Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 21

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Page 21
GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON OG BÓKAÚTGÁFA HANS 21 Formála skrifaði Guðbrandur a. m. k. fyrir 33 bókum og eru þá taldar með fimm endurprentanir. Við endurútgáfu var formáli stundum endursaminn. Alls telst mér svo til, að Guðbrandur hafi ekki beint verið viðriðinn 35 bækur. Af þeim eru 6 ekki varðveittar. Þessi tala er ekki áreiðanleg. Guðbrandur heíði getað komið nærri einhverjum þessara bóka, þótt ekki sé þess getið neins staðar. Á fyrri tímum voru menn ekki eins nákvæmir með höfundarétt og síðar varð. Niðurstaðan er þá sú, að Guðbrandur hefur samið eða séð um útgáfu eins fjórða hluta allra bóka, sem út komu á hans árum. Hann hefur alls verið viðriðinn um tvo þriðju hluta þeirra bóka, sem út komu á sama tíma. Ætla mætti, að jafnmikill framkvæmda- og dugnaðarmaður og Guðbrandur var, hefði komið öllu frá sér og ekki hefði þurft að gefa neitt út af ritum frá hans hendi að honum látnum, en eitt rit, postilla eftir Pangratius, kom út í þýðingu hans eftir hans dag, 1632, og alls í 4 útgáfum á 17. öld. A þessu máli má sjá, að Guðbrandur hefur haft við nóg að sýsla og bókiðja hefði haldið nafni hans á lofti, þótt biblían hefði ekki komið til. Ekki má heldur gleyma, að Guðbrandur stjórnaði biskupsdæminu af skörungsskap og átti í miklum málaferlum, svo að iðjusamur hefur gamli maðurinn verið. Meiri hluti þeirra bóka, sem út komu á tímum Guðbrands, kom út oftar á hans dögum eða síðar, eða 56 bækur af 100. Þar er meðtalin ein bók, sem Guðbrandur lét endurprenta. Fyrsta bókin, sem Guðbrandur lét prenta, Lífsins vegur, 1575, birtist í annarri útgáfu 1599, eins og fyrr gat. Meðal endurútgefmna bóka voru bækur eins og biblían og einstök rit hennar, sálmabækur, grallarinn, fræðakver Marteins Lúthers, helgisiðabækur og bænabækur. Einnig er hér í hópi Jónsbók, lögbók íslendinga, sem fyrr gat. Allt eru þetta sígildar bækur, sem menn þurftu alltaf að hafa til notkunar. Messusöngsbók- in frá 1594, sem almennt hefur gengið undir nafninu Grallarinn, kom seinast út til brúks í 19. sinn 1779 og var notaður sums staðar fram á 19. öld. Svo var lengi byggt á bókum Guðbrands og er þetta ekki eina dæmið. Eftir einn höfund, Martin Moller, komu alls fjórar bækur og voru allar endurprentaðar, en aðeins ein verður gerð að umræðuefni, Soliloquia de passione Jesu Kristi, það er eintal sálarinnar. Sú bók kom út 1599 í þýðingu Arngríms Jónssonar lærða og fimm sinnum

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.