Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 21
Kunnir þjóðhöfðingjar fyrir framan Wathnes-húsið á Seyðisfirði. dæmi, svipað og iðnfulltrúakerfið er byggt upp. Útibúin á Akur- eyri, Isafirði og Egilsstöðum þyrftu að hafa ráðgjafa í ferða- þjónustu. Innan vébanda Byggða- stofnunar ætti að vera deild, sem sér um ferðamál landsbyggðar- innar. Okkur dreymir líka um vest-norrænan ferðamálabanka, þar sem hægt væri að geyma upplýsingar um löndin á einum stað og markaðssetja þau saman. Útibú bæði í Færeyjum og Græn- landi myndu tengja löndin nánar saman og stuðla að auknu sam- starfí. Einkafyrirtæki Ferðir Norröna hingað til Seyð- isfjarðar hafa gífurlega mikið að segja fyrir ferðaþjónustu austan- lands. Skipafélagið er eingöngu rekið af einkaaðilum og var vonar- peningur á þeim tíma er hluthafar lögðu saman, en fyrirtækið hefur eflst og dafnað, enda vel stjómað. Við höfum fjölgað ferðum frá 12 í 14 ferðir og skipið nálgast að vera fullnýtt. En stærra skip er ekki tímabært fyrr en eftir 3-7 ár. I þágu allrar ferðaþjónustu Við emm með fastan starfs- mann — Kristjönu Bergsdóttur — til að leiðbeininga komufarþegum. Kristjana reynir að vera eins hlut- laus og raunsæ og kostur er. Leið- beiningastarfið er rekið á kostnað fyrirtækisins — enginn opinber styrkur, sem væri sanngimismál þar sem starfið er í þágu allrar ferðaþjónustu á landinu. Það var mikíð hitamál á sínum tíma hvaða bæklingar lægu frammi um borð í skipinu — en ég held að ekki sé hægt að ásaka okkur um hlutdrægni. Við tökum allt sem er almenns eðlis. Höfum reynt að vera með landkynningar- myndir um borð, en lítill áhugi virðist vera fýrir slíku. Fólk virð- ist vera búið að kynna sér land og þjóð áður en lagt er af stað. Aðvörunarbæklingum er líka dreift í hvem bíl, sem fer frá borði. Nýtt strandferðaskip Við emm með á stefnuskrá, að ferðamála- og samgönguyfir- völd sameinist um að gera út skip með vikulegar siglingar. Skipið þyrfti ekki að vera lúxusfarkost- ur, en búið öllum helstu þægind- um sem ferðamenn gera kröfur til, með veitingar,góða sali og rými fyrir um 10 bíla. Eg geri ráð fyrir að farþegar yrðu alltaf að koma og fara á flestum viðkomu- stöðum.fæstir myndu sigla hring- inn. Viðbúið er að reksturinn myndi ekki bera sig fyrstu árin, en gæti náð sér upp, þar sem ég er viss um að ferðamátinn yrði vinsæll og ekkert síður meðal ís- lendinga. Tengja betur flug og skip Stórkostlegt væri ef alþjóðlegur flugvöllur á Egilsstöðum yrði að veruleika, ég efast raunar ekki um það. Það er aðeins spurning um tíma, fjármagn og verkfræði. Flug og skip þurfa að tengjast traustari böndum. Spor aftur á bak, þegar Flugleiðir hættu að fljúga til Egilsstaða, með teng- ingu á Færeyjar, en þeir eru sem betur fer að byrja á því aftur. Ég á líka þá ósk að Ferðamiðstöð Austurlands megi lifa og dafna. Ferðaskrifstofa á Austurlandi á stóran þátt í að smærri aðilar geti komið þjónustu sinni á fram- færi. Á móti hálendis- vegi austur Þó að við Austfirðingar fögnum öllum