Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 2
H E 1 L S U F R Hollmeti selst ekki nema það sé gott á bragðið Aukin sala á tilbúnum mat er því stað- reynd, ásamt því að fólk borðar oftar á grill- og veitingastöðum. HvernigMÁKoma GrænmetinuAð? Breyttar fæðuvenjur vegna utanaðkom- andi aðstæðna geta haft ýmsar ófyrirsjáan- legar afleiðingar í för með sér. Það getur verið erfitt að borða meira af grænmeti ef fólk borðar sjaldan „aðal- máltíð". Það er einnig erfítt að borða minna smjör og smjörlíki en meira að grófu brauði þegar eitt fylgir hinu. Stóraukin neysla á snakki veldur því að fítuneysla eykst veru- lega, ekki einungis vegna fituinnihalds þess (30—40% fíta) heldur einnig vegna ídýfunn- ar. Einnig hafa merkingar matvæla hérlend- is stórlega blekkt neytendur. Sumar vörur sem merktar eru sykurminni eða sykur- skertar innihalda jafnvel meiri sykur en aðrar vörúr sem neytandinn hefði getað valið í staðinn. Afleiðingin er sú að sykur- neyslan helst óbreytt. Einnig væri það stórt skref í rétta átt ef hægt væri að fá fólk til að hreyfa sig meira. Þá er ekki bara átt við einstaka dugnaðarforka sem nenna að skokka á hverjum degi, heldur almennar léttar æfíng- ar fyrir alla á t.d. vinnustöðum, sem bætir oft fyrir þreytu vegna einhæfra handbragða eða kyrrsetu. Ef allir eru með verður þetta mun auðveldara í framkvæmd. Frumkvæðið gæti alveg eins komið frá starfsfólkinu eins og einhveijum öðrum. Ráðleggingar af þessu tagi gætu verið mun áhrifaríkari. Til dæmis gætu skynsam- legar leiðbeiningar um hvað væri góður morgunverður, hádegismatur eða kvöldmat- ur hjálpað mun fleira fólki en prósentutölur gera nú. í raun er ekki hægt að ætlast til þess að fólk standi í því að reikna orkugildi og prósentutölur næringarefna skv. mann- eldismarkmiðum og reyna svo að fínna þannig samsetningu í búðinni! Það verður að viðurkennast að áróðurinn eða fræðslan um bættar fæðuvenjur hefur aðeins áhrif ef hún er sett fram á einfaldan og skýran hátt af fólki sem hefur mikinn áhuga á því sem það er að gera. Ein meginá- stæðan fyrir því hverns vegna allskyns skottulækningar tíðkast enn á 20 öldinni (blómafijókom, laukpillur, ginseng o.fl. o.fl.) er að boðberamir eru mjög áhugasam- ir og boða jákvæða og heilbrigða náttúm- lækningu á meðan næringarfræðingar tala um og vara við neikvæðu hliðinni á því að breyta ekki um mataræði. Það sem mikill áhugi virðist nú vera fýr- ir hollari lífsháttum og mataræði ætti að vera gott lag fyrir þá sem vinna með heil- brigðisyfírvöldum að fræðslumálum að hjálpa almenningi við að breyta til. Hættan er sú að ef fræðslan er ekki nógu skýr, einföld og stöðug eða getur ekki nýst okkur daglega, er hætt við að hún missi marks. Er þá líklegt að tækifærið glatist vegna vonbrigða almennings, sem missir jafnframt trúna á tilgang slíkrar fræðslu. Það er nefnilega regin misskilningur að halda, að vemlegur hluti almennings velji matinn fyrst og fremst eftir næringarinni- haldinu. Hollmetið selst ekki vel nema það sé gott á bragðið, það sé þægilegt og fljót- legt að matreiða það og það sé ekki dýrt. Af heildarneyzlunni að dæma er ekki gott að sjá að baráttan fyrir hollari mat hafi borið árangur. Hér er Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur að smakka á mat sem er vinsæll en kannski ekki að sama skapi hollur. Er áróður fyrir breyttu mataræði tímasóun? Síðari grein. Ein meginástæðan fyrir því hvers vegna allskyns skottulækningar tíðkast enn á 