Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. Bflasýning Kvartmfluklúbbsins: SVARTA MARIA SLOIGEGN I fimmta sinn frástofnun Kvartmílu- klúbbsins söfnuðu kvartmilingar saman ölluni glæsilegustu farartækjum sínum og héldu á þeim sýningu. Sýningarstaðurinn var að þessu sinni Sýningahöllin við Bíldshöfða og stóð .sýningin í sex daga um síðustu páska. Kenndi margra grasa á sýningunni og þar mátti sjá sýnishorn af öllu því sem bifreiðaráhugamenn föndra við í frístundum sínum. Var þessi sýning sú fjölbreytilegasta sem haldin hefur verið frá upphafi. Þar sáust margir bílar sem unnið hefur verið i undanfarinár og ekki hafa sézt á götum borgarinnar áður. Þá voru einnig á sýningunni margir bílar sem aldrei koma til með að sjást á götunum, ýmist vegna þess að þeir eru byggðir upp sem keppnisbílar og ónothæfir i annað eða þá að búið er að leggja svo mikinn tima og fé í að gera þá upp að eigendur þeirra tíma hreinlega ekki að nota þá, nema svo sem einn dag áári. Eins og á fyrri sýningum gafst sýningargestum kostur á að velja fall- egasta bilinn á sýningunni. Verklegasta kvartmilubílinn og athyglisverðasta bil- inn. En auk þess var nú i fyrsta skipti valið verklegasta mótorhjólið á sýning- unni. Fallegasti bfllinn Í keppninni um fallegasta bilinn lenti Vilhjáimur Ástráðsson í 5. sæti með ’55 Fordinn sinn bláa og fékk hann 110 atkvæði. Vilhiálmur er eini félagi Kvartmiluklúbbsins sem hefur átt sama bilinn á öllum sýningum klúbbsins og hefur hann jafnan staðið sig mjög vel. í 426 Hemi Challangerinn hans Kjartans Kjartanssonar hiaut sin fyrstu verðlaun þegar hann var kosinn verkleg- asti kvartmilubillinn en ef að likum lætur á Kjartan eftir að krækja sór i nokkur verðiaun i viðbót á kvart- milubrautinni i sumar. og voru notaðir meira en 40 lítrar af lakki á bílinn enda var áætlaður kostn- aður við sprautunina 2.5 millj. króna. Þá var billinn einnig nýklæddur að innan og mun kostnaður við það hafa verið um 600 þús. kr. Það fer því varla "55 Fordinn hans Vilhjálms Ástráðssonar diskómeistara stóð sig, eins og svo oft óður, frábæriega vel en þessi bíll er sá eini sem verið hefur á öiium bila- sýningum Kvartmíluklúbbsins frá upphafi. Sendiferðabillinn hans Pústmanns birtist á sýningunni eftir gagngerar breytingar, og má segja að hann hafi átt hjörtu og hugi sýningargesta, enda fókk hann tvenn verðlaun. Hár óður fyrr var þessi sendibill lögreglubill í Grindavik og þegar biiiinn birtist nýsprautaður svartur voru gárungarnir fijótir að skella nafninu Svarta Maria á hann. fyrra fékk Fordinn flest samanlögð atkvæði en þar sem þau dreifðust milli einstakra flokka varð það til þess að hann fékk ekki verðlaun þá, enda þótt hann væri mjög framarlega sem fall- egasti og verklegasti bíllinn. Vilhjálmur vinnur stöðugt að endurbótum á bíln- um svo að helzt má líkja honum við gamalt vin , hann batnar með hverju árinu sem líður. í 4. sæti varð annar gamall Ford, en það var ’34 Victorian hans Eyjólfs Vilhjálmssonar og var billinn á sýningunni sem fulltrúi Forn- bílaklúbbsins. Victorian hlaut 112 atkvæði. Billinn sem lenti í 3. sæti að þessu sinni var í 1. sæti síðastliðið ár en það var ’77 Corvettan svarta sem nú er í eigu Gisla Guðfinnssonar. Corvettan fékk 121 atkvæði. í öðrú sæti lenti Magnús Eyjólfsson en hann átti Dodge Charger á sýningunni. Nýbúið var að spraula Chargerinn með glimmerlakki milli mála að Magnús hefur lagt mikið á sig til að gera bílinn sem glæsileg- astan, enda var árangurinn eftir