Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 67

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Qupperneq 67
LANDSBÓKASAFNIÐ 1984 67 ÞJÓÐDEILD Eins og oft hefur verið bent á bæði hér í Arbókinni og í greinargerðum með fjár- beiðnum til yfirvalda, eru verkefni þjóðdeildar svo mörg og mikil, að vonlaust er, að hið fámenna starfslið hennar fái annað þeim senr skyldi. Þegar t.a.m. í lögunum um skylduskil til safna 1977 var ákveðið, að Landsbókasafn veitti viðtöku íslenzkum hljómplötum og snældum, er út væru gefnar, og samin skyldi árlega skrá um þetta efni, fékkst ekki heimild til að ráða til þess sérfróðan starfsmann, er sinnti þá jafnframt öllu tónlistarefni safnsins bæði innlendu og erlendu, þannig að sú starfsemi yrði vísir að tónlistardeild við safnið. Þjóðdeild safnsins varð að bæta við sig þessu verkefni og það á kostnað annars verkefnis, samningar tímaritaskrár, sem dregizt hefur fyrir vikið á langinn. Breyting á skráningarháttum frá gamla laginu til tölvuvinnslu, er fram kom fyrst í skránni um rit ársins 1979, hefur sökum mannfæðar reynzt örðug, því að forritagerð og annað, er slíkri breytingu fylgir, hefur ekki verið neytt áhlaupaverk. Tölvan er mikið sigurverk, en að því nýtist ekki til fulls, nema allt sé þar af setningi slegið. Síðasta misseri hefur verið unnið í Landsbókasafni og Háskóla- bókasafni í samvinnu við tölvunefnd að gerð svonefnds ísMarcsniðs, sem fólgið er í fullkominni aðlögun að alþjóðlegu skráningarkerfi. Þá er stefnt að stofnun gagnabanka bókasafna og gert ráð fyrir, að stærstu söfnin, Landsbókasafn, Háskólabókasafn og Borgarbókasafn, hafi forgöngu um það mál. Lrá þessu hvorutveggja verður væntan- lega skýrt nánara í næstu Arbók. Umrætt verkefni batt einn starfsmann þjóðdeildar í að kalla tvö ár, og kom það að vonum hart niður á öðrum verkefnum deildarinnar. íslenzk bókaútgáfa hefur stórlega aukizt á síðasta áratug, eins og sést á því, að 1974 komu út samtals 529 bækur og bæklingar, en 1983 er samsvarandi tala 1121 og á enn eftir að hækka, þegar endurskoðað töluyfirlit um bókaútgáfu þess árs liggur fyrir. Útgáfa blaða og tímarita á umræddu tímabili hefur og vaxið mjög eða úr um 300 á ári í um 450. En vinna við söfnun tímarita og frágang er ekki sízt tímafrek. Þeim aðilum, prentsmiðjum og hvers konar fyrirtækjum og stofn- unum, er fjölfalda eða sjá um fjölföldun á öllu þessu efni með síbreytilegri tækni, hefur og fjölgað um meira en helming á sama árabili og eru nú á annað hundrað. Þótt þessum aðilum sé samkvæmt lögum skylt að standa skil á því, sýnir reynslan, að full skil verða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.