20. öldinni (blómafrjókorn, laukpillur, ginseng ofl.) er að boðberarnir eru mjög áhugasamir og boðajákvæða og heilbrigða náttúrulækningu á meðan næringarfræðingarnir tala um og vara við neikvæðu hliðinni á því að breyta ekki um mataræði. EftirÓLAF SIGURÐSSON hversu aðgengilegar þær em gerðar al- menningi. Tvær mjög mikilvægar og stórar breyt- ingar sem hafa orðið em aukin neysla á grófum brauðum og léttmjólk. Þar hafa átt sér stað skipti á einni matvöm fyrir aðra sem lítur eins út, bragðast eins og er jafn aðgengileg og hvíta brauðið og nýmjólkin. Það þarf heldur ekki að breyta neinu í matarvenjum né tilbúningi. Ýmsar aðrar breytingar sem er verið að fara fram á við almenning fela flestar í sér breytingar á lifnaðarháttum. Víða í vestrænum þjóðfélögum em breyt- ingar á matarvenjum á þann veg að í stað þess að borða vel um hádegi og kvöldmat- inn er borðað lítið í einu en mun oftar (í Englandi er meðaltalið 6,5 „matartímar" á dag). Hérlendis virðist þróunin vera á þann veg að starfsfólk í þjónustugreinum borði aðal- máltíðina á kvöldin en verkafólk haldi sínum tveim matmálstímum á dag eins og áður. Þetta er talið stafa af breyttum starfsvenj- um, aukinni sjálfvirkni í iðnaði, fjölgun starfsfólks í þjónustugreinum og ýmsum öðmm breytingum á þjóðfélaginu, sem einn- ig em famar að sjást hérlendis. Meginhluti almennings eyðir minna en hálftíma í að tilreiða aðalmáítíð dagsins við þær aðstæður og algengt er að um helming- ur fullorðinna Englendinga borði einungis eina slíka máltíð á dag. Hefur ÞÁ Aldrei Verið Nein Hollustubylgja? Það sem vekur athygli við valið á hollum og óhollum mat í áðumefndri könnun er að verksmiðjufram- leidd matvæli em talin óholl en óunnin matur ekki. Fleiri rannsóknir hafa staðfest þessa van- trú á verksmiðjuframleiddum matvælum. Samt virðist hollustuáróðurinn geta skilað sér ef hann er nægilega öflugur. „All-Bran“ morgunkom er verksmiðjuframleidd vara en er samt talin með hollustu matvælunum. Það virðist því vera að fólk geri sér grein fyrir því hvað á að borða til að fá rétt sam- sett mataræði, sem það telur hollt og muni hafa áhrif til bættrar heilsu. En hvað gerist þegar velja á matinn í körfuna í búðinni? Hérlendis hin síðustu ár hefur sala á létt- mjólk aukist, sala á morgunkorni allskonar virðist ganga vel, fisk- og kjúklinganeysla hefur aukist og neysla garðávaxta einnig. Þetta hljómar mjög vel en sala á allskyns snakk-vömm hefur stóraukist, sælgætis- neysla íslendinga er óhófleg (ef ekki heims- met), sala á ijóma og ostum hefur aukist og fjölgun grillstaða og aukin samlokusala segir einnig sitthvað um það sem við virð- umst láta ofan í okkur. Þetta er sambærileg þróun og víða annars staðar í vestrænum löndum. Af heildameyslunni að dæma er ekki merkjanlegt að hollustubylgjan hafí skollið á, enda þrífast ýmsir menningarsjúk- dómar allvel. Fitu- og sykumeysla hefur ekki m’innkað nægjanlega að mati þeirra sem standa að fræðslumálum fyrir heilbrigð- isyfirvöld né heldur er aukning á neyslu trefjaefna talin nægjanleg né almenn. Aðgengilegar Breytingar Þær breytingar sem hafa átt sér stað í Englandi virðast vera mestar hjá þeim þjóð- félagshópum sem betur mega sín þ.e. vel menntuðum borgumm. Er ekki ólíklegt að svipað geti átt sér stað annars staðar. Það er í raun ekki erfítt að útskýra hvers vegna sumar breytingar á fæðuvenjum ger- ast en aðrar ekki. Það byggist allt á því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.