Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 12

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 12
12 EINAR G. PÉTURSSON smíða þar nýja dómkirkju, er faðir hennar var karlægur orðinn. Af einhverjum ástæðum gengur mér illa að finna hennar líka síðar í landssögunni. Hvað veldur? Arið 1770 segir Finnur Jónsson biskup í bréfi til Hálfdánar Einarssonar skólameistara á Hólum: „Hvor skrifar vitam [þ. e. ævisögu] þess stærsta manns, sem ísland hefur borið nefnilega herra Guðbrandar án þess að minnast á laundóttur hans, og allt það fólk sem af henni er komið?“'3 Von er til þess að Finnur biskup spyrji, því að sonur Steinunnar, laundóttur Guðbrands, var Þorlákur, sem var eftirmaður Guðbrands á Hólastað. Synir Þorláks tveir urðu biskupar, og réðu afkomendur Guðbrands yfir eina prentverki á íslandi í 70 ár eftir dauða hans. Nú verður ekki meir sagt af ævi Guðbrands eða öðrum afrekum en bókaútgáfu. III Prentsmiðju hefur Guðbrandur trúlega kynnst er hann var prestur á Breiðabólstað, en strax og hann var biskup orðinn fékk hann prentsmiðjuna ásamt prentaranum Jóni Jónssyni til sín til Hóla. Prentun hófst ekki fljótt, því að pappír vantaði. Þegar verið var að prenta fyrstu bækurnar, bilaði pressan, svo að Jón prentari varð að fara til Hafnar til að kaupa nýja á kostnað Guðbrands og fullnuma sig í prentlist.14 Guðbrandur hefur snemma keypt prentsmiðjuna, því að í erfðaskrá 1587 talar hann um prentverk sitt. Fyrsta bókin, sem Guðbrandur lét prenta, hét: „Lífsins vegur. Það er ein sönn og kristileg undirvísun hvað sá maður skal vita, trúa og gjöra, sem öðlast vill eilíft líf. Samsett af heyglærðum manni dokt. Niels Hemingsyni. A íslensku útlögð af mér Guðbrandi Þorlákssyni. Prentað á Hólum af Jóni Jónssyni, anno 1575.“ Nafnið er nokkuð táknrænt, Guðbrandur leit á það sem hinn eina sanna lífsins veg að upplýsa fólk um slík efni, og stóð hann sig vel í því. Höfundurinn var fyrrnefndur kennari Guðbrands, sem kallaður var „kennari allrar Danmerkur“,15 en Guðbrandur hefur mátt kallast kennari alls ís- lands. Lífsins vegur er nú aðeins varðveittur í tveimur eintökum í Konungsbókhlöðu í Höfn og ekki er nema annað þeirra heilt, enda er það á skinni. Síðar 1599 lét Guðbrandur endurprenta þessa bók, en í 13 Þessa klausu lætur Jón Samsonarson prenta: „Ævisöguágrip Hallgríms Péturssonar eftir Jón Halldórsson.“ s. 80 (Afmœlisrit til dr. phil. Steingríms J. Þorsteinssonarprófessors 2.júlí 1971). 14 Bréfabók Gubbrands byskups Þorlákssonar. Rv., Hið íslenzka bókmenntafélag, 1919-1942. s. 125. 15 Páll Eggert Ólason. Menn og menntir. III. s. 447.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.