Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 13
 Baskar eiga og leika sérstakan boltaleik, pelota, sem ekki er leikinn annarsstaðar en í Baskalandi. Þetta er mjög gamail leikur. Myndin er frá 1905. Borgarráð Baska í borginni Guernicu á utanhússfundi árið 1601. rðurströnd Spánar. Útsýniyfir bæinn Piencia við Biscayaflóann. loftslag í Baskalandi milt og rakt úthafs- loftslag með talsverðri úrkomu og snjó við ströndina og í háum stranddölum, en í hér- uðunum inn í landi ríkir meginlandsloftslag. Frá aldaöðli hefur Biscayaflóinn verið stökkpallur íbúanna til ævintýra og útrásar til fiskveiða og landafunda eða til hnattsigl- ingar eins og dæmið af Sebastián Elcano sannar. „Þetta Fólk Sem Er GrimmtOgVillt** Elstu tilvísanir sögunnar þar sem Baska er getið birtast í skrifum fornra landfræð- inga, einkum Plíníusar og Ptolemeusar. í „Leiðarbók Antonínusar" (3) er getið nafna sem gefa til kynna að lönd hinna fornu Baska hafi ekki aðeins teygt sig til Aquitan- ia í Frakklandi heldur allt til Ebrofljóts á Spáni. Þetta hafa ömefni staðfest. Á árunum 29 til 19 f. Kr., þegar Róm- verjar voru að leggja Spán undir sig, stýrði Ágústus keisari sjálfur herförum gegn íbú- um norðurstrandarinnar, Kantabriumönn- um, Astúrum og Böskum og gefur það til kynna að mikið hafi legið við. Frelsisást þessara flallaþjóða á tímum rómverskrar hersetu kemur vel fram í vitnisburðum sagn- fræðinga þess tíma, svo sem Orosíos eða Estrabóns: „Þetta fólk, sem er grimmt og villt að eðlisfari, æddi viljandi í dauðann þegar það óttaðist þrælkun. Næstum allir sviptu sig lífi með eldi, sverði eða eitri.“ (4) í saman- burði við aðra landshluta Iberíuskagans var norðurhlutinn (Kantabría, Santánder og Baskaland) lítt snortinn af rómverskum áhrifum og þar finnast varla nokkrar róm- verskar fornminjar. Þegar hin gamla Hispania hafði verið friðuð komu Baskar fram á svið sögunnar þrungnir frelsisanda og sterkri vitund um tungu sína og menningu. Þegar Frakkar lögðu undir sig héruðin í Sjálfsforræði Baska hélzt allt fram í Carlista- stríðin svonefndu á 19. öld, en þá varkonung- dæmi Spánar formlega sameinað undir einni stjórnarskrá. A myndinni eru baskneskir her- menn frá þessum tíma. Baskar voru fiskimenn og sigldu allar götur á íslandsmið til fisk- veiða og ekki er talið fráleitt að þeir hafi eignast afkomendur á Vestfjörðum. Móttökur voru þó ekki alltaf hlýlegar. Til dæmis er Iíklegt, að Spánveijarnir, sem Vestfirðingar drápu, hafi verið Baskar. Myndin er a f baskneskri konu við netaviðgerðir. norðurhlíðum Pyreneafjalla á miðöldum og ‘ Vestgotar héruðin sunnan fjalla, börðust Baskar hvíldarlaust til varnar sjálfstæði sínu. Pascual Madoz (5) lýsti þessum innrás- artímum miðalda á eftirfarandi hátt: „Þessi fijálsa þjóð mótmælti yfirráðum eins lands- drottins, því Baskar hafa ávallt myndað sambandsríki smárra lýðvelda, sem einungis sameiginlegur uppruni og tunga bundu - bræðraböndum.“ Á 7. öld stofnuðu Frankar hertogadæmið Vaskoníu, er samanstóð af Baskahéruðunum beggja vegna Pyrenea- fjalla, en heimamenn frelsuðu sig fljótlega og völdu sér baskneskan hertoga. Þetta hertogadæmi átti sér rætur í hinum germ- önsku þjóðflutningum inn í Rómaveldi. í norðri átti hertogadæmið löngum í höggi við Frankana og lauk því stríði í hinni marg- frægu orrustu til Roncevalles árið 778. í suðri átti hertogadæmið í höggi við ásókn ' arabanna. Við þessar aðstæður hófst til valda í borginni Pamplona-ættin Arista (milli 797 og 803) sem með arabískum stuðningi lagði grunninn að fyrstu kristnu konungsættinni í Bavarra, (6), Jimena- ættinni, sem