Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. 19 íþrótti íþróttir íþróttir íþróttir Evrópumótið í badminton í Hollandi: Delfs Evrópumeistari Kristín í þriðju umferð Heimsmeislarinn hér á árum áður, Fiemming Delfs, Danmörku, geröi sér lítið fyrir og sigraði landa sinn Morten Frost i úrslitum i einliðaleik karla á Evrópumeistaramótinu í badminlon i Gröningen í gær. Hélt því Evrópu- meistaratitli sínum 1976 og 1978. Miklar sveiflur voru i leiknum. Delfs sigraði 15—5, 1—15 og 17—14. einliöaleik kvenna varð Liselotte Blumer, Sviss, Evrópumeistari. Sigraði Anette Börjesson, Svíþjóð, i úrslitum 11—4 og 11—6. Danski Evrópumeistarinn Lena Köppen, Dan- mörku, gat ekki variö titil sinn vegna meiðsla í baki. Kristín Magnúsdóttir komst í þriðju umferð í einliðaleik kvenna. Sigraði fyrst pólska stúlku og lék síðan í ann- arri umferð við Anne Svarstad. Noregi. Fyrri hrinan var mjög jöfn. Kristín sigraði 12—11 en í þeirri síðari hafði hún algjöra yfirburði. Vann með 11—2 og var þar með komin í þriðju umferð. Langbezti árangur íslendings i badminton á alþjóðlegu móti. í 3. umferð lék Kristín við eina kunnustu badmintonkonu heims, Jane Webster, Englandi, og beið þar skiljanlega lægri hlut. Webster sigraði með II—2 og 11—5. í undanúrslitum tapaði Webster svo heldur óvænt fyrir Anette Börjes- son, Sviþjóð, 11—5, 5—11 og 11—2. I fyrstu umferð í tviliðaleik kvenna léku þær Kristín Magnúsdóttir og Kristín Berglind Krist jánsdóttir við Karin Lindquist og Lenu Axelsson, Sví- þjóð. Sænsku stúlkurnar sigruðu 15—3 og 15—3. í fyrstu umferð í tviliðaleik karla sigruðu Piet og Rob Ridder Hollandi, Sigfús Ægi Árnason og Sigurð Kolbeinsson 15—3 og 18—14. Paikin og Samarin, Sovétríkjunum, sigruðu Brodda Kristjánsson og Guðmund Adolfsson 15—2og 15—4 og þar með var þátttöku íslendinganna lokið i tví- liðaleiknum. í undanúrslitum í einliðaleik karla sigraði Morten Frost landa sinn Svend A-sveit SR meistari Úrslit í Reykjavíkurmóti í 3 x 10 km Pri með 15—5 og 15—8 — en Flemm- ing Delfs sigraði Ray Stevens, Englandi, 15—7 og 15—3. Danmörk átti því þrjá af fjórum keppendum í undanúrslitum. 1 einliðaleik kvenna sigraði Liselotte Blumer Lenu Axels- son, Svíþjóð, 8—11, II—4 og 12—9 og munaði því ekki miklu að tvær sænskar stúlkur kæmust í úrslitin. í hinum leiknum vann Börjesson Webster eins og áður var skýrt frá. Á leið sinni í úrslitin sigraði Delfs m.a. Ulrich Rost, Vestur-Þýzkalandi, 15—10 og 15—3, Viktor Tschashko, Sovétrikjunum, 15—10 og 15—8, og Nick Yates, Englandi, 15—5 og 15—9 — en Morten Frost sigraði Stefan Karlsson, Svíþjóð, 15—6 og 15—7, Jean-Pierre Bauduin, Belgíu, 15—I og 15—1 og Kevin Jully, Englandi, 15—5 og 15—2. I tviliðaleik karla komust ensku Evrópumeistararnir Mike Tredgett og Ray Stevens ekki í úrslit. Töpuðu fyrir Bengt Froman og Thomas Khilström 15—II og 15—10. í úrslitum sigruðu Cleas Nordin og Stefan Karlsson þá Fronman og Khilström 18—16, 9—15 og15—13. Í tviliðaleik kvenna urðu Jane Webster og Nora Perry, Englandi, Evrópumeistarar, Sigruðu Kirsten Larsen og Piu Nielsen, Danmörku, í úrslitum 15—8 og 15—13. í tvenndarkeppninni urðu Nora Perry og Mike Tredgett, Englandi, Evrópumeistarar. Sigruðu Anette Börjesson og Lars Wenberg, Svíþjóð, 15—Oog 15—6i úrslitum. Flemming Delfs — Evrópumeistari i einliðaleik I þriðja skipti i röð. Ármenningar óheppnir, féllu í bráðabananum —Töpuðu sínum fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu f gær. Þróttur sigraði Víking skiðagöngu, sem fram fór í Skálafelli laugardaginn 19. apríl 1980, urðu þessi: A-sveit Skíðafélajjs Reykjavíkur Ingólfur Jónsson 33,52 Mín. Örn