Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 54

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 54
54 ÞRJÚ BRÉF RÖGNVALDS ÁG. ÓLAFSSONAR í öðru bréfinu, dagsettu 25. október 1900, sést, að Rögnvaldur er þá kominn í Prestaskólann, en hyggur enn á nám í húsagerðarlist og hefur fengið upplýsingar um slíkt nám bæði frá Guðmundi og Þorvaldi (Thorvald) Krabbe, er lauk þetta sama ár prófi í byggingar- verkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole. Þorvaldur, er var landsverkfræðingur á íslandi 1906-1917 og síðan vita- og hafna- málastjóri til 1937, minntist Rögnvalds í 1. hefti 2. árgangs Tímarits Verkfræðingafélags íslands 1917, en Rögnvaldur lézt 14. febrúar það ár. Ég birti hér kafla úr grein Þorvalds: „Fyrstu kynni mín af Rögnvaldi voru um aldamótin. Hann var þá prestaskólanemandi. Við skrifuðumst á nokkrum sinnum, og bréfin hans, skrifuð með þessari föstu, reglubundnu rithönd, bera skýran vott um þá samvizkusemi og þá hreinu lund, sem voru einkenni hans. Frá æsku var hann hneigður fyrir byggingafræði, en kringumstæður hans voru erfiðar; hann þóttist ekki fær um að ganga þá braut, sem ætíð hafði staðið fyrir honum eins og ljómandi draumsýn, sem hann ekki gat fengið uppfyllta, eins og hann komst að orði í fyrsta bréfinu. Þess vegna hafði hann kosið hið næstbezta, sem var guðfræðin. En með styrk úr landssjóði og láni úr Landsbankanum steig hann þó sporið og sigldi haustið 1901 til þess að byrja námið í byggingafræði í Kaupmannahöfn. Langt auðnaðist honum reyndar ekki að komast á skólunum þar; hann var snemma heilsulítill og gat því ekki lesið af eins miklu kappi og hann vildi; þar að auki varð hann að vinna nokkuð meðfram náminu, hann teiknaði um tíma hjá hinum fræga byggingameistara prófessor Fenger í Kaupmannahöfn, en veturinn 1903—1904 varð hann að gefast upp og fara á heilsuhæli á Boserup. Um vorið 1904 kom hann hingað heim og hætti skólanámi úr því. Og hér heima lá nóg verkefni fyrir hann; hann hefur síðan starfað sem húsameistari og stöðugt afiað sér dýpri og víðsýnni þekkingar bæði með lestri og reynslu. Fastan starfa fékk hann hjá stjórninni sem ráðunautur við byggingu kirkna og skólahúsa, og á því svæði hefur hann unnið mikið og þarft verk. Hann hefur gert uppdrátt að mörgum þessháttar byggingum, og ég efast ekki um, að flestir muni vera sammála um, að þær kirkjur, sem hann byggði, sérstaklega á seinni árum, hafi heppnazt honum mæta vel, ekki sízt þjóðkirkjan í Hafnarfirði og Keflavíkurkirkjan.“ I bréfinu 25. október 1900 þakkar Rögnvaldur Guðmundi „kærlega fyrir allar upplýsingarnar og þinn hlýja hug, því að slíkt er fremur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.