. Með umræddri breytingu 1978 tókst að ná verulegri hækkun á stofn- gjöldum sima án þess að mikið bæri á. Fastagjaldið fyrir númer í miðstöð og línu var ekkert hækkað og leit það mjög vel út á yfirborðinu. Heimildin til að taka kostnaðarverð fyrir símtólið þýddi hins vegar 70,2% hækkun á tekjum Pósts og síma af venjulegu stofngjaldi, á sama tima sem heimiluð almenn hækkun gjald- skrárinnar var um 15%. Þessi breyting á gjaldskrá Pósts og síma er gott dæmi um afleiðingar þess, að þau lög, sem m.a. eiga að gæta réttar notandans, eru ekki virt. ' Með útgáfu núgildandi gjaldskrár Pósts og síma nr. 62/1980, sem tók gildi 1. febrúar sl. voru felld niður afnotagjöld af aukabúnaði og viðhald talfæra alfarið sett á hendur simnotanda. Eftir að því hefur verið komið inn í gjaldskrána, að simnot- endur greiði aukatalfæri og upp- setningu þeirra að fullu og þeim jafn- framt gert að halda þeim við, eru allar forsendur fyrir afnotagjaldi af aukabúnaði brostnar. Nú hefur hins vegar komið í Ijós að Póstur og sími innheimtir afnota- gjöld af aukabúnaði. Er það gert skv. svokallaðri „Verðskrá”, sem einungis er undirrituð af Jóni Skúla- syni persónulega (væntanlega póst- og simamálastjóra) og hefur ekki ver- ið birt í Stjórnartíðindum. í „Verðskrá” þessari eru búin til gjöld, svokölluð „rekstrargjöld”, sem hvergi er getið í hinni birtu gjald- skrá, sem ráðherra gefur út. „Verðskrá” þessi hefur því ekkert gildi og innheimta „rekstrargjalda” er óheimil. Reynt hefur verið að réttlæta gjaldskrárútgáfu Jóns Skúlasonar með því að benda á heimild ráðherra til að dreifa valdi. Skv. áðurnefndum lögum nr. 36/1977, getur ráðherra ekki falið póst- og símamálastjóra að gefa út gjaldskrá fyrir Póst og síma. Vilji ráðherra koma á hendur öðrum aðila verkefni, sem honum hefur með lögum verið falið að gera, hlýtur sá aðili að verða að leysa verkefnið af hendi í umboði ráðherra. Þannig eru t.d. dæmi þess, að starfsmenn ráðuneytis undirriti gjaldskrár, sem ráðherra ber að setja eða staðfesta, en þá er það ávallt gert eftir umboði f.h. ráðherra og birtingarskyldan er að sjálfsögðu óbreytt. Samkvæmt gjaldskrá Pósts og síma ber að greiða afnotagjald árs- fjórðungslega fyrirfram. Undir- ritaður fékk t.d. í byrjun janúar sl. reikning, dagsettan 1. janúar, og var þá krafist afnotagjalds fyrir janúar — marz skv. gildandi gjaldskrá. Reikningurinn var greiddur 16. janúar. í lok janúar var svo birt ný gjaldskrá Pósts og síma, sem tók gildi 1. febrúar 1980. Á næsta reglulega reikningi, sem dagsettur er 1. þ.m„ er svo krafist viðbótargjalds vegna hækkunar fyrir febrúar og mars. Slíkt er að mati undirritaðs óheimilt. Afnotagjald fyrir janúar- mars var að fullu greitt í samræmi við gildandi gjaldskrá og fyrir greiðslunni gaf Póstur og sími út kvittun án nokkurs fyrirvara. Til samanburðar má benda á, að á miðju sl. ári hækkaði fjármála- ráðherra km-gjald þungaskatts, sem gjaldfellur þrisvar á ári, en ekki árlegan þungaskatt, sem ákveðinn er fyrstur eitt ár í senn og fellur i gjald- daga í upphafi árs. Telja verður víst, að fjármálaráðherra hefði krafist viðbótarskatts hjá þeim, sem greitt höfðu fyrir allt árið, ef fært hefði verið talið. Til fróðleiks skal þess getið, að undirritaður, sem hefur tvö auka- talfæri, dró frá við greiðslu síðasta reiknings þá upphæð, sem krafist var í formi rekstrargjalds af auka- talfærum og bakkröfuna vegna hækkunar, og verður fróðlegt að sjá, hvað Póstur og sími gerir. Varðandi Póst og síma mætti benda á fleiri atriði, sem athugaverð eru, en til þess er ekki rúm í grein þessari. Rafveitur Árið 1972 hækkaði Rafveita Hafnarfjarðar gjaldskrá sína án þess að birta nokkurn tímann hina nýju gjaldskrá. Raftækjaverksmiðjan hf. höfðaði mál á hendur rafveitunni og krafðist endurgreiðslu. Rafveitan vildi ekki una niðurstöðu héraðs- dóms, sem dæmdi hækkunina ólög- lega, og áfrýjaði málinu. