Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 55

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 55
TIL GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR 55 fágætt“, segir hann. Guðmundur víkur eftirminnilega að Rögnvaldi í einum ferðapistla sinna frá Ítalíu, er birtust seinni hluta árs 1908 í ísafold, en gefnir voru út á þessu ári (1985) að nýju. Þeir félagar, Guðmundur og Sveinbjörn Sveinbjörnsson kennari í Arósum, eru komnir til Flórens, þar sem fyrst verður fyrir þeim kirkjan Or’san Michele frá 1336-1412. „Ekki lætur hún mikið yfir sér,“ segir Guðmundur, „og reyndar er það kirkja aðeins upp að miðju. Efri hlutinn er nú hafður til að flytja þar erindi um Dante. En gáum að veggjunum. Þar eru veggskorir (nicher) allt í kring settar myndastytt- um. Hverjir skreyttu kirkjuna svo, frá hverjum eru myndirnar? Gildin í borginni á 15. öld hafa gefið þær. Eina gáfu dómarar og málaílutningsmenn, aðra stórkaupmenn, þriðju klæðsalar, fjórðu silkivefarar, fimmtu læknar og lyfsalar, sjöttu skinnarar, sjöundu trésmiðir, áttundu járningamenn, níundu ullarvefarar, tíundu víxlar- ar, elleftu vopnasmiðir, tólftu tígulsteinasmiðir, múrarar, timburmenn og járnsmiðir, þrettándu skósmiðir, fjórtándu slátrarar. Merkilegt er þetta, hugsum við með sjálfum okkur; en svona verður bráðum í Reykjavík, þegar farið verður að reisa þar íslenzkan háskóla. Hver stétt gefur sína myndina til að skreyta hann, og hver hugsar um það eitt, að sín mynd verði ágætari en allar hinar. Það er göfug samkeppni. Alþingi liggur ekki heldur á liði sínu. Það hefir þá fyrir löngu sent Rögnvald suður í lönd til að hressa og næra hugann við fegurstu fyrirmyndir húsagerðarlistarinnar, áður en hann fer að gera uppdráttinn að háskólanum, sem auðvitað verður í íslenzkum stíl. Ég segi íslenzkum stíl; því hver efast um, að torfbæina íslenzku hafi dreymt undir snjónum stóra drauma um fagrar framtíðarhallir, þar sem ættarmótið sæist, en fegrað og fullkomnað, eins og æskan á að sér. Það þarf ekki annað en ráða draumana og snúa þeim í stein.“ Ekki varð af því, að byggt yrði í upphafi yfir háskólann, heldur fékk hann inni til bráðabirgða í Alþingishúsinu — og var þar raunar nær þrjá áratugi. Þorvaldur Krabbe segir í fyrrnefndri minningargrein sinni enn- fremur m. a. svo um Rögnvald: „Hann var og ráðunautur manna við byggingu margra íbúðarhúsa í Reykjavík og vann þar mikið að því að opna augu manna fyrir því, að venjulega mun ekki vera dýrara að hafa húsin hentug og lagleg en óhentug og ljót. - Um langt árabil átti hann sæti í byggingarnefnd Reykjavíkur, og sem ráðunautur stjórnarráðsins hefur hann samið ágætar byggingarreglugerðir fyrir mörg af aðalkauptúnum landsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.