Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 12
Baskar -sérkennileg þjóð af ókunnum uppruna Fyrir aðeins fáeinum árum þótti það nokkur upphefð á Spáni að vera af baskneskum upp- runa, það vakti aðdáun og virðingu því upp- runi Baskanna var óþekktur og vafinn dulúð. Nú hefur krabbamein hryðjuverka leitt til þess að maður þarf að kynna sig með þessum orðum: „Ég er Baski, því miður.“ Að mínu áliti er margt líkt með Böskum og íslendingum. Báðar þjóðir eiga sér fjör- gamla og afar erfiða tungu, báðar hafa þjóð- irnar þróað menningu sína í náinni snert- ingu við hafið og báðar eru þær haldnar sterkri þjóðerniskennd. Þessar menningar- legu samlíkingar skýra hvers vegna baskn- eska var fyrsta lifandi, erlenda málið sem íslendingar sömdu um orðabók (1), en það gefur til _ kynna veruleg verslunartengsl Baka og íslendinga á 16. og 17. öld (2) er Baskar komu hingað til að veiða hval og þorsk. Baskaland spannar 20.400 ferkílómetra, nálega fimmtung af stærð íslands. Á okkar tímum búa Baskar í tveimur ríkjum, Spáni og Frakklandi. Á Spáni búa þeir í héruðun- um Álava, Guipúzcoa, Navarra og Viscaya og í þremur héruðum Frakklands, Bena- barra, Laburdi og Zuberoa. Síðastnefndu þijú héruðin voru innlimuð í Frakkland árið 1789 og sett undir sýsluna Lægri Pyrenea- fjöll, sem í dag kallast Atlantshafs Pyrenea- fjöll. Baskahéruð Spánar nutu sjálfsforræð- is öldum saman og tengdist hvert Baskahér- að Spánarkóngum persónulegum böndum, sem varð að endumýja við hver kóngaskipti í Kastilíu og síðar á Spáni. Sjálfsforræði hélt allt fram í Carlistastríðin svonefndu á 19. öld, en þá var konungdæmi Spánar form- lega sameinað undir einni stjómarskrá. Við það misstu Baskar hluta af sínum eigin lög- um eða „fueros". Vegna margbreytilegra landshátta er Býli og landslag í Baskalandi. „Þetta fólk, sem er grimmt og villt að eðlisfari, æddi viljandi í dauðann þegar það óttaðist þrælkun. Næstum allir sviptu sig lífi með eldi, sverði eða eitri.“ Rómverskur sagnaritari um Baska Eftir AITOR YRAOLA Bilbao, stærsta borgin í Baskalandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.