Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Síða 28

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Síða 28
28 ÚR MINNIS- OG REIKNINGABÓK Landsbókasafni og er kennt við Knappsstaði (,,Hnappstaði“) í Stíflu. Bandið var stælt á ljósprenti Guðbrandsbiblíu 1956. Báðar þessar biblíur eru með áletrun Guðbrands sjálfs og er því trúlegt, að hann hafi einnig skrifað á fleiri biblíur, sem hann gaf. Mjög væri því fróðlegt og skemmtilegt, ef menn vissu af biblíum með áletrun Guðbrands, sem hann gaf kirkjum, sem þarna eru nefndar, eða ein- hverjum öðrum. Þessi útgáfa er ekki stafrétt, heldur færð til nútímastafsetningar og orðamyndir látnar haldast. Stafurinn c yfir línu, sem er merki fyrir hundrað, er leystur upp með því orði í eintölu eða fleirtölu. Róm- verskar tölur eru með lágstöfum í handritinu og er því haldið hér. Þetta er Minnis- og reikningabók og þess vegna er ekki allt skrifað á sama tíma. Reynt er að geta neðanmáls hvaða viðbætur eru helstar og greinilegastar. Töluvert er um yfirstrikanir og eru þær allar skáletraðar. Neðanmáls eru athugasemdir við ritun textans og einnig eru skýrð latnesk orð, sem fyrir koma og ástæða þykir til að skýra. Einnig er á fáeinum stöðum gerð grein fyrir bókum, sem nefndar eru í textanum. Um merki, sem sett hafa verið inn í texta er þetta helst: er utan um orðhluta, sem aldrei hafa staðið í handriti, en ætla má, að ritari hafi fellt niður af vangá. [ ] er utan um það sem rifið er burt og ekki stendur nú í handritinu. () er utan um skammstafanir í handriti, en þó eru svigar ekki haíðir utan um myndir af orðinu sonur. Til útskýringar á verðlagi má nefna, að í hundraði voru 120 álnir og 6 álnir í 1 eyri.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.