Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 5
Hörðustu stjórnmálaátök á íslandi frá stríðslokum: Lögreglan varpar táragassprengjum að mannfjölda á Austurvelli 31. marz, 1949. Innan dyra Alþingishússins stóðu yfir harðar umræður um aðild íslands að NATO. Ljósm.Mbl/ÓIafur K. Magnússon. ingju, sé þess freistað að fella samskipti manna í þau mót, sem hugsjónir hans segja til um. Dæmin koma hvarvetna að úr heim- inum, og nú eru þær þjóðir, sem lengst höfðu gengið á þessari braut, önnum kafnar við að koma á frjálsri skipan þessara sam- skipta í einhverri mynd og að einhveiju leyti. Sú för verður þeim án efa löng og ströng því slík skipan krefst vizku og þroska í ríkum mæli. Það er þó ekki síður athyglisvert að sú borgarafylking, sem á sínum tíma stóð af sér atlögu sósíalismans hér á landi, er einn- ig horfin. Borgaraleg lífsskoðun, með ýms- um tilbrigðum, er vissulega til, en hún sam- einar menn ekki lengur í fylkingu. Þetta er sjálfsagt ekki undrunarefni, þegar að er gáð. Borgaraleg viðhorf hvetja til sundur- lyndis frekar en sameiningar, og það var umfram allt ógnun sósíalismans við borgara- legt samfélag, sem skipaði mönnum saman í fylkingu. Sú fylking varð að sama skapi stærri hér á landi en annars staðar sem ógnunin var nærtækari. Hvemig er þá umhorfs á velli þjóðmál- anna? Hvað hefur komið í stað fylkinganna? Þau orð, sem fyrst koma í hugann, eru upplausn og glundroði. Hugmyndir í ætt við sósíalisma eru al- mennar og vinsælar, ekkert síður en áður var. En þær falla ekki saman í heild, heldur eru eins og brotasilfur. Oftast nær virðast þær vera lítið annað en trú á því, að á pólitískum gmndvelli sé með einhveijum hætti unnt að leysa hvers manns vanda, af hvaða tagi sem hann er. Stjórnmálamönn- um, sem þannig hugsa, mun seint falla verk úr hendi, hvað sem um afraksturinn má segja. Það er heldur enginn skortur á borgara- legum hugmyndum, sem einnig eru vinsælar margar hveijar, ekki sízt þær, sem snúa að hvers konar athafnafrelsi. En það er ekki alltaf, og jafnvel sjaldnast, tekið tillit til þess að frjálst borgaralegt samfélag get- ur ekki dafnað án skipulags og reglna, aga og ábyrgðar. Nú er sízt ástæða til að harma það, að þjóðin skuli ekki lengur skiptast í andstæð- ar fylkingar. Þess vegna má spyija, hvort ósamræmi í hugmyndum og glundroða í stjórnmálum skipti í rauninni máli. Víst er um það, að kjör Islendinga eru miklum mun betri en þau voru fyrir fjörutíu árum, og höfðu þau þá tekið miklum stakkaskiptum frá því fyrir styijöldina. Islendingar eru vel aldir og vel klæddir, búa vel og ferðast mikið. Tölur segja okkur, að íslenzka þjóðin sé ein af sex, tíu eða fimmtán þjóðum heims, sem búi við mesta velmegun. Nákvæmni á ekki við í slíkum samanburði. Raunar er engra talna þörf yfirleitt. Þetta er hvetjum Islendingi augljóst, sem heimsækir önnur lönd, og hveijum útlendingi, sem til íslands kemur. Það er einnig augljóst, hvað sem sagt kann að vera í karpi hér heima fyrir, að meiri jöfnuður er í kjörum og aðstöðu manna hér á landi en í flestum öðrum lönd- um, og raunar miklu meiri. Iþróttir, listir og vísindi standa í blóma sem aldrei fyrr. Það er með öllu rangt sem Northcote Parkin- son hélt fram í erindi sínu í þessu húsi fyr- ir ári, að íslendingar þjáist af leiðindum eins og aðrar velmegandi þjóðir. íslending- um leiðist ekki nokkurn skapaðan hlut. Þeir skemmta sér vel, eru önnum kafnir og eiga sér mörg áhugamál, sum þeirra ágæt. Með þessum svörum er þó ekki öll sagan sögð. Það er einkum tvennt sem veldur mér áhyggjum og hlýtur einnig að valda ykkur, sem