samgöngubótum er ég al- gjörlega á móti vegalagningu hingað um hálendið undir núver- andi aðstæðum. Ef hálendisvegur lægi hingað myndu ferðamenn hætta að fara suður og norður um. Þjónustumiðstöðvar, sem byggst hafa upp við þjóðveginn myndu þá leggjast niður. Miklu nær er að malbika vegi, sem fyrir eru og tengja staðina betur saman með sem bestum vegum. Álag á hálendinu er nóg fyrir og sá hugsunarháttur að einn staður eigi að deyja út, en annar fái of mikið álag, nær ekki nokk- urri átt! Slík stefna myndi flýta fyrir að landshlutar legðust í auðn. Og ég má ekki hugsa þá hugsun til enda, að ferðamenn verði af stöðum eins og Stöðvar- firði og Fáskrúðsfirði. Mínir far- þegar vilja heldur njóta landsins, en flýta sér. Sve'rtagisting Góð og ódýr gisting með morgunverði. Nokkrir laxveiðidagar fáanlegir í Reykjadalsá. Silungs- veiðileyfi útveguð. Upplýsingar hjá Ferða- þjónustu bænda, sími 91-19200 eða í síma 96-43102. Feróaþjónustan á Narfastöðum, Reykjadal. Gísting, Veitingasala Bar, Dansteikir, Fundarsalir Ráðstefnusalir, Kvikmyndahús HOTEL VALASKJALF EGILSSTÖÐUM S 97-11500 ' N HÓPFERÐABÍLAR - ALLAR STÆRÐIR SÍMAR 82625 685055 V Veriðvelkomin í nýja hótelið okkar Seljum lax & silungsveiðileyfi í Breiðdalsá. Á Klerf eru einnig seld veiðileyfi í vötnin við Innri-Kleif. Hótel Bláfell er góður staður til að staldra á á ferð um Austurland. Frábærar gönguleiðir í nágrenninu. Sundlaug og stórkostlegt steinasafn Petru (kom fram í Stiklum) á Stöðv- arfirði í 18 km fjarlægð. Hótel Bláfell býður gistingu i eins og tveggja manna herbergjum með eðaánbaðs. Einnig svefnpokapláss. Allarveitingar - Verðlaun fyrir góðan mat í París '87 og Rio De Janeiro '88. HÓTEL. Sími 97-56770 .BLÁFELL Breiðdalsvík Hótel Ork er hótel fyrir þig Velkominá pf®.HÓTEL vy Ot3t HVERAGERÐI simi 99-4700. Ferðafólk athugið HótelHöfnerr þjóðbraut, þá ekiðersunnan jökla. Á Hótel Höfnfáiðþið úrvals þjónustu, fyrsta flokks mat og getið valið á milli tveggja matsala. Um flestar helgar er efri salur opinn fram eftir nóttu og dans stiginn. í Hornafirði er einstæð náttúrufegurð og mikil veður- sæld. Frá Hótel Höfn ganga langferðabílartil allra átta, meira að segja upp á Vatnajökul, en þar bíða ykkar vélsleðar og snjóbflar. Þar geta menn farið á skiðum og Vatnajökull breiðir út faðminn á móti ykkur. Góðir ferðalangarl Getur það veriö að leið ykkar hafi aldrei legið um eða til Hornafjarðar? Sé svo eigið þið mikið óséð af okkar fagra landi. Hótel Höfn bíðuralla ferðamenn hjartanlega velkomna. HótelHöfn Homafirði simi 97-81240. Ferðaþjónusta bænda - Frábær ferðamöguleiki innaniands Gisting á sveitabæjum - sumarhús - hestaleiga - veiðileyfi - jöklaferðir - matsala - skotveiði - berjaleyfi - o.fl. Nýtt 1988 - Flakkarinn ódýrari og frjálsari ferðamáti. Ferðaþjónusta bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg (Hótel Sögu), Rvk., símar 623640 og 19200. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚLÍ 1988 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.