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóminn og var Raf- veita Hafnarfjarðar þar með dæmd til að endurgreiða Raftækjaverk- smiðjunni hf. Eftir að gjaldskrárhækkun opinbers einokunarfyrirtækis hafði þannig verið dæmd ólögleg af Hæstarétti var eðlilegt að álykta að leiðrétt yrði hjá öllum notendum. Aðspurður svaraði rafveitústjórinn því hins vegar til, að ekki yrði leiðrétt nema hjá Raftækjaverksmiðjunni hf. Enginn varð til þessað gæta réttar hins almenna notanda, ekki einu sinni iðnaðarráðherra, sem veitir einkarétt til rafveitureksturs og staðfestir gjaldskrár héraðsrafveitna. Kæmi slíkt mál upp í dag, mundi hlutaðeigandi stofnun ekki komast upp með að leiðrétta ekki hjá öllum, því nú leitast Neytendasamtökin við að fylgjast sem best með viðskiptum hins almenna borgara við opinber þjónustufyrirtæki. Eftir framangreind málaferli var tekið upp á því að birta í Stjórnar- tiðindum, að þessari og hinni raf- veitunn'i hefði verið heimilað að hækka gjaldskrá sina um allt að svo og svo marga hundraðshluta. Þetta taldi m.a. Raftækjaverksmiðjan hf. ekki gjaldskrá skv. orkulögum og neitaði að greiða hækkun, sem þannig var birt. Rafveita Hafnar- fjarðar höfðaði þá mál á hendur Raf- tækjaverksmiðjunni hf., sem hún tapaði fyrir héraði og taldi ekki á- stæðutilað áfrýja. Ekki urðu tvö framangreind mála- ferli Rafveitu Hafnarfjarðar nægilega til varnaðar, því seint á síðasta ári benti stjórn Neytenda- samtakanna á ' óheimila gjaldtöku Rafveitu Hafnarfjarðar. Ráðherra hafði heimilað rafveitunni að hækka gjaldskrá sína um 17,0% frá og með 1. ágúst 1979. Þegar gjaldskráin var svo loks birt í heild tæpum þremur mánuðum síðar, kom í Ijós, að einn gjaldskrárliður hafði verið hækkaður um 19,86%, þ.e. 16,8% meira en heimilað hafði verið, og annar um 17,37%. Ráðuneytið gaf Rafveitu Hafnarfjarðar fyrirmæli um að leiðrétta hina ólöglegu innheimtu. Hér var ekki um neinar umtalsverðar upphæðir að ræða, en þetta er gott dæmi um það, hvað mat sumra stjórnenda opinberra fyrirtækja á því, hvað rétt er og hvað rangt er, getur verið brenglað. í simtali við undirritaðan taldi rafveitustjórinn, að Neytendasamtökin væru þarna að fjalla um algert smáatriði. Segjum nú svo, að gjaldkeri Rafveitu Hafnar- fjarðar fengi 17,0% launahækkun. Mundi rafveitustjóri láta óátalið, að gjaldkerinn skammtaði sjálfum sér 19,86% launahækkun? Þrátt fyrir skýlaus lagaákvæði og þrátt fyrir fyrrnefndan hæstaréttar- dóm kemur enn fyrir, að gjaldskrár- hækkun rafveitu er látin taka gildi áður en hún er birt. í Stjórnar- tíðindum B55, sem út kom 18. desember sl., var birt ný gjaldskrá fyrir Rafveitu Borgarness. í henni stóð, að hún skyldi taka gildi 1. desember 1979, en vegna áður- nefndra lagaákvæða gat hún hins vegar ekki tekið gildi fyrr en við birtingu, þ.e. 18. desember. Hækkunin var engu að síður látin taka gildi 1. desember. Borgar- fjarðardeild Neytendasamtakanna hefur nú farið fram á leiðréttingu. Það verður að teljast furðulegt, að þrátt fyrir skýlaus lagaákvæði og þrátt fyrir margnefndan hæstaréttar- dóm skuli þurfa að koma til átaka vegna þess, að gildandi lög um birtingarskyldu eru ekki virt. Niðurlag Benda mætti á fleiri dæmi um brot opinberra fyrirtækja á gildandi lögum, reglugerðum og gjaldskrám, en ekki er rúm til þess í grein þessari. Þess má þó geta, að Neytendasam- tökin hafa látið málefni Rikisút- varpsins til sín taka, þar sem í ljós hefur komið, að þar hefur ekki í öllu verið farið eftir gildandi lögum og reglugerðum. V Gísli Jónsson, prófessor. £ „Veröskrá Jóns Skúlasonar hefur því ekkert gildi og innheimta „rekstrar- gjalda” er óheimil.” „Þrátt fyrir skýlaus lagaákvæði og fyrr- nefndan hæstaréttardóm kemur enn fyrir, aö gjaldskrárhækkun rafveitu er látin taka gildi, áður en hún er birt.” y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.