Jónsson 33,00 Halldór Matthíasson 34,45 101,37 Hrönn Bragi Jónsson 37,08 Sveinn Guömundsson 37,07 Guðmundur Sveinsson 36,26 Fram 110,41 Haukur Snorrason 42,34 Páll Guðbjömsson 36,41 Guðmundur Helgason 39,38 B-sveit Skíðafélags Reykajvíkur 118,53 Kristján Snorrason 39,51 Hörður Hinriksson 41,59 Matthías Sveinsson 40,09 121,59 Ármenningar, sem unnu sig upp úr 3ju deild i fyrrahaust i knattspyrnunni, hafa enn forustu á Reykjavikurmótinu í knattspyrnu þrátt fyrir tap gegn Fram í gær. Ármenningar voru óheppnir að tapa þeim leik — sáralitlu munaði að þeim tækist að skora tvívegis í lokin, þegar staðan var 2—2. Það tókst ekki. Bráðbana þurfti því til, þar sem jafn- tefli gilda ekki á mólinu. Þá sigraði Fram 5—4. Skoraði úr þremur fyrstu vitaspyrnum sínum meðan Ármenn- ingar misnotuðu þrjár fyrstu spyrnur sinar. Erlendur Hermannsson, landsliðs- kappinn kunni i handknattleiknum, sem leikur í marki Ármanns var óhepp- inn i leiknum. í fyrri hálfleik sló hann knöttinn í eigið mark — en margir héldu þvi fram, að knötturinn hefði farið yfir endamörkin áður en hann kom fyrir mark Ármanns. Óskar Ásmundsson skoraði fyrir Ármann og staðan i hálfleik var 1 — 1. Baldvin Elíasson náði forustu fyrir Fram í s.h. Skallaði knöttinn yfir Erlend — en undirritaður sá ekki betur en að Baldvin hafi verið rangstæður, þegar hann skoraði. Bæði mörk Fram voru því vafasöm. Bryngeir Torfason jafnaði fyrir Ármann á 33. min. með fallegu marki. I bráðbananum skoruðu Rafn Rafnsson, Guðmundur Torfason og Gústaf Björnsson fyrir Fram úr þremur fyrstu vítunum en Júlíus Marteinsson, Ajax steinlá á heima- velli gegn Maastricht Efsta liðið i úrvalsdeildinni i Holl- andi, Ajax Amsterdam, steinlá á heimavelli 1 gær og er greinilegt, að Evrópuleikurinn gegn Nottingham Forest á miðvikudag, hefur haft áhrif á leikmenn liðsins — 3—6 á heimavelli og það gegn Maastricht. Ajax hefur þó enn 2ja stiga forustu, þar sem AZ '67 Alkmaar gerði ekki nema jafntefli á heimavelli gegn Roda JC Kerkrade. Feyenoord náði góðu stigi á útivelli og er i þriðja sæti, sex stigum á eftir Ajax. Úrslit í gærð urðu þessi. Utrecht — Feyenoord 1 — I AZ '67 — Roda 2—2 Haarlem — Twente 0—0 Arnhem — PEC Zwolle 0—0 Deventer—NEC Nijmegen 0—I NACBreda —PSV 2—4 Ajax — Maastricht 3—6 Excelsior — Den Haag I — I Sparta — Willem 2 Tilburg 4—0 Gífurleg baráttta er nú meðal falllið- anna og þar mörg lið en i hættu. Staðan er þannig. Ajax 31 21 5 5 74—38 47 AZ’67 31 19 7 5 71—31 45 Feyenoord 30 15 II 4 54—28 41 PSV 31 15 8 8 56—35 38 Utrecht 31 13 9 9 44—32 35 Roda 31 14 7 10 47—41 35 Twente 31 14 6 11 44—42 34 Excelsior. 31 10 10 1 1 52—53 30 Den Haag 31 10 9 12 45 —42 29 Willem 2 31 9 11 11 36—59 29 Deventer 31 11 5 15 44—46 27 Maastricht 31 9 9 13 40—48 27 PEC Zwolle 31 8 8 15 31—40 24 Sparta 31 9 6 16 41—52 24 Arnhem 31 6 12 13 33—54 24 NECNij. 31 9 5 17 30—48 23 NAC Breda 30 8 6 16 28—53 22 Haarlem 31 6 10 15 36—58 22 markvörður Fram, varði hins vegar frá Ármenningum. Arnlaugur Helgason og Bryngeir skoruðu úr tveimur síðustu vítum Ármanns. Á laugardag sigraði Þróttur Víking 4—2. Um miðjan fyrri hálfleikinn skoraði Sigurkarl Aðalsteinsson, stór- efnilegur nýliði Þróttar frá Völsungi á Húsavík, fyrsta mark leiksins. Mikið klaufamark Víkinga. Undir lok hálf- leiksins komst Víkingur í 2—1 með tveimur mörkum Aðalsteins Aðalsteinssonar. Víkingar, sem voru aðeins með fimm af fastamönnum liðsins frá i fyrra, virtust vera að ná yfirtökunum, þegar Harry Hill skoraði óvænt fyrir Þrótt af um 40 m færi. Markið virkaði eins og vítaminsprauta á Þróttara. Sigurkarl og Þorvaldur Þorvaldsson skoruðu fyrir