Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 9

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 9
GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON OG BÓKAÚTGÁFA HANS 9 en það er nú taflslok að safna því.“7 í brunanum í Höfn 1728 hafa með öðrum orðum a. m. k. brunnið elsta bók prentuð á íslandi og sögur fara af og bók prentuð á íslensku á íslandi, sem var eldri en aðrar bækur sem nú eru varðveittar. Með miklum rétti má segja, og því hélt prófessor Magnús Már Lárusson stíft fram, að Ólafur hafi verið brautryðjandi í bókagerð í lútherskum sið á íslandi, þótt hann falli eðlilega algjörlega í skugga Guðbrands,8 sem kom yngri til stóls, var duglegri, stórvirkari og myndarlegri. Einnig má minna á, að Ólafur átti ekki eins og Guðbrandur volduga afkomendur er héldu nafni hans á lofti II Nú þykir flestum e. t. v. tími til kominn að fara að ræða um Guðbrand biskup Þorláksson, sem þessi fyrirlestur er helgaður. Hann var fæddur 1542 að Staðarbakka í Miðfirði, effylgt er sögn Arngríms lærða.9 Faðir Guðbrands Þorlákur Hallgrímsson var þar prestur. Móðurfaðir Guðbrands var Jón lögmaður Sigmundsson, sem halloka fór í miklum deilum við Gottskálk Nikulásson, sem var biskup á Hólum í upphaíi 16. aldar.10 Guðbrandur varð stúdent úr Hólaskóla 1559 og heyrari (þ. e. aðstoðarkennari) þar veturinn eftir. A árunum 1560—1564 var hann við Háskólann í Kaupmannahöfn. Aður höíðu fáir íslendingar stundað nám þar, en flestir farið til Þýskalands. Fyrir tilstilli Guðbrands fengu íslendingar 1579" ókeypis vist á Garði og hélst sá háttur til 1918. Guðbrandur naut þar kennslu í guðfræði m. a. hjá Niels Hemmingsen, sem þótti mikill fræðari. Einnig var þar kennari í guðfræði Páll Madsen, sem síðar varð Sjálandsbiskup. Madsen átti síðan oft þátt í því, að Guðbrandur fékk ýmsu framgengt við konung. Einnig lmeigðist Guðbrandur að stærðfræði og stjörnu- fræði, mældi hnattstöðu Hóla, teiknaði fyrsta kort af íslandi, sem líktist landinu nokkuð. Það er nú aðeins varðveitt í tveimur mismun- 7 „BréfÁrna Magnússonar til íslands 1729 og fleiri skjöl hans í Ríkisskjalasafni Dana.“ Birt hefurjón Margeirsson. s. 158 (Bibliotheca Amamagnœana. XXXI. Kbh. 1975. s. 123-180). 8 Magnús Már Lárusson. „Herra Ólafur Hjaltason á Hólum.“ (Kirkjuritid. 20 (1954), s. 163- 182). Endurprentað í ritgerðasafni Magnúsar. Fróðleiksþœttir og sögubrot. [Hafnarfirði] 1967. 9 Um æviatriði Guðbrands biskups hefur nákvæmlegast fjallað Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi. III. Guðbrandur Porláksson og óld hans. Rv. 1924. Um fæðingarárið er sérstaklega fjallað á s. 436. 10 Um þessa menn og deilur þeirra, sjá: Einar Arnórsson. „Gottskálk biskup Nikulásson og Jón lögmaður Sigmundsson.“ (Safn til sógu íslands og íslenzkra bókmennta. Annar flokkur, I. 1. Rv. 1953-54). 11 Lovsamling for Island. 1. 1096-1720. Kbh. 1853. s. 109.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.