Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 4
Litið um öxl - Spjall á fundi Rótarýklúbbs Reykjavíkur 25. maí 1988 - Eins og þið vitið, hefi ég um þessar mundir hætt störfum í Landsbankanum og er innan tveggja mánaða á förum til Bandaríkjanna til að taka við starfi aðalfulltrúa Norðurlanda í Alþjóðabankanum í Washington um þriggja „ Við skulum þá hverfa til nútíðar og litast um. Hvað er orðið um fylkingarnar tvær, sem stóðu svo að segja gráar fyrir jámum fyrir Qömtíu ámm? Það merkilega hefur gerzt, að þær em horfnar.“ Eftir JÓNAS H. HARALZ ára skeið. Þegar ég var beðinn að flytja ykkur félögum mínum svolítið spjall áður en ég færi, var mér hugsað til þess, að fyr- ir tæpum fjörutíu árum hefði ég staðið í svipuðum sporum. Ég hafði þá lokið starfi hér heima að sinni og var á förum vestur um haf til starfa í Alþjóðabankanum. Það er að vísu ólíku saman að jafna að halda utan á unga aldri til að sækja lærdóm og þroska og að fara, eins og ég geri nú, til að sækja einskonar sumarauka í ellinni. Eigi að síður varð mér hugsað aftur til þess- ara fyrri tímamóta í lífí mínu og þá jafn- framt til þ_ess, hvemig umhorfs var hér á landi þá. Ég hefí þess vegna gefið þessu spjalli titilinn „Látið um öxl“. Á þessari nafngift er þó einnig önnur skýring. Mér hefur lengi virzt, að við dauð- legir menn gætum ekki ætlað okkur annað og meira en að reyna að feta í fótspor Snorra goða, en hann var eins og kunnugt er kallaður vitrastur maður á íslandi, þeirra er eigi voru forspáir. Ég hefí ekki trú á því, að hæfíleikar manna og hugmyndaflug nægi til spádóma eða til þess að segja fyrir um, hvemig við munum eða eigum að skipa málum okkar í framtíðinni. En hitt er ég sannfærður um, að með því að skilja liðna tíð getum við áttað okkur betur á nútíðinni og þá um leið, hvert sú nútíð stefnir inn í framtíð, líkt og Snorri goði gerði, þegar hann spurði hveiju goðin hefðu reiðst, þeg- ar jörð brann við Almannagjá. Hvemig var _þá umhorfs á íslandi fyrir Qörutíu árum? Ég held að það sé ekki tekið of djúpt í árinni, ef sagt sé, að þetta hafí verið tímar mikilla andstæðna, umróts og átaka. Síðari heimsstytjöldinni var nýlokið og á undan henni hafði gengið heimskrepp- an mikla, sem enn dýpri spor hafði markað hér á landi en víða annars staðar. Þjóðin hafði snögglega komizt í álnir, en það var öllum ljóst, að sú hagsæld var ekki byggð á traustum grunni. Erfíðir tímar hlutu að vera framundan, þegar herinn hélt á braut og fískveiðiflotar grannþjóðanna leituðu að nýju á íslandsmið og fylltu þá fiskmarkaði, sem Íslendingar höfðu setið að á meðan á styijöldinni stóð og fyrstu árin þar á eftir. Við þessu var reynt að bregðast með kaup- um fiskiskipa og eflingu fískiðnaðar, hinni svokölluðu nýsköpun, og með því að leita fyrir sér um nýja markaði. Um nýsköpunina hafði náðst mikil samstaða meðal þjóðarinn- ar, raunar samstaða þeirra andstæðinga, sem menn höfðu ekki áður talið að gætu átt samleið. En þessi samstaða náði ekki til grundvallaratriða um skipan mála hér innanlands né um sess íslendinga meðal þjóðanna eins og fljótt kom á daginn. Um þetta var djúpstæður ágreiningur, um þetta tókust á andstæðar og harðsnúnar fylking- ar. Þessi ágreiningur var að sjálfsögðu ekki nýtilkominn. Hann átti rætur sínar allt aft- ur til aldamótaáranna, þegar þróunin úr æfagömlu samfélagi bænda til síbreytilegs samfélags borgara komst á fulla ferð. Ann- ars vegar voru þeir, sem töldu að fram- leiðsla og viðskipti væru bezt komin í hönd- um einstaklinga og félaga þeirra, er störf- uðu samkvæmt lögmálum markaðar innan almennrar