því. Hlaut Chargerinn 291 atkvæði. Það fór ekki mikið á milli mála hvaða bíll sýningargestum þótti fallegastur en það var sendiferðabíllinn hans Gylfa Páls- sonar, Pústmanns, sem lenti í 1. sæti. Má með sanni segja að hann hafi siegið i gegn á sýningunni og átt hugi og hjörtu ~sýningargesta. Hlaut sendi- ferðabíllinn hvorki meira né minna en 1489 atkvæði. Verklegasti kvart- mflubfllinn Þeir voru flestir gamlir jaxlar og þrautreyndir kvartmílubílar sem sópuðu að sér atkvæðunum i þessum flokki. Benedikt Eyjólfsson var í 5. sæti með svarta Firebirdinn sinn og hlaut hann 115 atkvæði. Chrysler kókosbollan gamla sem nú hefur misst Chryslervélina og nafnið lenti í 2. sæti með 245 atkvæði. Eigandi hennar, Ólafur Vilhjálmsson, keypti í vetur vélina er var í svörtu Monzunni i fyrra sumar og ætlar hann greinilega að bæta tima kókosbollunnar i sumar. I 3. sæti varð bíll sem lítið hefur kveðið að hingað til en hefur tekið miklum breytingum i vetur. Er það 454 Camaro sem Hafnfirðingarnir Sigurður Þór og Bjarni Bjarnason eiga saman. Þeir hlutu 287 atkvæði. í öðru sæti varð biliinn sem á íslandsmetið í kvartmílu- akstri, en það er Camaró bíll Örvars Sigurðssonar. Hlaut hann 366atkvæði. í 1. sæti varð svo Kjartan Kjartansson með 426 kúbika Hemi Challangerinn sinn og hlaut hann 900atkvæði. fékk hann 68 atkvæði. í 3. sæti varð ’34 Victorian hans Eyjólfs Vilhjálms- sonar. Victorian fékk 195 atkvæði. í 2. sæti var nokkuð sérstæður bíll en hann nefndist VW Kermit og hafði eigandi hans, Sigurður Harðarson, dundað við að smíða bílinn i frístundum sínum, siðastliðið eitt og hálft ár. Hlaut Kermit 613 atkvæði. En athyglisverð- asti billinn á sýningunni varð sendibíll- inn hans Gylfa Pálssonar og er það í fyrsta skiptið í sögunni sem einn bíll fær tvenn verðlaun á bilasýningu klúbbsins. Sendiferðabillinn fékk 949 Suzuki GS 750 hjól Hauks Helgasonar. í 4. sæti lenti Helgi Christiansen og fékk SS50 Hondan hans 70 atkvæði. Pélur Þorbergss. átti Kawazaki 265 O hjólið sem lenti í 3. sæti með 97 atkvæði. Anna Heiða Pálsdóttir lenti í öðru sæti og fékk CB 900 Hondan hennar 225 atkvæði. En í 1. sæti lenti Ari Vilhjálmsson. Hann var með Hondu CB 900 hjól á sýningunni sem var sérútbúið til kvartmiluaksturs. Var búið að rífa bókstaflega allt af hjólinu sem ekki kom að gagni í kvartmílunni og var það sannast sagna vígalegt, enda hlaut það 1504 atkvæði á sýningunni. Jóhann Kristjánsson. Finlux LITSJÓNVARPSTÆKI 22" 699.000,- (664.000,- staðgr) 26” 773.000,- (734.000,- staðgr) SJÓNVARPSBÚDIN BOfiGARTÚN118 REVKJAVIK SIMI 27099 CB 900 Hondan hans Ara Vilhjálmssonar var eina hjólið á sýningunni sem var sórstaklega útbúið tH kvartmilu- aksturs, enda varþað kosið verklegasta mótorhjólið með miklum yfirburðum. DB-myndir Jóhann Kristjánsson. Athyglisverðasti bfll- inn I þessum flokki bar nokkuð á bílum sem voru einnig framarlega í kosning- unni um fallegasta bílinn. í 5. sæti varð Vilhjálmur Ástráðsson með ’55 Fordinn og 67 atkvæði. Ragnar Vals- son var í 4.sæti með GMC sendibíl og atkvæði. Verklegasta mótorhjólið Svo sem fyrr sagði var þetta í fyrsta skiptið sem verklegasta mótorhjólið er valið og fék sigurvegarinn í flokknum veglegan farandbikar sem Sverrir Þóroddssondt co hefur gefið Kvart- míluklúbbnum. Hjólið sem lenti i 5. sæti hlaut 60 atkvæði en það var VAim&R FRAMRÚÐU? . Ath. hvort við getum aðstoðað. . ísetningar á staðnum. BlLRÚÐAN SlMAR 25755 0G 25780

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.