Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 15
GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON OG BÓKAÚTGÁFA HANS 15 einnig talinn hafa þýtt Davíðs sálma og e. t. v. fleira úr Gamla testamentinu.19 Guðbrandur hefur snemma áformað að ljúka þessu verki, enda mikill framkvæmdamaður. Árið 1578 talar hann um, að tekjur sínar fari til prentunar biblíunnar.20 19. apríl 1579 er gefið út konungsbréf, þar sem Guðbrandi er gefið einkaleyfi til að prenta biblíuna og hver kirkja er skylduð til að leggja fram einn dal til prentunarinnar. Þremur dögum síðar er gefið út annað konungsbréf, þar sem hver kirkja er skuldbundin til að kaupa eitt eintak biblíunnar. Bæði þessi konungsbréf voru prentuð fremst í Guðbrandsbiblíu, en aftast stendur: „Þetta biblíuverk var endað á Hólum í Hjaltadal, af Jóni Jónssyni, þann vi. dag júníi, annó domini 1584.“ Loks fékk Guð- brandur 200 dala styrk úr konungssjóði 28. apríl 1585 til útgáfu biblíunnar.21 Ekki er vitað með vissu, að neitt hafi verið prentað 1582 og næsta bók, sem vitað er að prentuð hafi verið eftir útgáfu biblíunnar er frá 1589. Biblían tók sinn tíma og kostaði sitt. Ef við berum biblíuna saman við aðrar bækur úr prentsmiðju Guðbrands, kemur í ljós, að bæði er hún stærst í broti og með flest blöðin. Stærðin ein gefur henni algjöra sérstöðu. Næstar í broti af bókum úr tíð Guðbrands eru Summaríur yfir Nýja og Gamla testamentið. Annars eru flestar bækur í litlu átta blaða broti, svo að nálgast vasabrot. Verð biblíunnar var 8-12 ríkisdalir eða tvö til þrjú kýrverð, en kýrverð var samkvæmt skattmati í byrjun árs 1985 milli 18 og 19 þúsund krónur. Upplag biblíunnar var 500 eintök og af henni eru til flest eintök allra bóka frá tíma Guðbrands. Þess vegna er hún elsta bók, sem bókamenn getur dreymt um að eignast. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður, t. d. því stærri sem bókin er því meiri líkur eru á að hún varðveitist, bókin var of stór til að vera óvarlega handfjölluð. Handbækur presta voru notaðar til að lesa úr við venjulegar guðsþjónustur. Þær bækur eru líka vart til lengur. Guðbrandur skrifaði stundum á biblíur, sem hann gaf, að menn ættu að geyma bókina vel og bera ekki úr kirkjunni. 19 Jón Egilsson. „Biskupaannálar.“ s. 77 (Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmenta. I. Rv. 1856. s. 15—136). Sbr. Páll Eggert Ólason. Menn og menntir. II. s. 557. 20 Bréfabók Guðbrands byskups Porlákssonar. s. 164. 21 Kancelliets Brevbuger vedrorende Danmarks indre Forhold. I Uddrae. 1584-1588. Udg. ved. L. Laursen. Kbh. 1906. s. 298.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.