umgjörðar laga og réttar. Hins vegar voru þeir, sem töldu, að þessi lífsnauð- synlega starfsemi ætti að miklu leyti að vera í höndum samtaka, sem hefðu almenna velferð að leiðarljósi, svo sem verkalýðs- félaga, samvinnufélaga og sveitarfélaga, ellegar þá þeirra allsheijarsamtaka, sem við nefnum ríki. Annars vegar voru hugsjónir fijáls, borgaralegs þjóðfélags, þar sem hver og einn er sinnar gæfu smiður, en samhjálp einstalinga eða samfélags kemur til sögunn- ar þegar alvarlega á bjátar. Hins vegar voru hugsjónir sósíalismans, þar sem ábyrgð á lífi og heill hvers og eins er í höndum félagslegra samtaka og sjálfs ríkisins. Ágreininginn um samband íslands við önnur lönd, um sess íslendinga meðal þjóð- anna, má einnig rekja til aldamótaáranna, eða enn lengra aftur. Raunar skipti hann í upphafi aldarinnar meiru máli en ágreining- ur um skipan þjóðmála innan lands, eins og berlega kom fram í deilum um heima- stjóm og landssíma, um uppkastið árið 1908, og um fossamálin litlu síðar. Þessi ágreiningur snérist í fyrstu um einangrun og tengsl, hversu náið samband íslendingar skyldu hafa við aðrar þjóðir, hversu opið landið skyldi vera fyrir útlendingum og er- lendum áhrifum. Síðar snérist hann einnig um það, hvar íslendingar skyldu skipa sér í sveit, hvort það ætti að vera með næstu nágrönnum sínum, með forustuþjóðum borgarlegra sjónarmiða, ellegar með þeim þjóðum, sem þá voru taldar í fylkingar- broddi sósíalismans. Ágreiningur um þau tvö atriði, sem nú hafa verið nefnd, fylgdist nokkum veginn að, og er það raunar ekki undrunarefni, þegar betur er að gáð. Þeir, sem aðhylltust borgaraleg sjónarmið um skipan innanlands- mála, voru jafnframt fylgjandi fijálsum við- skiptum og tiltölulega nánum tengslum við þau lönd, þar sem þjóðfélagshættir voru í þessum anda. En svo vildi einnig til, að í þeim hópi voru þau lönd, sem okkur voru nálægust, og þær þjóðir, sem okkur voru skyldastar að uppruna og menningu. Hinir, sem andstæðir vom borgaralegum sjónar- miðum, voru uggandi um erlend viðskipti, áhrif og ítök. Jafnframt gátu þeir þó verið hugsjónamenn um heimsfrið eða allsheijar- bræðralag og áhugamenn um hinar fjarlæg- ustu þjóðir, ef talið var, að þar væri að finna vísi_ að framtíðarríki sósíalismans. Ég sagði í upphafi þessa máls, að tímam- ir fyrir um fjörutíu árum hefðu verið tímar mikilla andstæðna, umróts og átaka. Þeir voru það ekki aðeins vegna þess, að deilt væri um þau meginsjónarmið, sem ég hefí lýst, heldur beinlínis vegna þess, að verið var að skera úr um það hvora leiðina ætti að fara._ Þetta varð þó í sjálfu sér ekki út- kljáð á íslandi heldur í Evrópu allri. Úrslit- in réðust, þegar Evrópa var endurreist und- ir forustu Bandaríkjanna á grundvelli fijáls, borgaralegs skipulags og frekari útþensla og áhrif Sovétríkjanna vestur á bóginn voru stöðvuð. Úrslitin réðust einnig af því, hversu slæm reynsla hlauzt fljótlega af mikilli íhlut- un ríkisins um gang efnahagsmála í Vestur- Evrópu en góð reynsla, þar sem frá slíkri stefnu var horfið, en það gerðist fyrst í Þýzkalandi 1948. Það er aftur á móti ekki fyrr en alllöngu síðar, sem menn á Vestur- löndum gera sér glögga grein fyrir því, hversu slælegur efnahagsárangur náðist í löndum sósíalismans í Austur-Evrópu. Lengi vel töldu menn meira að segja, að hagvöxt- ur væri þar hraðari en annars staðar, enda þótt dýru verði væri keyptur. Þegar gangur mála hafði ráðizt í Evrópu, gat varla farið öðruvísi á íslandi, eins og landið var í sveit sett. Þetta var innsiglað með þátttöku íslands í Marshall-aðstoðinni árið 1948 og aðildinni að