Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 41

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Side 41
MÓÐURMÁLIÐ OG HEILÖG RITNING 41 Það er ekki vitnisburður um úrkynjun Norðmanna. Þeir áttu sér sinn þjóðlega metnað, en stjórnmálaleg þróun olli, að Noregur var eins og strandað skip án siglu á 15. og 16. öld, svo að notað sé orðalag J.E.Sars prófessors. Þjóðarmetnað áttu þeir: Gable Petersen, hjálparhella Gissurar Einarssonar og líklegast kennari Odds Gottskálkssonar, haíði vín- berjateinung fyrir ofan gestaborð sitt, þótt hitastigið leyfði engan ávöxt. „Þér skuluð vita, að vér Norðmenn ræktum vín.“ Fræðaþulurinn mikli Unger segir, að bókstaflega allt, ritað að fornu í Noregi, hafi glatazt Norðmönnum. Og í Svíþjóð var ástandið litlu betra. Það átti að vísu eftir síðar meir að halla undan fæti hér fyrir oss, en lengi vel var svo, að kistur í afskekktum fjarðarkotum og heiða rúmuðu rímnahandrit, íslendingasagna og riddarasagna, að ógleymdum lagabókum, sem hver lögréttumaður varð að kunna og var læs á, að sjálfsögðu. Allt þetta þarf að rannsaka mjög nákvæm- lega. Þegar Danakonungur skipaði, að nú skyldu íslendingar fá sem allra danskasta biblíu, þ. e. Steinsbiblíu 1728, þá sögðu íslendingar: Ekki lengra - og keyptu ekki þessa biblíu fyrr en svo Jón Vídalín bjargaði málunum, guðfróður og lögfróður. Jón Vídalín setur framan á postillu sína vers Hallgríms: „Gefðu að móðurmálið mitt. . . “ Jafnvel Brynjólfur Sveinsson viðurkennir Hallgrím Pétursson ofjarl sinn í forn-íslenzku. Forn-, nei orðið á varla heima hér. Biblíuþýðingarafrek Haralds Níelssonar 1897—1914 verður varla oflofað, og biblíuútgáfan 1981 er afrek. En enn þarf að hyggja að nýrri biblíuútgáfu. Mikið verk hér fram undan. Þegar Bretar gerðu sér sína biblíu 1607, sem varð grundvöllur enskrar tungú allt til þessa dags, unnu þar að 53 sérfræðingar, og Norðmenn létu 25 vísindamenn í 15 ár undirbúa síðustu biblíuútgáfu sína, og þykir þó árangurinn orka nokkurs tvímælis, jafnvel á sjálfu Faðir-vori. Hið íslenzka Biblíufélag, elzta félag vort íslendinga, mun leysa þetta verkefni með sæmd, enda eigum vér Guðbrand að og hans forvera. En biblían er ekki málfarslegt viðfangsefni fyrst og fremst. Hún er eins og hjá frændum vorum á Hjaltlandi undiraldan, er ber oss að landi, hvað sem yflrborðssjávarföllum líður.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.