Þrótt loka- kaflann. Staðan i mótinu er nú þannig. Ármann 3 2 0 1 8—5 5 Þróttur 3 2 0 1 10—8 5 Valur 3 2 0 1 5—4 5 Fram 3 2 0 1 8—7 4 KR 3 10 2 6—4 2 Víkingur 3 10 2 5—9 2 Fylkir 2 0 0 2 1—6 0 í kvöld kl. 20.00 leika Valur og KR á Melavelli. -hsim. HALLUR SiMONARSON. Calpisa meistari Calpisa Alicante, Spáni, varð meist- j ari í Evrópukeppni bikarhafa eftir tvo leiki við Gummersbach, Vestur-Þýzka- j landi, sem sigrað hefur i þessari keppni tvö síðustu árin. Siðari leikur var í Dortmund í V-Þýzkalandi í gær. Gummersbach sigraði 18—16eftir9—8 i hálfleik en það nægði Þjóðverjum ekki. Calpisa sigraði i fyrri leiknum á Spáni með fimm marka mun, 20—15. Sá leikur var háður fyrir tæpum mánuði í Alicante. Úrslit samanlagt i báðum leikjunum var þvi 36—33 fyrir spánska liðið. Þegar tólf minútur voru til leiksloka i gær virtist sem leikmenn Gummers- bach ætluðu að vinna upp muninn frá f.vrri leiknum. Þeir voru komnir fjórum mörkum yftr, 15—11, en hins vegar urðu hinum leikreyndu þýzku leik- mönnum á mikil mistök lokakafla leiksins — mikil taugaveiklun greip um sig meðal þeirra. Spánverjarnir gengu á lagið og tókst að minnka muninn í tvö mörk. Bretar unnu Svía ísundi Bretland sigraði Svíþjóð með 179 stigum gegn 165 i landskeppni í sundi i Blackpool um helgina. Jackie Will- mott, 15 ára, setti þrjú brezkt met i keppninni. Í 200 m skriðsundi 2:04.10 min. 400 m skriðsundi 4:16.27 mín. og 800 m skriðsundi 8:41.88 min. Monika Parsmark, tvitug, setti sænskt met í 400 m skriðsundi 4:21,93 min. Þá setti Sharron Davies brezkt met í 200 m fjórsundi 2:17.31 mín. Tulsavann Fjórða umferðin i amerisku knalt- spyrnunni var leikin á laugardag. Tulss Roughnecks, liðið, sem Jóhannes Eðvaldsson leikur með, sigraði Detroit Express 1—0. Þriðji sigur Tulsa en liðið hefur tapað cinum leik. Er því meðal efstu liða. Edmonton Dillers, sem Guðgeir Leifsson lék með í fyrra- sumar, lék sinn fyrsta leik og tapaði 2—1 fyrir Houston Hurricane. Önnur úrslit urðu þessi. Fort I.auderdale — New England 2—1 Memphis — Philadelphia I—0 Chicago — Atlanta Chiefs I—0 San Diego — LA Aztecs 2—0 California Surf — Portland 5—I Vancouver — Minnesota Kicks 3—1 Sealtle — SanJose 1—0 í gær voru þrír leikir og úrslit þessi. NY Cosmos — TampaBay 4—2 Toronto — Rochester 3—0 Washington — Dallas 4—2 Fort Lauderdale Strikers hefur hlotið flest stig eða 34 úr 4 lcikjum. New York Cosmos hefur 26 stig og einnig California Surf. Siðan koma Dallas Tornado og San Diego með 24 stig og Tulsa með 23 stig. Tulsa cr í sama riðli og Dallas, Atlanta og Minnesota. Atlanta hefur 17 stig — Minnesota 3. Jafntefli Ítalíu og Póllands Ítalía og Pólland gerðu jafnlefli i landsleik í knattspyrnu í Torino á laugardag, 2—2. Öll mörkin voru skor- uð á fyrstu 37 mín. leiksins. ítalir fengu óskabyrjun, þegar Franco Causio, Juventus, Torino, skoraði strax á fyrstu mín. leiksins. Sybis jafnaði fyrir Pólland á áttundu mínútu. Annar Juventus-leikmaður, Gaetano Scirea, náði aftur forustu fyrir Ítalíu á 23. mín. en á 37. mín. var dæmd á hann vita- spyrna, sem Pólverjinn Andrzejz Szar- mach jafnaði úr. Fleiri urðu mörkin ekki og 50 þúsund áhorfendur urðu fyrir vonbrigðum með leik liðanna í síðari hálfleik. Pólverjar vörðust vel með miðvörðinn Wladyslaw Zmuda sem bezta mann. Þá vakti hinn 19 ára Andrzej Pallasz mikla athygli 1 pólska liðinu. Á lokaminútu leiksins stóð Francesco Graziani einn fyrir opnu pólska markinu en skallaði framhjá. Hinn 38 ára Dino Zoff stóð i marki Ítalíu og var snjall að venju og þá lék Roberto Bettega einnig vel í ítalska lið-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.