hér eruð staddir, og raunar þjóðinni allri. Annað eru stjómmál landsins, hitt eru efnahagsmál þess. Nefnum efnahagsmálin fyrst. Verðbólg- an, þessi samnefnari alls þess sem miður tekst til, hefur aukist á sama tíma sem hún hefur að miklu leyti horfið í nágrannalönd- um okkar. Halli á viðskiptajöfnuði hefur staðið lengi og að undanförnu farið vax- andi. Skuldir landsins erlendis eru miklar, og enda þótt greiðsla þeirra dreifist vel á langan tíma, hlýtur sú byrði að reynast þung, ef úr gjaldeyristekjum dregur. Spam- aðarvilji þjóðarinnar beið mikinn hnekki á síðastliðnum áratug og hefur ekki rétzt við nema að hluta til. Afkoma atvinnufyrir- tækja hefur lengi verið lakari en æskilegt væri, og hefur nú snúizt mjög til verri veg- ar eftir skammæan bata. Djúptækari um- breytingar em að gerast í atvinnulífinu en um langt skeið. Fjöldi gróinna fyrirtækja hefur liðið undir lok eða á í miklum krögg- um, og svipuðu máli gegnir um heilar at- vinnugreinar. Önnur fyrirtæki og aðrar greinar hafa komið til sögunnar, en eiga þó mjög undir högg að sækja. Órói er meiri á vinnumarkaði en um langt skeið, samfara sívaxandi áhrifaleysi forystumanna í sam- tökum launþega. Övissa er um markaði er- lendis í ríkum mæli og meiri breytingar að verða á eðli og skipan þeirra markaða en um langt skeið. Þetta er ærinn listi og ætti að nægja til að færa heim sanninn um nauðsyn skynsam- legra samstöðu um skipan og stjórn efna- hagsmála. I þeim efnum má aldrei til lengd- ar slaka á, allra sízt á tímum mikillar vel- gengni. Það er ekki til neitt náttúrulögmál, sem segir að framleiðni hljóti alltaf að fara vaxandi, framleiðsla að aukast, velmegun að dafna og æ meira að vera aflögu til alls þess, sem hugurihn girnist. Reynslan segir þvert á móti, að mikil umskipti geti orðið fyrr en varir vegna ytri áfalla eða innri hnignunar. Við þessu verða menn að vera búnir. Frjálst hagkerfi fær ekki staðist án sífelldrar árvekni, án skilnings og án sam- stöðu þeirra, sem hljóta að láta sig framtíð þess miklu varða. Snúum okkur þá að stjórnmálunum. Ástand þeirra skiptir að sjálfsögðu megin- máli fyrir það sem í efnahagsmálunum ger- ist. Ekki svo að skilja, að sífelld eða nákvæm stjórnmálaafskipti af gangi þeirra mála séu æskileg. Öðru nær. En það er Stjómmála- manna að sjá til þess að sá grunnur, sem efnahagsstarfsemin hvílir á, sé traustur, eða, svo önnur líking sé tekin, það er þeirra að sjá til þess, að garðurinn sé girtur og vatnsleiðslan í lagi svo að garðyrkjumaður- inn geti starfað í friði. Upplausn og glund- roði í stjómmálum verður til þess, að ekki er réttiléga fyrir þessum nauðsynlegu þörf- um séð og að garðyrkjumaðurinn verður fyrir sífelldu ónæði í starfi sínu. En stjóm- mál snúast um meira en efnahagsmál. Þau snúast einnig um velferðarmál, um það hvernig vaxandi velmegun beinist og skipt- ist milli margvíslegra þarfa og verka. I því efni þarf ekki síður á skilningi, hófsemi og réttsýni að halda en við umfjöllun efnahags- mála, eiginleikum sem tæplega njóta sín við þær aðstæður, sem nú eru orðnar. Síðast en ekki sízt, mér liggur næstum við að segja umfram allt, snúast stjórnmál um afstöðu landsins út á við, um samband okkar við aðrar þjóðir. Einnig á þeim vettvangi eru merki minni alvöru og meiri lausungar en áður hefur tíðkast, án þess að ástand og horfur heimsmála gefí til þess tilefni. Til hvers eigum við þá að ætlast af stjóm- málamönnum okkar? Umfram allt til þess að þeir skilji, hvað unnt sé að gera á vett- vangi stjómmála og hvað ekki, og hafi þrek til þess að fylgja þeim skilningi eftir. Við eigum