þar ríkti um þriggja alda skeið. Á miðöldum bjó konungsríkið Navarra sífellt við þá hættu að verða gleypt af hinum voldugu ríkjum Kastilíu og Aragóníu. Stofn- að var til mægða við konunga Frakklands jafnframt því sem fólk úr öðrum héruðum Baska flutti margt til Navarra. Þrátt fyrir tilkomu baskneskrar konungsættar í Nav- arra héldu „los fueros" eða heimalög Baska gildi sínu, en þau veittu þjóðinni sérstök réttindi eða voru jáfnvei andstæð vilja kon- ungs. Þessi „fueros“ voru lög sem byggja á gömlum þjóðlegum hefðum og voru runn- in undan rifjum þjóðfulltrúa á „allsherjar- þingum", en ekki undan rifjum konungs- valdsins. í lögum þessum segir að hver sá ’ sem setji sig gegn vilja þinganna sé rétt- dræpur. Þessi sérkenniíegá lagaþróun meðal Baska gaf þeim snemma stéttarvitund sem var mjög frábrugðin því sem gerðist í öðrum lénsríkjum. Þó undarlegt megi teljast þá varð baskneski aðallinn til vegna andstöðu við lénsskipulagið og ríkjandi stéttaskipt- ingu. Landeign og seta á þingi nægði til að teljast til aðals. í fyrsta verkfallinu í sögu Spánar, þegar Filippus konungur II vann að byggingu Escorial-hallarinnar í nágrenni Madrid, var sett fram krafa um styttan vinnutíma. Konungur vildi beija * ókyrrðina niður með vopnum, en hann komst brátt að því að flestir hinna sérhæfðu verka- manna voru baskneskir aðalsmenn sem „ekki mátti handtaka án réttarhalda né hýða eins og þræla (7). Þessi „fueros“ eða heimalög héraðanna týndu tölunni í tímans rás vegna vaxandi ítaka spænskra konunga og franskrar mið- stýringar. Navarra var þó enn vísikonungs- dæmi á 16. öld á sama hátt og nýunnin lönd Spánar í Ameríku. Innrás Napóleons inn í Spán árið 1807 svo og erfðadeilur Carlista-stríðanna sem plöguðu Baskaland á 19. öld, voru upphafið að upprætingu fjölmargra „fueros“. Má þar nefna sem dæmi viðurkenningu á landa- mærum Spánar og tollheimturétti ríkisins eða þegar embættismannakerfi ríkisins leysti gömlu allsheijarþingin af hólmi. Mið- stýringin jókst síðan hratt á 20. öldinni allt fram í spænska borgarastríðið. í júlí 1936 klofnaði líka Baskaland í tvær fylkingar, annars vegar stóð PNV (Þjóðernisflokkur Baska), fylgismenn lýðveldisstjórnarinnar og hins vegar Carlistarnir í Pamplóna, öfga- menn íhaldsaflanna og fylgismenn Fráncos. I Ijósi þessarar söguþróunar eru stað- reyndir sem vilja gleymast. Þrátt fyrir til- vist nokkurra heimalaga í sérhveiju Baska- héraði höfðu þau týnt tölunni eða verið skert í persónulegum samningum við konunga Spárar. Á þessari öld standa aðeins eftir leifar af forréttindum heimalaganna, svo sem sérstakt skattheimtukerfi eða undan- þága ungra Baska frá herþjónustu. TUNGA OG BÓKMENNTIR Uppruni baskneskunnar eða „euskera" er enn í dag málfræðilegur leyndardómur. Vitað er að málið var til á Pyreneaskaganum löngu fyrir komu Rómveija þangað og eng- inn vissi hvaðan málið barst. Hér var því um „máleyju" að ræða sem þróaðist í Baska- landi og eru eftirstöðvar tungumálaættar sem hlýtur að hafa verið mun útbreiddari. Merki baskneskunnar sjást í ömefnum og áletrunum í Aquitania í Frakklandi og í Katalóníu, t.d. strandbærinn Tossa de Mar sem Ptolemus kallaði Iturissa (af „iturri“: lind). Baskneskan er ekki af ætt indó-evrópskra mála, enda þótt hún hafi orðið fyrir áhrifum af þeim málum vegna óhjákvæmilegra kynna. Tvær kenningar em enn til staðar. Annars vegar sú sem Schuchardt setti fram um tengsl basknesku við hamitísk-semítísk mál eða afrísk-asísk (frá berbamáli til I T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚLÍ 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.