Atlantshafsbanda- laginu ári síðar. Hvort tveggja olli miklum deiium og átökum, einkum þó aðildin að Atlantshafsbandalaginu, eins og nýverið hefur rifjast upp. Hugmyndir sósíalista voru enn rótgrónar og fylking þeirra sterk, ekki sízt vegna ítaka í verkalýðshreyfíngunni. ísland hafði að vísu slegist í hóp þeirra þjóða, sem hugðust endurreisa fijálst, borg- aralegt samfélag, en hið innra skorti afl til þess að koma á þeim endurbótum, sem slík umbreyting þarfnaðist. Fylkingamar tvær vora of jafnar að styrkleika, ef ekki fjölda, til þess að þetta gæti tekist í bili. Djarfleg tilraun var að vísu gerð árið 1950, rétt um það leyti sem ég hélt af landi brott, til þess að koma skipan efnahagsmála í það horf, að fijáls efnahagsstarfsemi gæti blómstrað. En sú tilraun var gerð við erfíðar aðstæður og bar ekki mikinn árangur til lengdar. ís- lendingar urðu því enn í heilan áratug að búa við skömmtun og höft, gjaldeyrisskort og Austur-viðskipti. Það er einmitt þetta þrátefli, sem mér er minnisstæðast frá þess- um tíma. Ég hafði þá öðlast sannfæringu um nauðsyn þess að koma á fijálsri, borg- aralegri efnahagsskipan á íslandi, en ég sá ekki hilla undir, að það gæti tekist í bráð. Mér virtist, eins og hugsjónamaðurinn Jón Leifs orðaði það, að það væri líkt og að vaða eðju upp að hnjám að vinna að fram- faramálum á íslandi. Nokkram áram síðar, árið 1956, þegar vinstri stjómin er mynduð, er reynt af ein- beitni að snúa dæminu við, skipta um stefnu í innanlandsmálum og flytja þjóðina um set í samfélagi þjóðanna. Það kom þó fljótt í ljós, hversu óraunhæfar þessar hugmyndir voru, og tilraunin varð í reynd til þess að greiða götu þeirra umbóta, sem á eftir komu. Þrátaflinu var í reynd lokið og næsta áratug rak hver umbreytingin aðra, leiðrétting gengis, afnám innflutningshafta, fijálsari gjaldeyrisviðskipti, undirbúningur stórvirkj- ana og stóriðju, samningur um fiskveiðilög- sögu, aðild að EFTA og undirbúningur að samningum við Efnahagsbandalagið. Það sem skipti sköpum um þau þátta- skil, sem orðið höfðu, var afstaða Alþýðu- flokksins. Leiðtogar hans og fylgismenn höfðu, í líkingu við skoðanabræður sína í öðram löndum Vestur-Evrópu, sannfærst um, að hugsjónum þeirra um velferð, jafn- rétti og öryggi yrði betur framgengt við borgaralega efnahagsskipan en við þjóðnýt- ingu og ríkisafskipti af atvinnulífinu. Við það bættist svo, að verkalýðshreyfingin sá sér brátt hag í vopnahléi, sem byggðist annars vegar á viðurkenningum hennar á því að ríkisstjórn mætti fylgja fram al- mennri stefnu sinni í efnahagsmálum, en hins vegar á viðurkenningu ríkisstjómar á fullum rétti samtaka vinnumarkaðar til samninga um kaup og kjör. Hér hafði í reynd orðið sameining þjóðarinnar í meira mæli en um langt skeið, sú semeining, sem fremstu leiðtoga hennar hafði dreymt um og þeir barizt fyrir. Þetta kom ekki sízt í ljós, þegar miklir utanaðkomandi erfiðleikar steðjuðu að skömmu síðar. Við skulum þá hverfa til nútíðar og litast um. Hvað er orðið um fylkingarnar tvær, sem stóðu svo að segja gráar fyrir járnum fyrir fjöratíu árum? Það merkilega hefur gerzt, að þær era horfnar. Sósíalismi sem heilsteypt lífsskoðun er ekki lengur til. Reynslan hefur fært heim sanninn um hörmulegar afleiðingar þess fyrir afkomu manna, heill þeirra og ham- Tveir gamlir sjálfstæðismenn & bekk á Austurvelli daginn eftir lýðveldisstofnun- ina: Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli og Davíð Jóhannsson frá Stuðlakoti. Fjórum árum síðar varð þessi staður miðpunktur hatrammra stjómmálaátaka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.