ekki að ætlast til meiri stjórnar af þeirra hálfu, heldur réttrar stjórnunar, og umfram allt til þess að sinnt sé þeirri um- gjörð um starfsemi þegnanna, sem sú starf- semi þarfnast. Við eigum sömuleiðis að ætlast til þess, að þeir beri virðingu fyrir þeirri sundurgreiningu valds, sem stjómar- skrá okkar og annarra lýðræðisríkja gerir ráð fyrir, skilji mikilvægi þess, að hver og einn haldi sér innan þeirra vébanda, sem honum hafa verið mörkuð. Ýmsar breytingar á kosningalögum okkar og stjórnarfari gætu orðið til að auðvelda þetta, enda þótt ekki kæmi til beinna stjórn- arskrárbreytinga að öðm leyti, sem ég hef sízt trú á, að yrði til bóta. I nýlegri og at- hyglisverðri grein hefur Karl Popper, sá heimspekingur, sem af einna dýpstum skiln- ingi hefur ritað um eðli lýðræðisins, lagt áherzlu á yfirburði kosninga í einmennings- kjördæmum samanborið við hlutfallskosn- ingar. Bjarni Benediktsson var á sínum tíma þessarar sömu skoðunar. Hann lagði enn fremur eitt sinn til, að starfstími Alþingis væri styttur til þess að menn úr öllum stétt- um og greinum gætu átt þar sæti án þess að gerast atvinnumenn, jafnframt því sem starfshættir þingsins yrðu virkari og ag-. aðri. Mér býður svo hugur, að öðruvísi væri nú umhorfs í íslenzkum stjórnmálum, ef meira tillit hefði verið tekið til þessara hug- mynda á þeim tíma. En það er sjálfsagt til mikils ætlazt, að slíkum grundvallarbreyt- ingum sé sinnt, allra sízt þegar hvers konar vandi steðjar að, enda þótt þá væri þeirra mest þörf. Undan hinu verður aftur á móti ekki vik- ist, að sinna skipan þeirra grundvallarat- riða, sem mestu skipta um gang efnahags- mála, en í þeim efnum er íslenzku sam- félagi enn að ýmsu ábótavant. Framtíðar- skipan gengismála er það sem mestu máli skiptir auk fyrirkomulags fiskveiða. Þá hafa endurbætur á skipan bankakerfisins verið lengi til umfjöllunar án árangurs og reglur um starfsemi fjármálastofna yflrleitt verið seint á ferðinni. Varla getur hjá því farið, að endurskoðunar á meðferð kjaramála sé þörf eins og nú er komið. Loks verður meiri samræming við það sem tíðkast með öðrum þjóðum að gerast í skatta- og tollamálum, í reglum um viðskipti, fjármagnsflutninga og atvinnustarfsemi. Það er af nógu að taka, en vert er að vekja á því athygli, að núver- andi ríkisstjórn — sem auðvitað er sú versta sem sögur fara af eins og allar ríkisstjómir sem enn sitja — hefur framar öðru einbeitt sér að þessari tegund málefna, með veruleg- um árangri í sumum greinum. Fyrir tæpum áttatíu árum, þann 25. jan- úar 1909, kom Hannes Hafstein heim úr tveggja mánaða ferð til Kaupmannahafnar, þar sem hann hafði freistað þess að fá fram breytingar á sambandslagafrumvarpinu, sem fellt hafði verið í kosningunum haustið' áður. Hann hafði ekki haft erindi sem erf- iði, og var að því kominn að segja af sér embætti. Þegar hann stígur á land er hann með kvæði í huga, sem hann orkti skömmu síðar. Þetta kvæði nefnist „Landsýn", og þið þekkið það allir vel. Mig langar eigi að síður til að ljúka þessu spjalli með því að hafa yfir síðasta erindi þess: Land mitt: Þú ert sem órættur draumur, óráðin gáta, fyrirheit. Hvemig hann ræðst þinn hvirfíngastraumur hverfulla bylgja - enginn veit. Hvað verður úr þínum hrynjandi fossum? Hvað verður úr þínum flöktándi blossum? Drottinn, lát strauma af lífssólar ljósi læsast í farveg um hjartnanna þel. Vama þú byljum frá ólánsins ósi. Unn oss að vitkast og þroskast. Gef heill, sem er sterkari en hel. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚLÍ 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.