Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. 23 HRESSANDIGUSTUR Tónleikar Evu Knardahl pianóleikara i Norrœna húsinu 16. aprfl. Efnisskrá: Edvard Grieg: Fra Holbergs tid. op. 40; Oddvar S. Kvam: 12 Ordtak op. 40; Hallvard Johnsen: Fra Nordmore op. 16; Dag Wirén: Ironiska Sm&stycken op. 19; Johannes M. Rivertz; Spill og Dans; Edvard Grieg; Sónata í e-moll op. 7. Fæstum dettur í hug pianóleikari þegar þeir sjá Evu Knardahl ganga inn á svið með öllu sínu hæglæti. Öllu heldur mætti halda að þar færi þriflega búandkona. En ekki er Eva Knardahl fyrr búin að slá fyrsta hljóminn en slikur misskilningur er gjörsamlega fyrir bí. Hol- bergssvituna lék hún hressilegar en ég hefi nokkru sinni heyrt. Sagt er að Norðmenn hafi ekki fyrir að þýða Holberg yfir á norsku, heldur leiki hann á dönsku en með norskum framburði. Sé harðmæli nórskra leikara á dönskunni eitthvað i ætt við kraft Evu Knardahl get ég vel skilið þessa leti þeirra við þýðingarnar. Það fór lítið fyrir danskri flatneskju í Holbergsvítunni. Leikur Evu Knardahl minnti fremur á brimið við Jótlandsströnd. Tólf málshættir Oddvars Kvam eru skemmtilegir og vel heppnaðir, að mínum dómi. Heldur er það óvenjulegt að heyra slíka lýsitónlist frá liðlega þritugum manni en Oddvar Kvam sýnir okkur að ung ' tónskáld geta enn haslað sér völl án þess að þurfa endilega að leita út fyrir hið hefðbundna. Hallvard Johnsen er eitt þjóðleg- asta tónskáld Norðmanna. Það var gaman að spila litlu stykkin hans, sem Oyvind Berg tók upp með Sinfóníunni, hérna um árið. Ekki var síður gaman að hlusta á Evu Knardahl leika þjóðlegu svítuna, Fra Nordmore. Ironiska Smástycken eru létt og skemmtilegt stykki. Hvort íronían felst í því, að manni finnst stefin flest vera gamlir kunningjar, veit ég ekki, en verkið er ekki siður áheyrilegt. Tíbrá-konur vilja Vigdísi Kvenfélagið Tíbrá á Höfn i Horna- firði gekkst á dögunum fyrir skoðana- könnun um fylgi forsetaframbjóðenda. 32 konur greiddu atkvæði sem féllu þannig: Vigdis Finnbogadóttir.........14 Guðlaugur Þorvaldsson..........5 Albert Guðmundsson.............4 Auðir 7, ógildir 2. -DS. Guðlaugur efstur á Kirkjusandi Skoðanakönnun fór fram urn fylgi forsetaframbjóðenda meðal 86 starfs- manna í frystihúsinu Kirkjusandi i Reykjavik. Atkvæði féllu þannig: Guðlaugur.....................45 Vigdís........................22 Albert.........................7 Rögnvaldur.....................2 Pétur..........................1 Auðir seðlar voru níu. -ÓV. Albert efstur á Litla-Hrauni Tuttugu og átta af þrjátíu og sjö starfsmönnum á vinnuhælinu Litla- Hrauni tóku þátt í skoðanakönnun þar um fylgi forsetaframbjóðenda. Skipting atkvæða varð þannig: Albert........................10 Guðlaugur......................7 Vigdís.........................7 Pétur..........................2 Rögnvaldur.....................2 -ÓV. Vigdís efst í Breiðholtsskóla Starfslið Breiðholtsskóla efndi til skoðanakönnunar sín á milli um fylgi forsetaframbjóðendanna. 69 af 79 starfsmönnum tóku þátt í könnuninni, 70% þeirra konur. Atkvæði féllu þannig: Albert Guðmundsson.............5 Guðlaugur Þorvaldsson.........18 Pétur Thorsteinsson............6 Rögnvaldur Pálsson.............0 Vigdís Finnbogadóttir.........38 Tveir seðlar voru auðir. -ÓV. þótt svo sé. Helst hefði ég kosið að fá að sleppa við að hlusta á Spill og Dans eftir Rivertz. Mér finnst það sóun að heyra jafnsnjallan píanóleikara og Evu Knardahl eyða snilli sinni á verk sem er lítið annað en sama tuggan jórtruð upp aftur og aftur. En sónata Griegs bjargaði skapinu. Það var nánast endurlausn að hlýða á hana á eftir verkinu á undan. Tónleikar Evu Knardahl voru eins og hressandi gustur. Það er aldrei dauður punktur i leik hennar, og maður hlýtur að undrast kraft hennar, sérstaklega vinstri hand- arinnar, sem manni finnst næstum of mikill á stundum. Samt hefur tónn hennar hiýju og hún kann þá list að velja sér verk sem henta vel hennar leikmáta. -F.M. EYJÓLFUR MELSTED Fdward Grieg á efri árum. Húsnæðismálastofnun ríkisins auglýsirtil sölu 30 íbúðir í parhúsum við Háberg og Hamra- berg í Breiðholti. Brúttóflatarmál íbúðanna er um 103m2 og verður þeim skilað fullfrá- gengnum að utan sem innan 1. júní n. k. Grassvæði lóða verða lögð túnþökum, stéttar steyptar en stígar, leiksvæði og bílastæði malbikuð. Hús þessi standa á þremur lóðum og eru 5 hús (10 íbúðir) á hverri lóð. Húseigendum erskyltað myndameð sérfélagerannastframkvæmdirog fjárreiðurvarðandi sameignina.Söluverð íbúðanna er kr. 29.8000.000.00 og greiðist þannig: 1. 80% verðs íbúðar veitir Húsnæðismálastofnunin að láni úr Byggingarsjóði ,'ikisins til 33 ára með 2% vöxtum og fullri vísitölubindingu miðað við byggingarvísitölu. Einnig ber lántaka að greiða 1 /4% af lánsfjárhæðinni til Veðdeildar Landsbanka íslands vegnastarfa hennar. Lán þetta er afborgunarlaust fyrstu 3 árin en greiðist síðan upp á 30 árum (annuitets-lán). 2. 20% verðs íbúðar ber kaupanda að greiða þannig: a. Fyrirafhendingu íbúðarverðurkaupandi að hafagreitt 10% kaupverðs. b. Á næstu 2 árum eftirafhendingu íbúðar, skal kaupandi greiða 10% kaupverðs auk vaxtaaf láni skv. 1. tölulið. Lánskjöreru að öðru leyti hin sömu og á láni skv. 1. tölulið. íbúðir þessar eru eingöngu ætlaðar félasgmönnum í verkalýðsfélögum innan ASi og giftum iðnnemum. íbúðirnar eru fyrir 5 manna fjölskyldur og stærri. Umsóknareyðublöð ásamt nánari upplýsingum um skilmála liggja frammi á skrifstofu Húsnæðismála- stofnunarinnar, Laugavegi 77. Umsóknum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 9. mai n. k Húsnæðismálastofnun ríkisins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.